bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 525i 09.92 - Sehr schön! SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=6715 |
Page 1 of 2 |
Author: | Bjarki [ Wed 07. Jul 2004 21:31 ] |
Post subject: | BMW 525i 09.92 - Sehr schön! SELDUR |
Til sölu BMW 525i Kom af færibandinu 14.09.1992 Sterlingsilber Metallic að utan (silfursans) og svart leður að innan. Beinskiptur, ekinn 186þkm, skoðaður án athugasemda ’05. Ástand er vægast sagt mjög gott! Góð þjónustubók er í bílnum. Bíllinn er nýinnfluttur frá Þýskalandi af mér. Fyrri eigendur eru fjórir. Fyrst BMW en þeir áttu bíllinn í tæpt ár útskýrir væntanlega hversu mikill og skemmtilegur aukabúnaður er í bílnum. Svo maður fæddur ’59 í tæp 4 ár næst maður fæddur ’46 í rétt rúmt ár og svo að lokum maður fæddur ’39 síðan ’98 þ.e. 5 ár. Þessi eigendaferill útskýrir gott ástand ásamt góðu viðhaldi. Ég er búinn að keyra bílinn rúma 5þús km og þetta er alveg ótrúlega skemmtilegur bíll. Beinskiptur M50 mótor 192 hestöfl, eyðir ekki of miklu en er mjög sprækur. Innanbæjar er hann að eyða eitthvað í kringum 13-14 allt eftir aksturslagi en fer undir 10 í íslenskum utanbæjarakstri. Undir bílnum eru tveggja hluta 17”BBS felgur framleiddar fyrir BMW (style 5), það flottasta undir þennan bíl að mínu mati, dekkin eru mjög nýleg. Með bílnum fylgja svo fjórar 15” felgur líka framleiddar af BBS fyrir BMW fínar felgur á þeim eru M+S merkt dekk þ.e. ónegld vetrardekk. Svona var bíllinn afgreiddur frá BMW: Læst drif 25% Rafmagn í stýri Upphitaðir vatnsspíssar fyrir framrúðu Shadow Line þ.e. ekkert króm nema í nýrunum Rafstýrð topplúga Rafmagn í rúðum allan hringinn Sóltjald í afturrúðu Rafmagn í sætum frammí Niðurfellanleg aftursæti (algjör snilld!) Sportsæti fyrir ökumann og farþega með armpúðum (svart leður) Hiti í sætum fyrir ökumann og farþega Höfðupúðar að aftan Hreinsikerfi á framljós og kastara þ.e. sprautuspíssar Hæðarstilling á aðalljós Kastarar Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu þ.e. Klimatronic BoardComputer með takka í stefnuljósarofa þ.e. stór aksturstölva Inniljósapakki þ.e. kortaljós 2 framí og 2 afturí 12v tengi í hanskahólfi BMW SoundSystem 10 hátalarar og magnari í skottinu M-Sportfjöðrun Cruise Control – Hraðastillir Fjarlægjanlegur dráttarkrókur orginal frá BMW, tær snilld Fjarstýrðar samlæsingar frá BMW með innbyggðri ræsitengdri þjófavörn Þetta er bíll sem steinliggur! Ásett verð 790þús (ásett með 15” felgum 740þús) Ekkert áhvílandi, bara bein sala. Upplýsingar í S: 895 7866 |
Author: | joiS [ Wed 07. Jul 2004 21:47 ] |
Post subject: | |
namm nammm ég fer að skaða fullt af bílum þegar ég kem og þetta verður held ég einn þeirra |
Author: | Benzari [ Wed 07. Jul 2004 23:24 ] |
Post subject: | |
Já góða kvöldið, þú verður eiginlega að pósta fleiri myndum. Lítur allavega glæsilega út á myndunum. |
Author: | Bjarki [ Wed 07. Jul 2004 23:36 ] |
Post subject: | |
Benzari wrote: Já góða kvöldið, þú verður eiginlega að pósta fleiri myndum.
Lítur allavega glæsilega út á myndunum. Fleiri myndum hvað viltu sjá ![]() ![]() ![]() |
Author: | Benzari [ Wed 07. Jul 2004 23:57 ] |
Post subject: | |
"Skottið" á gellunni, extreme closeup á felgurnar og bílstjórasætið up close & personal. |
Author: | iar [ Thu 08. Jul 2004 00:33 ] |
Post subject: | |
Benzari wrote: "Skottið" á gellunni, extreme closeup á felgurnar og bílstjórasætið up close & personal.
Ertu ekki á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu? Hringdu í Bjarka og mæltu þér mót við hann og skoðaðu bílinn up close & personal. Þú græðir ekkert meira á fleiri myndum. Ekki vera feiminn. ![]() |
Author: | Bjarki [ Thu 08. Jul 2004 01:23 ] |
Post subject: | |
Tek undir orð Ívars en á þó eina mynd af afturendanum: ![]() Þetta er ekki BMW spoiler, hann er frá Hella og er með bremsuljósi Þetta eru felgurnar í extreme closeup: http://zoouz.free.fr/Wheels/TMP_wheel/bmw_wheel_005.jpg Style 5 standa alltaf fyrir sínu þessar eru 8x17 allan hringinn og 235/45R17 að framan og aftan. bílstjórasætið er svo í alveg frábæru ástandi en best að setjast í það til þess að átta sig á því ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 08. Jul 2004 07:31 ] |
Post subject: | |
Shit !!!! ég er vægast sagt hrifinn af þessum!!!!! Ótrúlega fallegur ![]() Núna væri gaman ef maður hefði ekki skemmt 535 ![]() BTW þá eru þessar myndir teknar niðrá höfn hjá vinnuni minni ![]() |
Author: | iar [ Thu 08. Jul 2004 09:08 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Tek undir orð Ívars
Ahem... Sæmi... ert'arna einhversstaðar? ![]() |
Author: | hlynurst [ Thu 08. Jul 2004 09:31 ] |
Post subject: | |
Mjög flottur bíll! ![]() Sæll Ívar. ![]() |
Author: | Bjarki [ Thu 08. Jul 2004 09:58 ] |
Post subject: | |
iar wrote: Bjarki wrote: Tek undir orð Ívars Ahem... Sæmi... ert'arna einhversstaðar? ![]() ![]() |
Author: | saemi [ Thu 08. Jul 2004 10:47 ] |
Post subject: | |
Hehehe, aumingja Ív... Ingimar ætlaði ég að segja. Ég hef skoðað þennan bíl svolítið og þetta er alveg eðalbíll. Mjög fallegur. Og rafmagn í stýrisstillingunni.. ég meina...! Ekki spurning um að versla þetta frekar en eitthvað japanskt dótarí. |
Author: | íbbi_ [ Thu 08. Jul 2004 15:38 ] |
Post subject: | |
glæsilegt eintak, nei það er buið að nefna mig svo oft herna að mer bara fannst eg verða að skrifa, |
Author: | Thrullerinn [ Thu 08. Jul 2004 16:24 ] |
Post subject: | |
Vægast sagt MYNDAR-legur bíll !! Glæsilegt velarrýmið ! |
Author: | flamatron [ Fri 09. Jul 2004 08:25 ] |
Post subject: | |
Mjög Flottur bíll.. ![]() ..er sætissessan silfruð..? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |