bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 11:29

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 30 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Mon 21. Apr 2014 17:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
BMW E34 540i
Árgerð: 05/1993
Tegund: BMW 540i
Skipting: 6 gíra beinskipting
Vél: 4.0 V8 286hp
Drif: Afturdrif, orginal læst drif, 2.93 hlutfall.
Akstur: Um 206.000km

Búnaður:
  • Rafmagn í öllum rúðum
  • Svart leður með manual sport sætum
  • Gardína í afturglugga
  • CD spilari
  • Stóra OBC
  • Rafmags topplúga
  • Orginal aftakanlegur dráttarkrókur

Fæðingarvottorð:
http://www.bmwarchiv.de/vin/gf03755.pdf

Ég hef átt þennan bíl síðan agúst 2011 og er á þeim tíma búinn að umbreyta bílnum frá því sem hann var upprunalega. Þessi bíll var sjálfskiptur orginal en þegar ég kaupi hann er búið að gera hann beinskiptan með 5 gíra kassa úr E34 530i. Ég skipti þeim kassa út fyrir 6 gíra kassa úr E34 540i ásamt öllu sem tilheyrir því. Bíllinn er því alveg eins útbúinn og orginal 6 gíra bíll.

Stuðarinn sem kom með bílnum þegar ég keypti hann var brotinn svo ég tók stuðara af '92 525i og breytti honum í V8 stuðara, ss. skar úr honum fyrir 540i air ducts. Síðan setti ég á hann sílsaplöst og M5 afturstuðara. Nýmálað í bílnum er öll vinstri hliðin, framstuðari, afturstuðari og spoilerinn á skottinu. Spoilerinn er frá Hella, en til að festa hann þarf ekki að bora eða skemma skottlokið svo ef einhver kýs að fjarlægja hann þá er það ekkert mál.

Í bílnum er DUDMD tölvukubbur sem eykur hestöfl eitthvað aðeins, hækkar rev limit í 7300rpm minnir mig og delimitar hámarkshraðann. Pústið er þannig að það er búið að fjarlægja hvarfakútana og setja túbur í staðin. Resonatorinn í miðjunni er þarna ennþá en eftir hann eru bara rör í gegn. Það er mikill hávaði í bílnum, en orginal pústkúturinn fylgir og bíllinn alveg steinþegjir með honum.

Bíllinn er 100% ryðlaus. Ég fór með hann á gott verkstæði og lét laga allt sem var að. Þar fannst gömul smáviðgerð undir öðru afturljósinu sem hefur ekki verið nógu vel gerð úti í Þýskalandi og var byrjað að krauma smá. Það var allt lagað og stoppað svo það mun ekki koma aftur. Það var líka byrjað smá neðst í bílstjórahurðinni sem var líka lagað og stoppað. Ég hef geymt bílinn inni á veturna til þess að viðhalda þessu body-i eins góðu og hægt er. Þetta er bíll sem má ekki keyra á veturna. Það er nauðsynlegt að eiga annan bíl með.

Árið 2011 keypti ég nýja fjöðrun í bílinn. Bilstein sport dempara. FK Automotive lækkunargormar, ný top mounts. Keypti það upprunalega í annan bíl en færði það í þennan þegar ég fékk hann. Það eru nýjir klossar að framan, nýjir diskar, klossar og borðar að aftan. Eða reyndar er þetta allt orðið 3 ára gamalt en ekki búið að keyra á þessu nema ca 12þús km.

Vankanntar:
Lakkið er orðið svoldið veðrað. Þetta er nú 21 árs gamall bíll og meirihlutinn af lakkinu er orginal, eða allt sem ég tók ekki fram fyrr í þræðinum að væri nýmálað.
Kúplingin er farin að slippa, en það fylgir með glæný 265mm kúpling, pressa og lega ($$$$$), ég hef ekki tíma né aðstöðu til að skipta um hana á næstunni.

Ég get farið með hann í skoðun ef þess er óskað. Hann fer í gegn. Annars er hann skoðaður 14 með 5 í endastaf sem þýðir að hann dugar út júlí áður en það kemur sekt.

Myndir:
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Hann selst á 15" oem style 5 felgum. Þessar felgur sem eru á myndunum eru ekki í boði með honum.

Verð:
Verðið er 1.400.000 kr. og ég er nokkuð harður á þessu verði. Það er ekki mikið svigrúm fyrir prútt.
Ég skoða að taka ódýrari bíla uppí, en bara bíla í lagi. Nenni ekki neinum projectum.

Ég er að selja bílinn þar sem ég ætla að fara í nám erlendis. Það finnast ekki margir E34 í eins góðu standi og þessi á landinu.

Hægt er að hafa samband við mig í síma 867-5202 eða þá með því að senda mér PM, eða adda mér á Facebook: Daníel Rúnar Jónasson.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Last edited by Danni on Tue 20. May 2014 21:36, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 21. Apr 2014 18:11 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 12. May 2005 12:34
Posts: 1064
Location: Selfoss/Hveró
8)

Svo svalur!!!

Gangi þér vel með söluna ..verður sko enginn svikinn af þessum!

_________________
BMW E34 525i Sedan 1991 *LSD*
BMW E36 320i Touring 1995 .. seldur
BMW E34 520i Touring 1994 .. seldur
BMW E36 320i 1997 Seldur .. í partamat í DK
BMW E39 525D Touring 2003 seldur ... snilldar tæki
BMW E34 525i 1992 seldur með mikilli eftirsjá


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 21. Apr 2014 19:08 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 24. Oct 2010 16:15
Posts: 120
Location: keflavík
Átt eftir að sjá eftir þessu :argh:

_________________
Bmw e34 530ia. Seldur
Bmw e34 535i. Seldur
Bmw e32 730ia/m30b35. Seldur
Bmw e38 735ia. Seldur
Bmw e36 316i. Seldur
Bmw e46 318i. Daily
Ford Ranger xlt. Seldur
Vw touareg 4.2 v8. Seldur
Dacia Duster 2018 Facelift


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 21. Apr 2014 20:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Mar 2009 22:09
Posts: 2654
Location: Keflavik
þetta er mjog flott verð Danni :!: :!:

_________________
e34 "M5" Nauticgrun
BMW X5 4,4i sport
e34 525T TDS Brokatrot
e32 740i Calypsorot


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 21. Apr 2014 20:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Bíllinn er hverrar krónu virði, menn geta reynt að finna annan svona bíl hérna á Íslandi, og þá á ég við 520i, 525i whatever... það er kannski E34 535i ACS bíllinn, og mögulega M5-inn hjá Gæa (veit ekkert með undirvagn á honum samt) sem að eru í sama caliberi...

Þetta er ótrúlega heill og flottur bíll, þetta er auðvitað 21árs gamalt svo að það er ekki hægt að ætlast til að þetta sé fullkomið, en að flytja inn svona eintak kemur alltaf til með að verða 2m+ pakki...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 21. Apr 2014 22:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Já, ég mun pottþétt sjá eftir þessu. En ef ég geri þetta ekki núna og læt þennan bíl halda mér á þessu skeri þá mun ég sjá meira eftir því í framtíðinni.

Það er fullt af flottum bílum í boði í Evrópu, sem gefa þessum ekkert eftir.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Apr 2014 10:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Danni wrote:
Já, ég mun pottþétt sjá eftir þessu. En ef ég geri þetta ekki núna og læt þennan bíl halda mér á þessu skeri þá mun ég sjá meira eftir því í framtíðinni.

Það er fullt af flottum bílum í boði í Evrópu, sem gefa þessum ekkert eftir.




Menntun > Bílar

Kemur alltaf annar bíll. Tækifæri til menntunar erlendis eru ekki á hverju strái!


Gangi þér vel með sölu. Einn eigulegasti E34 á landinu ásamt M5 hjá Aroni

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Apr 2014 13:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 11. Mar 2007 20:57
Posts: 1783
Location: Kaupmannahöfn
Geyma hann. Setja á búkka og geyma hann. Svo bara lifa eins og munkur á medan á námi stendur.

_________________
Volvo 945 Túúúúúrbó

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Apr 2014 15:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
JonFreyr wrote:
Geyma hann. Setja á búkka og geyma hann. Svo bara lifa eins og munkur á medan á námi stendur.

Þú ert að misskilja. Ég ætla að fara út í skóla en ég ætla aldrei að flytja heim aftur.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Apr 2014 17:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 22:02
Posts: 3236
Location: Njarðvíkingur!
Danni wrote:
JonFreyr wrote:
Geyma hann. Setja á búkka og geyma hann. Svo bara lifa eins og munkur á medan á námi stendur.

Þú ert að misskilja. Ég ætla að fara út í skóla en ég ætla aldrei að flytja heim aftur.


Geyma bílinn, og shippa honum svo út seinna 8)

_________________
E39 525d Touring ´03
Toy Yaris T-Sport ´02
Yamaha R1 ´05


Alpina wrote:
M5 er testosterone.... Pamela Anderson,,,,, vs 540 er lufsa með spælegg eða drengjabringu.......


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Apr 2014 18:18 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Mon 12. Aug 2013 23:35
Posts: 170
Raggi M5 wrote:
Danni wrote:
JonFreyr wrote:
Geyma hann. Setja á búkka og geyma hann. Svo bara lifa eins og munkur á medan á námi stendur.

Þú ert að misskilja. Ég ætla að fara út í skóla en ég ætla aldrei að flytja heim aftur.


Geyma bílinn, og shippa honum svo út seinna 8)



Danni wrote:
Já, ég mun pottþétt sjá eftir þessu. En ef ég geri þetta ekki núna og læt þennan bíl halda mér á þessu skeri þá mun ég sjá meira eftir því í framtíðinni.

Það er fullt af flottum bílum í boði í Evrópu, sem gefa þessum ekkert eftir.


Fínt að halda honum líka á klakanum :)

_________________
BMW E39 523 97'
BMW E32 730iA 92'


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Apr 2014 21:36 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Jan 2012 19:48
Posts: 1209
Location: 203, Kópavogur
Danni wrote:
JonFreyr wrote:
Geyma hann. Setja á búkka og geyma hann. Svo bara lifa eins og munkur á medan á námi stendur.

Þú ert að misskilja. Ég ætla að fara út í skóla en ég ætla aldrei að flytja heim aftur.


Stór orð :?

_________________
1997 BMW E39 523iA [NS-013]


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Apr 2014 09:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
Ég var :shock: þangað til ég sá að þú stefndir út. Eina ástæan fyrir að láta slíkan bíl frá sér.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Apr 2014 14:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 11. Mar 2007 20:57
Posts: 1783
Location: Kaupmannahöfn
Ef ad thetta er ekki snidugur bíll til ad eiga heima thegar thu kemur heim i sumarfrí :) en ég skil thig vel, eg flyt aldrei aftur á klakann.

_________________
Volvo 945 Túúúúúrbó

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Apr 2014 17:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Yellow wrote:
Danni wrote:
JonFreyr wrote:
Geyma hann. Setja á búkka og geyma hann. Svo bara lifa eins og munkur á medan á námi stendur.

Þú ert að misskilja. Ég ætla að fara út í skóla en ég ætla aldrei að flytja heim aftur.


Stór orð :?


Sérstaklega eftir að þú stækkaðir þau svona mikið :D

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 30 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 45 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group