bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E32 750IL 1988
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=67867
Page 1 of 1

Author:  BMW_Owner [ Mon 08. Dec 2014 01:51 ]
Post subject:  BMW E32 750IL 1988

til sölu BMW 750il 1988 E32 með M70 V12 5.0l mótor, bílinn er í mjög góðu ásigkomulagi og er ég búinn að skipta um flest allt sem hægt er að skipta um í þessum bíl, má þar nefna allar spyrnur, alla dempara, gorma, lagnir fyrir bremsukerfi, SLS og bensínlagnir, allar bremsudælur, diska, bensíntank, bensíndælur, hjólalegur að framan, Drifið(mjög gott 3.15 drif í honum núna), vökvastýrisdælu, framsæti, hleðslujafnara í alternator, kerti, kertaþræði, vatnskassa,viftuspaða, öll ljós, framstuðara, afturstuðara, framhurðir, stýri, miðstöðvarmótstöðu(sverð) og miðstöðvarmótor. Einnig er ég búinn að skipta um flestar tölvur í bílnum og má þar nefna, samlæsingar tölvuna, LKM tölvuna, CCM tölvuna, Servotronic tölvuna en báðar vélartölvunar ásamt sjálfskiptingartölvunni og EML og ABS tölvan eru original þar sem þær eru Motronic 1.1 og erfitt að fá þær hér á landi en þær eru líka í toppstandi. Ég gæti haldið áfram endalaust en í bílnum eru mjög vandaðar Alpine græjur sem voru settar í af nesradio en þær samanstanda af tveimur Alpine Type R 1000w keilum og sér magnara fyrir þær og síðan Alpine hátölurum í öllum bílnum með crossover þar sem á við og sér magnara fyrir þetta allt saman.
Bílinn er með þetta hefðbundna sem tengist IL týpunni hita í öllum sætum(einnig aftur í) , rafmagn í öllum sætum(einnig aftur í)
rafmagn í öllum rúðum, servotronic, Topplúgu, ABS, tölvumiðstöð, samlæsingum, BMW síma og margt fleira.
Hann er ekinn eitthvað í kringum 300þús, ég skipti um mælaborð í honum þegar ég keypti hann sem sýndi þá 290þús og það er 10-15þús km síðan, hann er sjálfskiptur með tölvustýrðu ventlabox sem er stjórnað með S-E-M takka við hliðiná skiptirnum.
Bílinn er demantssvartur(181) og lítur mjög vel út en er með smá ryðbólu á húddinu og báðum afturbrettum (sést lítið og ekkert mál að laga), hann er skoðaður 15 athugarsemdarlaust og er á 17" fittipaldi felgum.
Bílinn virkar mjög vel og er skráður 7.8s í 100km/klst.
Hann stendur alltaf inn í bílskúr og mæli ég með svoleiðis geymslu.

Gallar: étur mótorolíu sem er eðlilegt fyrir svona gamlan mótor en það fer algjörlega eftir akstri, truflar mig mjög lítið og það koma skilaboð í mælaborðið þegar mælt er með að bæta á, afturrúðan farþegameginn fer ekki niður það hætti að virka einn daginn og einnig tæmir hann af sér rafmagnið ef hann stendur lengur en 3 daga, þetta er víst algengt vandamál með eldri E32 og afar auðvelt er að taka rafmagnið af bílnum ef hann á að standa lengri tíma.
Þessi bíll er mér mjög kær og verður ekki seldur til einhvers sem hefur rétt svo efni á að borga bensín á bílinn, þessir bílar þurfa viðhald reglulega og þetta er nátturulega barn síns tíma þannig ef þú ert að leita að spyrnukerru þá er þetta ekki rétti bílinn fyrir þig.
Tek það fram að þetta er einn besti E32 750il en hann er jafnframt elsti á landinu 08.02.1988
Verð. 1.2

Image

Image

Image

Image

Image

Image

mynd af sambærilegum vélasal nema soggreinarnar eru svartar.
Image

Author:  Orri Þorkell [ Mon 08. Dec 2014 06:36 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

ultimate rúnt machine 8)

Author:  Alpina [ Mon 08. Dec 2014 08:11 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

Flottur bíll........ en 1.2 :idea:

kannski er þetta bara eðlilegt miðað við ástand osfrv

Author:  D.Árna [ Mon 08. Dec 2014 08:13 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

Flottur bíll á flottu verði :thup:

Author:  Páll Ágúst [ Mon 08. Dec 2014 11:20 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

Geðveikúr bíll vinur :thup:

Author:  BMW_Owner [ Mon 08. Dec 2014 13:25 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

Alpina wrote:
Flottur bíll........ en 1.2 :idea:

kannski er þetta bara eðlilegt miðað við ástand osfrv


jaa ekkert eftir af þessum bílum í lagi, en fæst auðvitað eitthvað neðar í stgr :wink:

Author:  sosupabbi [ Tue 09. Dec 2014 15:33 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

Þarna er eitt besta eintak af E32 750iL á landinu :!:

Author:  sosupabbi [ Tue 09. Dec 2014 15:34 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

Þarna er eitt besta eintak af E32 750iL á landinu :!:

Author:  arnarz [ Sat 13. Dec 2014 21:41 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

bara flottur :thup:

Author:  Gudmundur88 [ Sat 13. Dec 2014 21:51 ]
Post subject:  Re: BMW E32 750IL 1988

Geggjaður Bíll

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/