bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 19. Mar 2024 06:28

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 
Author Message
 Post subject: Bmw e34 525i Turbo
PostPosted: Sat 15. Aug 2015 21:35 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 31. Aug 2011 12:55
Posts: 144
Til sölu :
BMW 525i Turbo
Árgerð 1994
2016 skoðun án athugasemda
M50B25 Vanos
Olía á mótor - Motul 300V 20w50
Litla drifið 188mm með læsingu 4.10:1
Olía á drifi - Motul 75w140 LSD
Bíllinn var heilsprautaður árið 2012, aðeins farið að sjá á lakki.
Vélin tekin í gegn fyrir ári síðan.
Ekinn 1000km eftir upptekt ef það nær því.
Það sem er búið að gera…….
Skipt um höfuðlegur og stangalegur.
Dekk á blokk planað og cylendrar hónaðir.
Nýir hringar og ventlaþéttingar og ventlar slípaðir.
7mm ógeðin skrúfuð úr pústhluta heddsins, settir 8mm helicoil studdar og koparrær.
Cometic 0.140 MLS heddpakkning og ARP studdar.
Stækkuð öndun á ventlaloki og Oil Catch can. Slöngur í það og úr gerðar úr ½ PTFE Belg slöngum með press fittings.
Soðin álplata efst í olíupönnu fyrir dren á bínu.
Ný vatnsdæla og álhús yfir vatnslás.
Allar pakkdósir, pakkningar og gúmmí.
Heimasmíðuð pústgrein (T3) úr stál 52. Flangsar skornir í vatnsskurðarvél.
Í greininni er afgashitanemi og 38mm Wastegate frá Turbosmart.
50mm blowoff frá GodSpeed. 3” intercooler með stútana að ofan.
Precicion 680cc spíssar og Aeromotive bensíndæla.
Til að stýra þessu dæmi öllu saman er Vems vélartölva.
Borg Warner S200 með 57mm hjóli inn og út (kemur úr Volvo L120F hjólaskóflu)
Nýlega upptekin hjá Blossa.
Gírkassi ZF 1053401131 tekinn úr tjónabíl sem var ekinn 50 þús km.
Sachs kúppling með 6 arma kopardisk. Léttara svinghjól.
30L Bensínsella í skotti. (Plast með svamp)
3” púst. 2 kútar Cherry Bomb Glasspack og Vibrant endakútur með 1x3” inn og 2x3” út. ryðfrír og pólíhúðaður.
Allt pústið er tig soðið og samsetningar á því eru V-band ryðfríar klemmur.
Downpipe er smíðað úr 3” þykku saumröri.
ASD Motorsports vökvahandbremsa.
KW lækkunarfjöðrun.
Strutbar í húddi frá SP Racing.
Í vetur voru allt rifið undan að aftan. Subframe sandblásið og málað.
PowerFlex í stóru að framan og svo renndi ég úr POM fóðringar í klafa og drifupphengjur.
Bremsurör fyrir afturbremsur ný, gúmmí í öllum bremsubúnaði að aftan nýtt.
Hjólalegur nýjar og Dogbone x2 einnig.
Felgurnar eru ný 17” nýpólýhúðaðar hjá Pólýhúðun Akureyri, 10" aftan og 8" að framan. Góð dekk.
Fullt af 15” ál spólfelgum og eitthvað af 15” stál.
Það er búið að rífa allt innan úr honum og setja í hann veltiboga úr 48,3mm 4mm efnisþykkt. í boganum er síðan skástífa og rör fyrir belti.
Í mælaborði er 1 skitinn mælir fyrir boost frá Bílanaust, 3 takkar, 1 takki fyrir viftu og annar takki til að slökkva á “lönsi” sá 3ðji er til að gera ekki neitt. (ótengdur) smile emoticon
Með honum fylgja ómálaðir plast sílsar.
Það er eitthvað búið að ryðbæta hann að aftan. Það er eitthvað meira til af því í sílsum.
Bíllinn er skráður 2 manna og eru original leðurstólar, bekkurinn afturí getur fylgt ef menn vilja skrá hann aftur fyrir farþega afturí.
Eins og hann er stilltur í dag er hann að blása 1,3 bar.
Nýr rafgeymir.
Það er búið að eyða ómældum tíma og peningum í þennan bíl.
Auðvitað má eyða meiru í hann en hann er þræl skemmtilegur.
Eins og fólk gerir sér kannski grein fyrir þá er þetta ekki fyrir hvern sem er.
Verð ásett 1.4, skoða skipti á peningum aðallega.


Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


Last edited by Þorri on Thu 25. Aug 2016 21:41, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bmw e34 525i Turbo
PostPosted: Sat 15. Aug 2015 21:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Vááá eitthvað af dóti og vinnu þarna,,, GLÆSILEGT :thup:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bmw e34 525i Turbo
PostPosted: Sat 29. Aug 2015 18:48 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 31. Aug 2011 12:55
Posts: 144
Fæst á 1.550.000kr staðgreitt.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 07. Sep 2015 22:15 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 31. Aug 2011 12:55
Posts: 144
upp


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 27. Sep 2015 12:36 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 27. Sep 2015 12:19
Posts: 7
Sæll viltu skoða skipti á þessum og cash á milli?

https://bland.is/til-solu/farartaeki/bi ... h/2802404/


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 25. Aug 2016 21:26 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 31. Aug 2011 12:55
Posts: 144
Upp


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bmw e34 525i Turbo
PostPosted: Tue 29. Nov 2016 07:33 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 29. Jun 2006 15:08
Posts: 24
SELDUR
Þessi bíll er kominn á nýtt heimili!

_________________
Brynjar Schiöth
(OO=00=OO)
e30 316 2door (sold)
e30 316 2door (í uppgerð)
e46 316 ComLine (sold)
e46 320d touring
e34 525ix (sold)
e34 525i Turbo (sold)
e38 540i (sold)
e65 735i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bmw e34 525i Turbo
PostPosted: Fri 02. Dec 2016 08:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
binnigas wrote:
SELDUR
Þessi bíll er kominn á nýtt heimili!


:thup:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group