bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

alpina B3 3.3 Touring
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=65007
Page 1 of 2

Author:  URABUS [ Thu 06. Feb 2014 15:58 ]
Post subject:  alpina B3 3.3 Touring

Til sölu Alpina b3 3.3 touring
E46 - 46/146
Árg 2001
Ekinn 238,855 km

Boddyið er fáránlega vel farið og greinilegt að bíllinn hefur fengið topp viðhald alla tíð. Bíllinn er með úrbrædda vél en með ný upptekinni skiptingu frá Ljónsstöðum sem kostaði ca.370þús+vinnu, ekin innan við 100 km. frá upptekningu. Bæði vél og skiptingu er búið að taka úr þannig það er bara samsetning eftir. Búið er að renna sveifarásinn í 0,25 á stangarlegum en höfuðlegurnar eru standard. Vinna við varahlutaöflun er hafin en suma hluti má kaupa orginal BMW og jafnvel aftermarket en sumt þarf að kaupa beint frá Alpina þar sem ég er með samband við sölumann í varahlutum. Þau mail fylgja með í kaupunum.

Þetta er stráheill og bráðskemmtilegur bíll sem verður að komast í góðar hendur.

Verð: 1 millj en skoða tilboð. Engin skipti nema á góðum dýrari bíl.

Reyndi að setja inn myndir en þær komu ekki, þannig að ég get sent myndir á mail og ef einhver á myndir af honum má hann/hún endilega setja þær í þráðinn.

Uppl í einkapósti 8)

Ekkert skítkast og leiðindi í þennan þráð...

Author:  x5power [ Thu 08. May 2014 23:20 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

Flottur bíll ☺

Author:  Alpina [ Fri 09. May 2014 00:34 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

x5power wrote:
Flottur bíll ☺


Hehehe........

Author:  ta [ Fri 09. May 2014 17:58 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

Image

Author:  íbbi_ [ Fri 09. May 2014 18:05 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

þetta er alveg mögnuð bifreið. einhver sá alskemmtilegasti sem ég hef átt

Author:  rockstone [ Fri 09. May 2014 22:02 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

Það er ekkert lítið frábært að keyra þennan!

Author:  srr [ Fri 09. May 2014 23:50 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

íbbi_ wrote:
þetta er alveg mögnuð bifreið. einhver sá alskemmtilegasti sem ég hef átt


Ég veit að þér fannst gaman að keyra hann áfram,,,,,,en afturábak? :santa:

Author:  Aron [ Sat 10. May 2014 01:24 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

Skipti á e39 523i árgerð 1999 :D

Author:  íbbi_ [ Sat 10. May 2014 21:00 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

srr wrote:
íbbi_ wrote:
þetta er alveg mögnuð bifreið. einhver sá alskemmtilegasti sem ég hef átt


Ég veit að þér fannst gaman að keyra hann áfram,,,,,,en afturábak? :santa:



ég átti þennan bíl tvisvar. ferðaðist út um allt land á honum og notaði sem daily í fyrra skiptið. þannig að reynsla mín af þessum bíl byggist ekki á því þegar ég átti hann í fyrra, þetta er einhver alskemmtilegasti bíll sem ég hef ferðast á og notað.
ég hafði bara ekki tök á að gera við skiptinguna og lét hann því frá mér.

þessi bíll hefur verið í gríðarlega góðu viðhaldi og eflaust fengið betri meðferð og umhyggju en flestir svona spes bimmar sem rata hingað almennt.

Author:  x5power [ Sat 10. May 2014 22:46 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

finnst nú samt fúllt að fjöðrunin sem ég setti í á sínum tíma sé ekki lengur til staðar.

Author:  Alpina [ Sun 11. May 2014 11:18 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

x5power wrote:
finnst nú samt fúllt að fjöðrunin sem ég setti í á sínum tíma sé ekki lengur til staðar.


F2,,,,,,,,,,, er maðurinn sem gæti reddað því

Author:  x5power [ Sun 11. May 2014 20:34 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

grunar að ég geti reddað því sjálfur ;)

Author:  HelgiP [ Sun 01. Jun 2014 01:09 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

holy mother mig hefur dreymt um að eiga þennan...
hvað ætli varahlutirnir séu að kosta til að gera þenna góðan aftur??

Author:  x5power [ Sun 01. Jun 2014 04:37 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

þessi er seldur og er í mínum höndum í dag.
er búin að total rífa motorinn og er að mæla hann allan.
varahlutirnir í þetta er ekkert svakalega dýrt, skiptir jú mörg tugum þúsundum, en ekkert óyfirstíganlegt.
blóðlangar samt að fikta í þessu fyrst maður er með þetta svona galopið.

Author:  Alpina [ Sun 01. Jun 2014 11:31 ]
Post subject:  Re: alpina B3 3.3 Touring

x5power wrote:
þessi er seldur og er í mínum höndum í dag.
er búin að total rífa motorinn og er að mæla hann allan.
varahlutirnir í þetta er ekkert svakalega dýrt, skiptir jú mörg tugum þúsundum, en ekkert óyfirstíganlegt.
blóðlangar samt að fikta í þessu fyrst maður er með þetta svona galopið.


Búið að fikta,,,,,,, :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/