Ætla að kanna áhugann á E36-inum mínum, þar sem ég hef hvorki tíma né pening til að klára að gera hann góðann þá neyðist ég til að selja hann, ef ég fæ gott boð

E36 318i
Árgerð 1992 (Nýskráður 1993)
Litur: Svartur (Diamond Schwarz Metallic)
Mótor: M40B18 -1,796 cc -113 hp - 162 Nm@4,250rpm
Beinskiptur
Ekinn 249.0000 km
Rafmagn í rúðum frammí
Nýtt TA Technix coilover í bílnum
Selst á BMW styling 104 á fínum sumardekkjum að aftan og semi vetrardekkjum að framan
Það sem er búið að gera fyrir bílinn síðan ég keypti hann fyrir ári síðan
Skipta um diska og klossa að framan + Eina bremsudælu
Skálar + bremsuborða aftan á
Allar hjólalegur
Spyrnu hægra meginn að framan
Eitthvað af bremsurörum
Bensíndælu
Vatnsdælu
Vatnslás
Vatnskassa
Og örugglega eitthvað sem ég er að gleyma.
Bíllinn er með endurskoðun 6 og var sett út á eftirfarandi; bremsur að aftan, handbremsu, baksýnisspegil og fjöðrun. Skipti um skálar + borða að aftan en á eftir að skipta um bremsudælur aftan á, minnir að stykkið af þeim kosti 3500 kall í tb. Það þarf líklega að skipta um höfuðdælu líka, en hún fylgir með. Nýtt TA Technix coilover er ný komið í bílinn.
Einnig eru smáhlutir sem eru að angra hann, farið að heyrast í spyrnufóðringu að aftan, skottlok er lélegt af ryði, sést þó ekki mikið. Vantar hurðaspjald bílstjórameginn og festingar fyrir bílstjórahurð eru lélegar. Léleg vatnskassahosa, lekur hægt meðfram henni. þyrfti að bletta aðeins í ryð, þó voðalega lítið ryð í honum þannig, sílsar eru t.d. í góðu lagi.
Það fylgir með bílnum M50B20 Vanos mótor keyrður 240xxx með E36 olíupönnu og mótorfestingum fyrir E36, einnig fylgir kúpling, kúplingslega og sveifaráslega. Plug and play í bílinn með gírkassanum sem er í honum.


Verð? Til að hafa eitthvað set ég 300 þúsund, er heitastur fyrir skiptum, t.d. bíldruslu + pening.