bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 523 E39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=67612
Page 1 of 1

Author:  zodiac25 [ Sun 02. Nov 2014 17:31 ]
Post subject:  BMW 523 E39

Er með mjög fallegan og vel viðhaldin BMW til sölu, ég er búinn að eiga bílinn í rúm 3 ár. Rúmgóður og þægilegur bíll í alla staði, fullkominn rúntari sem er ekki alltof eyðslufrekur.

Tegund: BMW
Undirgerð: E39
Árgerð: 1997
Akstur: 300.xxx og telur.
Vél: M52B25
Litur: Orientalblau Metalic / Dökkblár
SSK/BSK: SSK

Eyðsla: 7-9/L 100km langkeyrslu og 10-15/L 100km innanbæjar.
Er annars hjá mér í 11.3/L 100km í blönduðum akstri.

Image

Image

Búnaður:

-Aksturstalva
-Tvískipt Digital Miðstöð
-Ljósgrá Leðurinnrétting með viðarlistum
-Hiti í sætum
-Xenon í aðaljósum
-Rafdrifnar rúður
-Rafdrifnir speglar
-Filmur
-Rafdrifin Topplúga
-Cruise control
Ekki loaded bíll, en ansi vel stokkaður.

Image

Image

Allt skráð niður sem ég hef gert við hann í minni eigu:

-Skipt um bremsuklossa að aftan: 266.927km.
-Skipt um handbremsuborða að aftan: 266.927 km.
-Bíllinn filmaður: 267.453km.
-Ný hurð bílstjóramegin: 269.625km.
-Öll hliðin bílstjóramegin sprautuð : 269.625km.
-Skottlok sprautað: 269.625km.
-Skipt út framljósum, OEM af 2002 bíl: 270.048km.
-Skipt um olíu og olíusíu: 271.400km.
-Skipt um hjólalegu vinstra megin að aftan: 272.191km.
-Skipt um ballansstagir að framan: 272.796km.
-Nýr rafgeymir: 276.736km.
-Setti lip spoiler á skottlok: 277.497km.
-Skipt um bremsuklossa að framan: 278.349km.
-Skipt um olíu og olíusíu: 280.241km.
-Skipt um bremsudiska að framan: 281.849km.
-Skipt um stýrisbolta fyrir bremsudælu, vinstra megin að framan: 281.849km.
-Setti AC schintzer roof spoiler á bílinn: 284.825km.
-Skipt um ljósaperur í kösturum: 285.221km.
-Lagað vatnsleka á vatnskassa: 285.327km.
-Sett nýja ballasta, perur og tengi fyrir Xenon kerfi í aðaljósum: 287.250km, (11.08.13) eru í 2 ára ábyrgð.
-Skipt um kerti (Bosch FR7LDC+): 287.607km.
-Skipt um olíu og olíusíu: 290.705km.
-Skipt um spindil hægra megin að framan: 291.638km.
-Skipt um þurkublöð: 293.851km.
-Skipt um tweetera í hurðum frammí , OEM úr 1998 bíl: 294.797km.
-Skipt út afturljósum, glær OEM ljós af 1998 bíl: 294.797km.
-Skipt um bensíndælu: 294.948km.
-Skipt um hosu frá heddi í miðstöðvarloka, við hvalbak: 296.733km.
-Skipt um oxulhosur í stýrismaskínu: 297.940km.
-Skipt um bremsuslöngur að aftan og yfirfarið bremsurör undir bílnum: 298.357km.
-Skipt um spindil vinstri megin að framan: 299.409km.
-Skipt um olíu og olíusíu + loftsíu: 299.485km.
-Undirvagn ryðvarin með Teroson ryðvörn: 300.491km.
-Ryðbættur botn, farþegamegin að aftan, soðin nýr bútur; 8x10cm: 300.491km.
-Botn á bílnum yfirfarinn og athugað með ryð, kom í ljós á einum stað þar sem hafði verið tjakkað í gólfið, það var ryðbætt. Eitthverntíman á lífsleiðinni var borið ryðvörn á bílinn en ákveðið að bera aftur á hann núna (24.10.14): 300.491km.

Image

Image

Meira:
Að sögn fyrrverandi eiganda var heddið planað og skipt um hedpakningu í u.þ.b: 264.xxx km, eða fyrr. Þrátt fyrir aksturinn er þessi bíll er mjög þéttur og góður, vélin togar rosalega og skiptingin er mjög smooth. Það er ekki að finna neitt ryð í honum (enda nýbúið að fara yfir allan undirvagn og laga það sem þurfti), lakkið er mjög gott á honum, en farið að sjá aðeins á húddi. Einnig er smávægileg skemd á afturstuðara.

Image

Image

Það sem mætti betur fara:

-Abs ljós og bremsuljós loga, bremsuklossarnir í bílnum eru ekki tengdir við abs kerfið.
-Spólvörn virkar ekki.
-Bensínmælir ekki réttur, verður bensínlaus þegar range fer niður fyrir 100km.
-Loftnetsmagnari í útvarpi lélegur, en virkar fínt í Reykjavík.
-Húddið er aðeins grjótbarið en það er búið að bletta í það.
-Rafmagnskælivifta er ónýt, og læt ég bílinn ekki ganga í lausagangi þegar hann er orðinn heitur.

Image

Image

Ásett verð á Style 66 felgunum: 1 miljón.

Er helst að leita eftir skiptum á diesel bíl, en skoða svosum allt.
Frekari upplýsingar fást í síma: 778-4165 (nova) Guðni Ágúst.

Author:  zodiac25 [ Sun 02. Nov 2014 17:37 ]
Post subject:  Re: BMW 523 E39

Hérna eru myndir af undirvagninum.

Image

Image

Image

Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/