Til sölu BMW E90 318 2006 árgerð
Mótor N46b20 4 cyl 129hö. 180Nm.
6 þrepa sjálfskipting með steptronic.
Ekinn 109.xxx km.
- Aðgerðarstýri
- Pluss áklæði
- Aksturstölva
- Filmur afturí
- Rafmagn í öllum rúðum
- Rafdrifnir speglar
- Loftkæling
- Fjarstýrðar samlæsingar
Ástand:
Hann er á nagladekkjum með eitthverjum nöglum eftir og það fylgja honum fín sumardekk.
Nýlega búið að skipta um tímakeðjustrekkjara í honum.
Hann er að brenna smá olíu og smit á pönnupakkningu og ég á alla varahluti sem þarf til þess að laga það (ventlaþéttingar, ventlalokspakkning, O-hringir fyrir vanos ventlana og olíupönnupakkningu) sem fylgja með.
Fékk tilboð hjá BL í að skipta um allt nema pönnupakkninguna sem hljóðaði upp á 230 þúsund.
Hann fæst á 1.700.000 eins og hann er en ég get látið laga hann fyrir sölu en þá hækkar verðið auðvitað.
Það er áhvílandi lán á honum hjá ergo upp á 600.xxx með afborgun um 22 þúsund , 30 mánuðir eftir.
SKOÐA AÐ TAKA ÓDÝRARI BMW UPP Í , ALLT AÐ 1.000.000 . EN HELST ÞÁ E39 523 EÐA STÆRRI.hann er svolítið rykugur á myndunum þar sem ég hef ekki komist í það að skola af honum en hann afhendist hreinn.
BÚINN AÐ FARA Í SKOÐUN OG ER KOMINN MEÐ 16 MIÐAEr á
Akranesi.

