Jæja ég hef ákveðið að leyfa þessum að hanga á sölu í einhvern tíma vegna tíma og metnaðarleysis.
Þetta er s.s. BMW E36 sem er tilvalinn í uppgerð.
Bíllinn er fjólublár á litinn eða Daytona Violet eins og hans rétta nafn er.
Bíllinn fer í gang en það er farið að heyrast í stangarlegonum. Eftir að það fór að heyrast í þeim var honum lagt og gekk þá einhver á bílinn og stálu af honum, brutu í honum rúðu og fl.
Þannig að það sem þyrfti að gera fyrir bílinn er eftirfarandi:
-Skipta um stangarlegur.
-Setja á hann framstuðara.
-Setja á hann framljós.
-Setja á hann hliðarlista og stefnuljós.
-Setja á hann spegla.
-Fá í hann ný sæti og hurðaspjöld.
-Fá í hann nýja hliðarrúðu.
-Laga/skipta um frambretti.
Bíllinn var fluttur inn 2010 og er ekki skráður tjónabíll og hefur ekki lent í neinu umferðaróhappi svo best svo ég viti.
Einni er bíllinn riðlaus fyrir utan neðsta part í frambrettum.
Lakkið getur komið vel út ef bíllinn fær mössun.
Gírkassi er þéttur og góður, með öll sincro í 100% standi.
Bíllinn er með stýrið hægrameginn, sem venst fljótt og er að mínu mati bara öðruvísi og töff.
Ekkert drif er í bílnum en honum fylgir opið drif sem og annar framstuðari.
Ég set á bílinn 500.000kr og er það fast staðgreiðsluverð sem er nú bara verðið á kraminu sé það í lagi.(S50B30 286hp orginal)
Ég tala nú ekki um M3 bremsur, fjöðrun og leira.
Svona bíll er líka að seljast hátt á aðra milljón í góðu standi.
Ég skoða engin skipti svo það er tilgangslaust að bjóða mér skipti eða einhverja þá upphæð sem er lægri en 500.000.Hægt er að hafa samband í einkaskilaboðum, eða í síma 7763010 Gunnar.
Ég á erfitt með að svara síma í vinnuni svo það er betra að senda skilaboð
ATH. Myndin sem er af bílnum er þegar hann var uppá sitt besta og lýtur EKKI svona út í dag
