bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 316 TS
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=67577
Page 1 of 1

Author:  316 [ Tue 28. Oct 2014 10:53 ]
Post subject:  E36 316 TS

Er með e36 316 '97árg. til sölu! Ekinn 25x.xxx - ásett 357.199 kr. (til að hafa eitthvað verð) skoða öll tilboð og skipti!
Þarfnast svolítillar ástar áður en hann getur fengið skoðun (er með 9 í endastaf og ekki á númerum)
Það er einhver rafmagnsdraugur í honum sem veldur því að topplúgan haggast ekki og það þarf að ýta honum í gang.. gengur annars mjög fínt :)
Miðstöðin er orðin volg eftir ca.hálftíma, mitt gisk er að vatnslásinn sé bilaður/ónýtur (nýr kostar ca. 10k hjá bifreid.is)
Splunkuný kúpling, keyrð innan við 1000km!

Boddýið hefur séð betri daga, það eru komin göt alveg aftast á báða sílsa og eitthvað af ryðbólum sem dreifa sér jafnt og fínt yfir bílinn. Eigandi var byrjaður að bletta í bílstjórahurðina en gafst upp þar sem það var svo drepleiðinlegt, þyrfti að pússa það aftur niður eða skipta um hurð (betri bílstjórahurð og báðar hurðir farþegamegin fylgja með).
Fyrri eigandi lenti í einhverju óhappi á bílnum og við það laskaðist húddið bílstjóramegin og sömuleiðis frambrettið sömu megin. Það er beygla á brettinu en húddið er tiltölulega fínt fyrir utan greinileg skil þar sem fyrrum eigandi rúllaði hornið á húddinu, ekkert sem truflar við akstur.

Bíllinn er á heilsársdekkjum (sem þyrfti að endurnýja) og bottlecaps felgum.
Í bílnum er hitari (á köldum vetrarmorgnum er ekkert betra en að stíga inn í hlýjan bíl......þegar miðstöðin virkar eins og hún á að gera)
Bíllinn eyðir litlu sem engu bensíni eeen einhver staðar á bensíntankinum er oggulítið gat þannig að ef hann er fylltur þá blossar upp gríðarleg bensínlykt.

Þrátt fyrir að ýmislegt varðandi bílinn gæti verið betra er hann frábær í snjó og ekkert mikið síðri í mikilli bleytu! :mrgreen:
Ég held alveg örugglega að ég sé ekki að gleyma neinu!

ATH! Einhver bannsett krakkagerpi tóku það að sér að ýta bílnum út í skurð fyrir mig svo hann er orðinn aðeins meira laskaður en hann var fyrir, hef ekki náð að kíkja á hann en mér skilst að pústið sé farið, stuðararnir laskaðir (bæði að framan og aftan) og hliðarspeglarnir lausir. Skoða pening og slétt skipti.

Endilega hendið á mig tilboðum í pm eða síma 845-5265


Image
Þessi mynd var tekin af bílnum sumarið 2012 og sýnir betri hliðina og gamlar felgur :) Hendi inn nýrri myndum við tækifæri!

Author:  Yellow [ Tue 28. Oct 2014 12:41 ]
Post subject:  Re: E36 316 TS

@srr

Author:  atli535 [ Tue 28. Oct 2014 15:38 ]
Post subject:  Re: E36 316 TS

Er þessi upp á velli? Ásbrú

Author:  316 [ Tue 28. Oct 2014 16:33 ]
Post subject:  Re: E36 316 TS

Neibb, þessi er í Garðabæ :)

Author:  Unnarheimir [ Mon 06. Apr 2015 21:47 ]
Post subject:  Re: E36 316 TS

Seldur?

Author:  GPE [ Tue 07. Apr 2015 12:48 ]
Post subject:  Re: E36 316 TS

myndir ?

Author:  316 [ Tue 07. Apr 2015 22:54 ]
Post subject:  Re: E36 316 TS

Þessar voru teknar í dag.

Image
Image
Image
Image

Author:  316 [ Fri 10. Apr 2015 10:00 ]
Post subject:  Re: E36 316 TS

Bíllinn er á verkstæði eins og er, á von á nýjum svissbotni í hann á næstunni. Set inn update þegar svissbotninn er kominn í hann.

Author:  316 [ Fri 17. Apr 2015 14:36 ]
Post subject:  Re: E36 316 TS

Einhver bannsett krakkagerpi tóku það að sér að ýta bílnum út í skurð fyrir mig svo hann er orðinn aðeins meira laskaður en hann var fyrir, hef ekki náð að kíkja á hann en mér skilst að pústið sé farið, stuðararnir laskaðir (bæði að framan og aftan) og hliðarspeglarnir lausir. Skoða pening og slétt skipti.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/