bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 750 10.11.1997. Bíllinn orðinn klár [Seldur] https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=60178 |
Page 1 of 3 |
Author: | anger [ Fri 22. Feb 2013 20:39 ] |
Post subject: | BMW 750 10.11.1997. Bíllinn orðinn klár [Seldur] |
Er með stórkostlegan 750 til sölu. (myndir eru frá fyrri eigendum, skal taka þær út ef þeir vilja.) ![]() ![]() ![]() Í hanskahólfinu er BMW mappan og í henni er að finna. Orginal þýskar BMW bækur um bílinn, útvarp og MID, Símann, hótel í þýskalandi og kortabók með þjónustustöðum fyrir BMW. Stútfull þjónustubók frá upphafi. 8 skoðunarvottorð þar af 6 án ATH, eitt með lagfæringu á ljós og eitt með endurskoðun á spindilkúlur. 23 reikningar frá 5 aðilum (mest frá Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðinns á Akureyri, B&L og Tækniþjónustu bifreiða) Á þeim er meðal annars: Rafgeymir, Bremsuklossar diskar og skynjarar, Vatnsdælur reymar og fleira, Olíuskipti, Geislaspilari, Þurkublöð, Inspektion 2, lykill, listar á hurðir, barki í hurðaopnara og fullt af öðru stöffi. samtals upp á 1.012.349kr Einhver eigandaskipti og fleyri pappírar. Tegund og gerð: BMW 750i e38 * Árgerð 1997 * Akstur 311.xxx * Litur Grænn * SSK/BSK SSK · Rafmagn í sætum (báðum framsætum, minni í bílstjóra) · Rafmagn í speglum (tengt minni í bílstjórasæti) · Xenon-ljós (frá verksmiðju ekki after-market) · Sjálfvirk hæðarstilling á ökuljós · Sjálfdimmandi baksýnisspegill · Þokuljós í stuðara · Dökkar rúður afturí · Rafmagnsgardína í afturglugga · Gardínur í hliðargluggum afturí · Skriðstilli · Leður · Alpine CD með tengi fyrir iPod (í hanskahólfi) og takkar í stýri virka (græjað af Nesradíó í apríl 2008) · Tvívirk topplúga · Sími (milli framsæta og í armpúða afturí) · Hiti í fram og aftursætum · Spólvörn · 17“ vetrardekk á felgum (Mitschelin Ice-X north, ný og góð, negld) og góð sumardekk. · Búið að endurnýja millibilsstöng, fóðringar fram/aftur, vatnsdæla, bremsyr o.fl. á síðustu 3 árum · ný vatnsdæla feb 2011 · 2 lyklar. · Krókur í skottinu sem hægt er að tengja við afturstuðarann. · Varadekk og græjur Vehicle information VIN long WBAGG21080DG25808 Type code GG21 Type 750I (EUR) Dev. series E38 () Line 7 Body type LIM Steering LL Door count 4 Engine M73 Cubical capacity 5.40 Power 240 Transmision HECK Gearbox AUT Colour OXFORDGRUEN METALLIC (324) Upholstery STANDARDLEDER/ENGLISCHGRUEN (N8EG) Prod. date 1997-10-30 Order options No. Description 235 TRAILER-HITCH WITH REMOVABLE HEAD 261 SIDE AIRBAG FOR REAR PASSENGERS 401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC 416 SUNBLINDS 423 FLOOR MATS, VELOUR 428 WARNING TRIANGLE 430 INT/EXT RR VW MIRROR W AUT ANTI-DAZZLE 441 SMOKERS PACKAGE 494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER 496 SEAT HEATING FOR REAR SEATS 522 XENON LIGHT 622 SEC.HANDSET IN RR COMPARTMENT F PHONE 629 CAR TELEPHONE (GSM) W CARD READER FRONT 761 INDIVIDUAL SUN PROTECTION GLAZING 801 GERMANY VERSION 863 EUROPE/DEALER DIRECTORY 879 GERMAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET 915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION Series options No. Description 202 STEPTRONIC 214 AUTOMATIC STABILITY CONTROL+TRACTION 216 SERVOTRONIC 220 SELF-LEVELING SUSPENSION 245 STEERING COLUMN ADJUSTMENT ELEC 260 SIDE AIRBAG DRIVER/FRT PASSENGER 262 HEAD AIRBAG 295 LT/ALY WHEELS/STAR SPOKE 96 302 ALARM SYSTEM 438 WOOD TRIM 456 COMFORT SEATS, ELECTRIC. ADJUSTABLE 473 ARMREST, FRONT 500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING 534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING 548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING 555 ON-BOARD COMPUTER 806 3RD STOP LIGHT Information No. Description 415 SUNBLIND FOR REAR WINDOW 431 INTERIOR RR VW MIRROR W AUT ANTI-D Smá um viðhald frá fyrri eiganda frá árinu 2011. ALLt viðhald um bílinn frá árinu 2008 er her :http://www.blyfotur.is/viewtopic.php?t=5026&postdays=0&postorder=asc&start=0 Eftir þann eiganda hélt fyrri eigandi áfram að með bókhaldið, Skipt um kerti 21 mars 2011 En núna er víst komið að fyrsta pósti í bókhaldi. Þetta er reyndar frá kaupdegi sem var 23 feb, þannig að rétt rúmur mánuður. Og þennann mánuðinn voru eknir 1.755km fyrir samtals 151.090kr sem skiptast þannig: Bensín 69.123kr Vökva og síuskipti á skiptingu unnið á verkstæði 49.181kr Kerti 25.738 Þrif (5L tjöruhreinsir) 4.548kr Vökvi á hleðslujafnara 2.500kr kr/km 86 Á tankinn fóru 311 lítrar af bensíni sem gerir 17.72 L/100km April Bílnum var ekið 1.518km þennann mánuðinn fyrir samtals 64.283kr Bensín 57.774kr Balance á sumardekk 3.402 Bón og felguhreinsir á Sumardekk 3.107 kr/km 42 Á tankinn fóru 250 lítrar af bensíni sem gerir 16.47 L/100km Mai Bílnum var ekið 1.161km þennann mánuðinn fyrir samtals 92.183kr Bensín 48.618kr Hjólastillingarævintíri sem tók viku... 43.565kr kr/km 79 Á tankinn fóru 208 lítrar af bensíni sem gerir 17.9 L/100km Greinilegt að ég snattaði of mikið innanbæjar. Var reyndar magnað þegar ég fór að sækja fellihýsi yfir í fnjóskadal, man ekki eftir því áður að hafa stundað framúrakstur dragandi fellihýsi upp víkurskarðið.. (Já ég varð að prófa ![]() En já þetta eru leiðinlega dýrir mánuðir, veit að júni verður ekkert ódýrari því sjálfsagt verður eitthvað farið lengri túra og ég á hleðslujafnara dempara niðri á pósthúsi sem fer í bílinn fljótlega... Mai Mánaðarmót! Og þessi var dýr!! Bíllinn var notaður 1.417km fyrir samtals 128.259kr = 91kr/km ![]() Bensín var 57.360kr =240L @16.9l/100 Dempari 70.899kr Það sem fór alveg með þennann mánuð er þessi dempari, Eitt stk á 70þúsund!!! En þetta er LAD dempari og þykir nokkuð gott að ná honum fyrir "bara" þennann pening. Hann er reyndar ekki farinn í bílinn enn, þá bætist við einhver peningur í vökvann á kerfið. Vantar júnímánuð Júlímánuð var bíllinn notaður nokkuð vel.. keyrður 2.230km í það fóru 327L af bensíni fyrir skitinn 75.984 kall ![]() Eyðsla var hófleg, eða 14,6l/100km Annar kostnaður var 50.000 í sumardekk og 1.300kr í bón. Heildar skaði 127.314kr eða 57kr á km Bíllinn stendur mér núna í síðan ég eignaðist hann 563.129kr. per mánuður 112.626 308.859 í bensín. per mánuður 61.772 62.387 í annann rekstur. per mánuður 12.477 191.883 í viðhald þar inni. Hleðslujafnarademparinn góði, hjólastylling, service á skiptingu og kertin öll 12 ![]() Meðal eyðsla 16.7L Eknir km 8.094 Krónur á kílómeter 70 sléttar ágúst En allavega þá stendur mánaðarlegur meðalkostnaður í dag í 121.089kr Þar af bensín að meðaltali 62.877kr Rekstur að meðaltali 26.231kr og viðhald að meðaltali 31.981kr Kr/Km 74kr Sem myndi gera 21,7 milljónir tæpar ef þetta hefði verið konstant kostnaður frá því að bíllinn var nýr ![]() Ekinn 292.700 btw En ágúst: Ekinn slétta 1.700km Kostaði 64.405kr þar af bensín 64.405 ![]() Kostnaður á kílómeter 38kr Setti á hann 291L af eldsneyti meðaleyðsla í hærri kantinum eða rétt rúmir 17L/100km September: Notaður 1.132km Eyðsla: 16,78 Lítrar: 190 fyrir 43.843kr Olíuskipti: 18.500kr, Þar inni 10L af 5W30 og 2.500kr í aðstöðuleigu 55kr/km Október: Notaður: 929km Eyðsla: 18.95 Lítrar: 176 fyrir 39.898kr Pixelfix á aksturstölvuna: 12.431kr borðinn, perur og innflutningskostnaður þar inni. Stífusafn sem ég keypti á kraftinum (4stk): 20.000kr Góður díll ef þú spyrð mig, kostar einhverja formúlu frá umboði. 