bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
2005 BMW X3 2.5L til sölu seldur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=64505 |
Page 1 of 1 |
Author: | Einsii [ Thu 26. Dec 2013 21:21 ] |
Post subject: | 2005 BMW X3 2.5L til sölu seldur |
Konan er ekki sammála mér en ég er einhvernvegin á því að ár sé passlegur tími til að eiga bíl ![]() Þessvegna fékk ég þá flugu í höfuðið að auglýsa fjölskildusportjeppann okkar til sölu. Þetta er semsagt eins og fram hefur komið 2005 X3 með M54B25 192hö, 240Nm mótor og 5 þrepa steptronic. Þessir bílar komu allir með X-Drive fjórhjóladrifskerfinu og voru þessvegna um tíma betri “jeppar” en stóri bróðirinn X5 sem fékk ekki X-Drive fyrren sirka ári á eftir þristinum. Þeir eru líka akandi sönnun þess að “margur er knár þótt hann sé smár”. Sérstaklega utanvegar eða í snjóakstri. Bíllinn er ekinn 159.000km í dag og kemur á góðum Goodyear UG500 nagladekkjum. Sumardekk á sömu 18” felgur fylgja einnig með. Búnaður bílsins er í anda E46 frá þessum tíma enda bílarnir mjög svipaðir að mörgu leiti. t.d. Leður, sportsæti, loftkæling, CD, raf rúður og speglar, Loftþrýstingsskynjun, Hill descent controll, hiti í sætum, aksturstölva, einhver sportpakki og allskonar fleira venjulegt dót. Þessi tengsl við E46 gera þessa bíla að einhverjum þeim áreiðanlegustu sem BMW hefur smíðað samkvæmt snillingum hjá Eðalbílum og mín reynsla styður þá kenningu. Ég skipti nýlega um dempara að framan og bremsuklossa að aftan, annað hefur ekki þurft að skoða utan við að annar lykillinn hefur átt það til að stríða mér. Bíllinn er að öðru leiti í flottu standi og alveg laus við ryð. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Ásett verð er 2.000.000kr Áhvílandi er bílasamningur frá Landsbankanum, hann stendur í 557.995 Afborgun 26.000kr Tvö ár eftir af honum. Skipti á stórum fólksbílum og öðru spennandi koma til greina. Einar Ingi S: 617-1751 einar@midlari.is |
Author: | Einsii [ Sun 29. Dec 2013 22:01 ] |
Post subject: | Re: 2005 BMW X3 2.5L til sölu |
Enginn setið fastur bölvandi í skafli á fólksbílnum nýlega? |
Author: | Einsii [ Sat 04. Jan 2014 20:20 ] |
Post subject: | Re: 2005 BMW X3 2.5L til sölu |
Slatti komið af skipti tilboðum. Bara ekkert sem hentar fjölskyldunni. Ég er samt alveg líklegur til að taka einhverju skemmtilegu boði svo endilega látið þau koma! Tilboð í gangi fyrir þá sem staðgreiða. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |