BMW E34 540iÁrgerð: 05/1993
Tegund: BMW 540i
Skipting: 6 gíra beinskipting
Vél: 4.0 V8 286hp
Drif: Afturdrif, orginal læst drif, 2.93 hlutfall.
Akstur: Um 206.000km
Búnaður:- Rafmagn í öllum rúðum
- Svart leður með manual sport sætum
- Gardína í afturglugga
- CD spilari
- Stóra OBC
- Rafmags topplúga
- Orginal aftakanlegur dráttarkrókur
Fæðingarvottorð:http://www.bmwarchiv.de/vin/gf03755.pdfÉg hef átt þennan bíl síðan agúst 2011 og er á þeim tíma búinn að umbreyta bílnum frá því sem hann var upprunalega. Þessi bíll var sjálfskiptur orginal en þegar ég kaupi hann er búið að gera hann beinskiptan með 5 gíra kassa úr E34 530i. Ég skipti þeim kassa út fyrir 6 gíra kassa úr E34 540i ásamt öllu sem tilheyrir því. Bíllinn er því alveg eins útbúinn og orginal 6 gíra bíll.
Stuðarinn sem kom með bílnum þegar ég keypti hann var brotinn svo ég tók stuðara af '92 525i og breytti honum í V8 stuðara, ss. skar úr honum fyrir 540i air ducts. Síðan setti ég á hann sílsaplöst og M5 afturstuðara. Nýmálað í bílnum er öll vinstri hliðin, framstuðari, afturstuðari og spoilerinn á skottinu. Spoilerinn er frá Hella, en til að festa hann þarf ekki að bora eða skemma skottlokið svo ef einhver kýs að fjarlægja hann þá er það ekkert mál.
Í bílnum er DUDMD tölvukubbur sem eykur hestöfl eitthvað aðeins, hækkar rev limit í 7300rpm minnir mig og delimitar hámarkshraðann. Pústið er þannig að það er búið að fjarlægja hvarfakútana og setja túbur í staðin. Resonatorinn í miðjunni er þarna ennþá en eftir hann eru bara rör í gegn. Það er mikill hávaði í bílnum, en orginal pústkúturinn fylgir og bíllinn alveg steinþegjir með honum.
Bíllinn er 100% ryðlaus. Ég fór með hann á gott verkstæði og lét laga allt sem var að. Þar fannst gömul smáviðgerð undir öðru afturljósinu sem hefur ekki verið nógu vel gerð úti í Þýskalandi og var byrjað að krauma smá. Það var allt lagað og stoppað svo það mun ekki koma aftur. Það var líka byrjað smá neðst í bílstjórahurðinni sem var líka lagað og stoppað. Ég hef geymt bílinn inni á veturna til þess að viðhalda þessu body-i eins góðu og hægt er. Þetta er bíll sem má ekki keyra á veturna. Það er nauðsynlegt að eiga annan bíl með.
Árið 2011 keypti ég nýja fjöðrun í bílinn. Bilstein sport dempara. FK Automotive lækkunargormar, ný top mounts. Keypti það upprunalega í annan bíl en færði það í þennan þegar ég fékk hann. Það eru nýjir klossar að framan, nýjir diskar, klossar og borðar að aftan. Eða reyndar er þetta allt orðið 3 ára gamalt en ekki búið að keyra á þessu nema ca 12þús km.
Vankanntar:Lakkið er orðið svoldið veðrað. Þetta er nú 21 árs gamall bíll og meirihlutinn af lakkinu er orginal, eða allt sem ég tók ekki fram fyrr í þræðinum að væri nýmálað.
Kúplingin er farin að slippa, en það fylgir með glæný 265mm kúpling, pressa og lega ($$$$$), ég hef ekki tíma né aðstöðu til að skipta um hana á næstunni.
Ég get farið með hann í skoðun ef þess er óskað. Hann fer í gegn. Annars er hann skoðaður 14 með 5 í endastaf sem þýðir að hann dugar út júlí áður en það kemur sekt.
Myndir:







Hann selst á 15" oem style 5 felgum. Þessar felgur sem eru á myndunum eru ekki í boði með honum.
Verð:Verðið er 1.400.000 kr. og ég er nokkuð harður á þessu verði. Það er ekki mikið svigrúm fyrir prútt.
Ég skoða að taka ódýrari bíla uppí, en bara bíla í lagi. Nenni ekki neinum projectum.
Ég er að selja bílinn þar sem ég ætla að fara í nám erlendis. Það finnast ekki margir E34 í eins góðu standi og þessi á landinu.
Hægt er að hafa samband við mig í síma 867-5202 eða þá með því að senda mér PM, eða adda mér á Facebook: Daníel Rúnar Jónasson.