bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

SELDUR TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=61692
Page 1 of 2

Author:  Axel Jóhann [ Sun 26. May 2013 23:46 ]
Post subject:  SELDUR TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA

Þessi er til sölu, 525i árgerð 1993 ekinn 251.000km í dag, mótor er í topp standi, hreyfir ekki olíu og virkar mjög vel, ég kaupi bílinn 2009 með ónýtt hedd og ég fékk ég notað hedd í hann sem var tekið í gegn áður enn ég setti svo saman, þá var bíllinn ekinn 216.000km þá setti ég í hann nýja vatnsdælu, kerti og allar pakkningar í efri hluta mótors. Svo skipti ég um kúplingu í honum 2011, hún er enn í mjög fínu standi. Það er í honum svört leður innrétting með manual sportstólum frammí og armrest afturí með hólfi. Það er manual topplúga í bílnum.


Einnig setti ég í hann nýja dempara og gorma, frammdempararnir eru frá Super Sport og rideið er virkilega fínt, 60mm lækkunargormar að framan og svo að aftan eru KW demparar með 40mm BavAuto gormum. Það er í honum núna soðið drif með 4,27 hlutfalli sem hentar reyndar mjög vel í driftið uppá braut, enn krús hraðinn er í hærra lagi eða 3500RPM @100kmh með fylgir 3,23 drif með ónýtri læsingu.

Ég skipti um alla spindla í honum fyrir rúmelga ári síðan og núna um daginn millibilsstöng og stýrisenda svo að hjólabúnaður er í topplagi, einnig er ný hjólalega v/m að aftana og diskar og klossar að framan og aftan eru nýlegir líka.


Það er opið púst undir honum, búið að fjarlægja hvarfakútana og kominn tvöfaldur opinn endakútur svo að það heyrist svoldið almennilega í honum.



Gallar:

Lakkið er ekki gott, og það eru dældir og ryðbólur hér og þar enn svosem ekkert eitthvað hræðilegt, það er smá gat á öðrum síls eftir að hann rann til á tjakk, ekki vegna ryðs. Ég á 4x hurðar sem eru í góðu standi enn öðrum lit sem fylgja honum, hann er með V8 húdd enn það fylgir honum líka orginal húddið sem er í sama lit og bíllinn. Skottlokið er í öðrum lit með OEM M5 spoiler.

Handbremsa virkar ekki, það þarf að skipta um rykhlífarnar að aftan sem halda handbremsuborðunum.
Rafmagn í rúðum framan og aftan, virkar ekki h/m aftan og samlæsingarmótor þeim megin virkar ekki heldur.

Þetta er 20 ára bíll svo að það er hitt og þetta sem mætti fara betur enn það er alveg mjög fínt að keyra hann og gaman að "Drifta" á honum svo að þetta er tilvalið fyrir einhvern í driftið eða grunnur að góðu projecti.

Hann selst á 15" style 2 álfelgum á skítsæmilegum dekkjum.
Hann er með 0 í endastaf svo að hann er skoðaður til 31.12.2013

Ásett verð 399.000 eða besta tilboð, það er margt mjög gott í þessum bíl og slatti potential í eitthvað apparat.

Uppls í síma 695-7205 ég nenni ekki að svara SMS skilaboðum, menn geta hringt ef þeir hafa áhuga á að vita meira eða koma skoða.


Hér eru nokkrar myndir, þessar 18" felgur fylgja ekki með.

Innréttinging er svona
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  Axel Jóhann [ Mon 27. May 2013 17:39 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Hva enginn áhugi? :D

Author:  Axel Jóhann [ Tue 28. May 2013 20:34 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Mega staðgreiðslutilboð í boði! :)

Author:  Axel Jóhann [ Wed 29. May 2013 13:10 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Klár í driftið

Author:  Softly [ Wed 29. May 2013 17:45 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Hvað er mega staðgreiðslutilboð? :)

Author:  Axel Jóhann [ Wed 29. May 2013 17:47 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

320.000 cash góð fjöðrun, góður mótor, góður kassi, eftirsótt innrétting, klár í driftið.

Author:  Jón Ragnar [ Wed 29. May 2013 21:49 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Hann er kannski ekki sá flottasti.

En það er gaman að spóla á þessu og fullt af góðum hlutum í honum

Erfitt að fá meira fyrir peninginn í drift

Author:  bErio [ Thu 30. May 2013 09:25 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Grín verð

Author:  HolmarE34 [ Thu 30. May 2013 17:31 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

er m5 innréttingin í þessum ?

Author:  Róbert-BMW [ Thu 30. May 2013 20:59 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Gott verð ! ! !

Author:  arnar.rafnsson [ Thu 30. May 2013 21:54 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

[quote="Axel Jóhann"]Þessi er til sölu, 525i árgerð 1993 ekinn 251.000km í dag, mótor er í topp standi, hreyfir ekki olíu og virkar mjög vel, ég kaupi bílinn 2009 með ónýtt hedd og ég fékk ég notað hedd í hann sem var tekið í gegn áður enn ég setti svo saman, þá var bíllinn ekinn 216.000km þá setti ég í hann nýja vatnsdælu, kerti og allar pakkningar í efri hluta mótors. Svo skipti ég um kúplingu í honum 2011, hún er enn í mjög fínu standi. Það er í honum svört leður innrétting með manual sportstólum frammí og armrest afturí með hólfi. Það er manual topplúga í bílnum.


Hér eru nokkrar myndir, þessar 18" felgur fylgja ekki með.

Innréttinging er svona
Image

Image

VARLA ALVEG SVONA ER ÞAÐ?
LEÐUR Í STOKKNUM Á MILLI OG LEÐUR HANSKAHÓLF?
FLOTT SAMT AÐ NOTA MYNDIRNAR MÍNAR :thup:

Gangi þér vel með söluna bara inréttingin í þessu er rock N roll

Author:  Snaei28 [ Thu 30. May 2013 23:34 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Hahahha var einmitt bara eh bíddu vadd er þetta ekki svartur bíll eða eitthvað !!!! :santa:

annars flottur bíll, væri til í'ann!

Author:  Axel Jóhann [ Thu 30. May 2013 23:35 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 399.000

Sætin eru nákvæmlega eins, og hurðaspjöld, en ekki leðraður miðjustokkur, ég fékk þessa mynd lánaða :)

Author:  Axel Jóhann [ Fri 31. May 2013 00:15 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 300.000 CASH

300.000 FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR! 695-7205

Author:  gunnar [ Fri 31. May 2013 09:21 ]
Post subject:  Re: TS: E34 525i 1993 5spd DRIFTGRÆJA 300.000 CASH

Ég er alvarlega að hugsa um að kaupa þetta og eiga sem driftbíl....

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/