bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 09:55

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 26. Aug 2013 21:00 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 09. Nov 2005 13:57
Posts: 32
Location: Reykjavík
Til sölu þessi beinskipti E36 316i með M-Tech útliti og fjöðrun.
Framleiddur 26.9.1997 en fyrst skráður 1.7.1998. Fluttur inn nýr af B&L.
Bíllinn er ekinn 195.813 km þegar þetta er skrifað.
Ég er búinn að eiga hann síðan 2.9.2011, þá ekinn 181þ km.

Þetta er ágætis snattari sem hefur reynst mér vel og M-fjöðrunin gerir hann skemmtilegan í akstri þótt vissulega mætti aflið vera meira. Ég keyri hann bara innanbæjar í vinnu og skutl, og hefur mæld eyðsla hjá mér við þær aðstæður verið 10-11 lítrar/100km. Uppgefin eyðsla á svona bíl er 10.4 innanbæjar, 6.8 langkeyrsla og 7.4 blandað.

Það sem ég hef gert fyrir hann:
Ný heilsársdekk í 184þ km.
Nýr endakútur og hvarfakútur í 188þ km.
Síðast smurður í 195þ km.
Skoðaður athugasemdalaust í janúar 2013.

Ástand:
Lakkið er ekki sem best, það er komið yfirborðsryð í húddkant, brettakanta og einhverjar hurðar. Laghentari maður en ég getur eflaust gert lakkið meira aðlaðandi með smá ást og svita.
Listi á fram farþegahurð dottinn af, en fylgir með í lausu.
ABS ljós logar stundum og stundum ekki. Fékk ekki athugasemd á það í skoðun síðast.
Miðstöðin blæs ekki sérlega heitu lofti. Vatnshitamælir á mótor sýnir venjulega eitthvað aðeins minna en miðjuna. Geri ráð fyrir að það tengist eitthvað.
Göt í báðum framsætum, í lærastuðning nær dyrum (eins og vill gerast með sportsætin).

Staðgreiðsluverð 350.000
Skiptiverð 450.000


Staðgreiðsla er æskilegust.
Einu skiptin sem koma mögulega til greina eru á dýrari BMW sem ekki er fáránlega verðlagður. Skoða ása, þrista og fimmur, enga hauga, ekki 2ja/3ja dyra, beinskipt betra, max 2 mills.

Áhugasamir hafið samband í einkaskilaboðum.

Upplýsingar úr ökutækjaskrá:

Skráningarnúmer: BU941
Fastanúmer: BU941
Verksmiðjunúmer: WBACA71000JE35760
Tegund: BMW
Undirtegund: 3
Litur: Svartur
Fyrst skráður: 01.07.1998
Staða: Í lagi
Næsta aðalskoðun: 01.01.2014
C02 losun (gr/km):
Eiginþyngd (kg): 1310

Fæðingarvottorð:

Type Value
VIN WBACA71000JE35760
Type code CA71
Type 316I (EUR)
E series E36 (4)
Series 3
Type LIM
Steering LL
Doors 4
Engine M43
Displacement 1.60
Power 75
Drive HECK
Transmission MECH
Colour COSMOSSCHWARZ METALLIC (303)
Upholstery STOFF AMARETTA SIERRAROT (E7ZR)
Prod.date 1997-09-26

Code Description (interface) Description (EPC)
S240A LEDERLENKRAD Leather steering wheel
S246A LENKSAEULENVERSTELLUNG MECHANISCH Manually adjust. steering column
S296A LM RAEDER/CLASSIC BMW LA wheel, Classic
S302A ALARMANLAGE Alarm system
S320A MODELLSCHRIFTZUG ENTFALL Deleted, model lettering
S411A FENSTERHEBER,ELEKTRISCH VORN/HINTEN Window lifts,electric,front/rear
S423A FUSSMATTEN IN VELOURS Floor mats, velours
S428A WARNDREIECK Warning triangle and first aid kit
S431A INNENSPIEGEL,AUTOMATISCH ABBLENDEND Interior mirror with automatic-dip
S441A RAUCHERPAKET Smoker package
S481A SPORTSITZE FUER FAHRER/BEIFAHRER Sports seat
S498A KOPFSTUETZEN IM FOND Headrests, rear, mechanically adjustable
S520A NEBELSCHEINWERFER Fog lights
S534A KLIMAAUTOMATIK Automatic air conditioning
S669A RADIO BMW BUSINESS RDS Radio BMW Business RDS
S672A CD WECHSLER 6-FACH CD changer for 6 CDs
S690A CASSETTENHALTERUNG Cassette holder
S704A M SPORTFAHRWERK M Sports suspension
S715A M AERODYNAMIKPAKET M Aerodynamics package
S719A SPORT EDITION Sports Edition

S775A INDIVIDUAL DACHHIMMEL ANTHRAZIT Headlining anthracite
S785A WEISSE BLINKLEUCHTEN White direction indicator lights
S832A BATTERIE IM KOFFERRAUM Battery in luggage compartment
S850A ZUSAETZL. TANKFUELLUNG EXPORT Additional Export tank filling
S853A SPRACHVERSION ENGLISCH Language version English
S863A SERVICE KONTAKT-FLYER EUROPA Retailer Directory Europe
S880A ENGLISCH / BORDLITERATUR On-board vehicle literature English
S925A VERSANDSCHUTZPAKET Transport protection package
S548A KILOMETERTACHO Kilometer-calibrated speedometer
S686A ANTENNENDIVERSITY Antenna-Diversity

Nokkrar óhreinar myndir:

Image

Image

Image

Image

Image

/Kjartan


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 05. Sep 2013 19:04 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 09. Nov 2005 13:57
Posts: 32
Location: Reykjavík
...and it's gone

_________________
E46 325i 2003


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group