bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 Cabrio '89 >SELD<
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=62447
Page 1 of 2

Author:  ömmudriver [ Thu 18. Jul 2013 22:29 ]
Post subject:  BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

Til sölu eitt stykki kramlaus E30 blæjubíll sem vantar gott heimili.

BMW E30 3xxC
Árg. 1989
Ekinn: 20x.xxxkm.
Blóðrautt leður
Manual sportsæti með hita og lumbar support í framsætum og buckets með hauspúðum afturí.
Nýleg manual blæja
Rafmagn og hiti í speglum
CD spilari með útvarpi
Check control talva
Leðurklætt Mtech I stýri
14" Baskeweaves álfelgur

Ég er búinn að eiga bílinn síðan í nóvember 2007 en hann var fluttur inn til landsins í júní 2005 af Smára Lúðvíkssyni og er hann upprunalega E30 325iC. Planið mitt er/var að setja M60B40 í húddið á bílnum og er ég því búinn að selja úr honum vélina og gírkassan ásamt nokkrum öðrum hlutum sem ekki þarf í M60 swappi. Bíllinn hefur staðið að mestu inní upphituðu rými síðastliðin þrjú-fjögur ár og situr þar nú í dag án framsvuntu, -stuðara, grilla, og aftursvuntu,-stuðara. Boddýið sjálft er í þrusugóðu ástandi og er botninn með öllu ryðlaus rétt eins og restin af bílnum að undanskyldu smávegis ryði í vélarrými. Brettin á bílnum er rúlluð og "flare'uð" og hefur lakkið átt betri daga en í dag er silfurlitað skottlok á bílnum með Mtech I spoiler og er ný framrúða í bílnum. Toppirinn er í mjög góðu standi enda nánast nýr en það þarf að stilla rúðurnar og toppinn eftir að skipt var um hann og eru nú nýjar pumpur í blæjulokinu. Innréttingin er sú flottasta í E30 hér á landi að mínu mati og er í mjög góðu standi.
Með bílnum fylgir ný og ómáluð OEM pre-facelift framsvunta, pre-facelift kastarar í topp standi, Mtech I framsvunta, Mtech I aftursvunta og afturstuðari.
Fjöðrunin í bílnum er í góðu standi með Bilstein sport framdempara(2008), Hartge lækkunargorma en ég veit ekki hvernig afturdemparar eru í bílnum.
Það er E30 stýrismaskína í bílnum með nýjar hosur og nýja ytri stýrisenda en þeir innri eru ónýtir.
Ný bensínsía er í bílnum og bensíndælan er síðan 2008.


Image

Image

Image

Þessi elzka er seld!

Öll skítköst eru pent afþökkuð.

Author:  thorsteinarg [ Thu 18. Jul 2013 22:52 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89

Ef ég ætti þennann grip myndi ég aldrei selja hann ! Svo góður grunnur að sjúúkum bíl !
Annars geggjaður bíll :thup:

Author:  Alpina [ Thu 18. Jul 2013 23:01 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89

Fínt verð
8)

Author:  srr [ Fri 19. Jul 2013 02:14 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

Var bara að sjá þetta núna,,,leiðinlegt að missa af þessum.,,,,hefði alveg verið til í e30 cabrio.

Author:  Alpina [ Fri 19. Jul 2013 08:47 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

srr wrote:
Var bara að sjá þetta núna,,,leiðinlegt að missa af þessum.,,,,hefði alveg verið til í e30 cabrio.


:lol:

Author:  sh4rk [ Fri 19. Jul 2013 09:41 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

Hefði verið til í framsætin úr bilnum

Author:  einarivars [ Fri 19. Jul 2013 11:28 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

ekki lengi að seljast..

hver á þennan í dag?

Author:  bErio [ Fri 19. Jul 2013 12:08 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

Hver var prísinn?

Author:  Danni [ Fri 19. Jul 2013 12:33 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

500kall var ásett allavega.

Author:  Birgir Sig [ Fri 19. Jul 2013 12:34 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

Hvaða asni keypti hann, það er að koma vetur

Author:  Danni [ Fri 19. Jul 2013 12:39 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

Birgir Sig wrote:
Hvaða asni keypti hann, það er að koma vetur


Kom einhverntíman sumar? :lol:

Author:  Danni [ Mon 16. Sep 2013 23:37 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... E30-Cabrio

Það er naumast að ein M20B20 kostar mikið :mrgreen:

Author:  auðun [ Tue 17. Sep 2013 07:13 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

Verðið hjá ömmudriver var óeðlilegt að mínu mati. Ekki bigga.

Author:  Danni [ Tue 17. Sep 2013 07:29 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

auðun wrote:
Verðið hjá ömmudriver var óeðlilegt að mínu mati. Ekki bigga.


Ég sagði aldrei að þetta væri óeðlilegt verð. Er alveg sammála þér.

Author:  einarivars [ Tue 17. Sep 2013 19:41 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio '89 >SELD<

er biggi buinn að selja þennan bil ? sá eh krakka á honum i dag

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/