78kr/km Það vantar nokkra manuði eftir þetta, en eg kaupi bílinn sumarið 2012. Ég kaupi hann í 100% standi, fyrir utan smá tjón á framstuðara,sem verður lagað á næstu dögum. En eg er buinn að vera erlendis mest megnis og bíllinn lítið notaður síðan, en var hreyfður þó annan hvern dag. Bíllinn er í 99.99993% ástandi. Allt virkar, hver einustu pixlar virka og og allir takkar. Bíllinn er ótrúlega sprækur, aldrei verið sparað krónu í viðhald seinustu 6 ár. Ég hef átt e38 740 áður og eyðslan á honum var 16-17. Ég hef átt nokkra e32 750 og eyðslar á þeim var 20-23. Eyðslan hja þessum hjá fyrri eigundum var oftast í kringum 18, en hun stendur í 17.3 hja mer. Innanbæjar, eg hef aldrei farið útá land á honum. Aðfelling spegla virkar hinsvegar ekki, og lakkið er alveg ekki upp á sitt besta. Það er buið að bletta í ryð á skottloki, svo þarf að gera einhverjar aðgerðir með ryð við sílsann og frambrettin (báðum megin) Það eru einu gallar. Einhver dóni stal reyndar speglahlífinni vinstra megin um daginn, en henni verður reddað. Bíllinn er keyrður mikið, en það finnst ekkert á því. Ég á eftir að fara með hann í skoðun sem á að gerast í þessum manuði eða næsta. Svo er kominn tími á smurningu. Ég tappaði þó af skiptingunni og setti glænýja olíu á hana og síu í þessum mánuði. Ég myndi sjálfur halda að þetta sé algjörlega með þeim betri eintökum af e38 á landinu, en ætla ekki að vera dæma aðra bíla. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Verðið er 900.000 STGR. Ekki skipti verð. Mjög sanngjart verð., skoða skipti á ódýrari og dýrari, helst BMW eða Benz, jafnvel Audi. Brynjar 8658191 (ekkert eitthvað margra milljón króna bíla, og ekki einhver hræ, nema millipeningurinn sé þess virði , og eg vill ekki vera leiðinlegur en eg nenni ekki ungum krökkum sem vilja bara prufa, sýnið mér allavega að þið eigið peninginn ![]() |
Author: | BOKIEM [ Fri 22. Feb 2013 21:00 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
Ein flottasta auglýsing sem ég hef séð á kraftinu. Mjög flottur bíll hjá þér og gangi þér vel með söluna ![]() |
Author: | anger [ Fri 22. Feb 2013 21:15 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
Takk fyrir, það er eitt og annað sem hef gleymt að nefna, eg held þessu updateuðu. Ef lakkið væri betra, þá væri þetta eintak nánast eins og nýtt. Ekkert tikk frá vél eða neitt. Happy bidding |
Author: | anger [ Fri 22. Feb 2013 21:22 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
Og að sjálfsögðu dropar ekki 1 dropi úr honum, og brennir engri olíu. Og nagladekkin eru svo rosalega góð, standa allir svona 5mm uppúr dekkjunum,liggur við, fer gjörsamlega fer allt. sama hversu mikill klaki er. |
Author: | íbbi_ [ Fri 22. Feb 2013 21:24 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
æðislegur bíll |
Author: | Alpina [ Fri 22. Feb 2013 23:36 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
íbbi_ wrote: æðislegur bíll Hvort hann er ![]() |
Author: | Angelic0- [ Sat 23. Feb 2013 02:24 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
Allra steiktasta bókhald yfir bifreið ever... BARA töff auglýsing ![]() |
Author: | anger [ Sat 23. Feb 2013 04:36 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
B real ![]() |
Author: | anger [ Mon 25. Feb 2013 17:11 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
Keypti nýjan rafgeymi = 35.000 Nýjar rúðuþurkur= 15.000 (???) núna í febrúar |
Author: | anger [ Sat 09. Mar 2013 21:24 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
eydsla 16.8 (((bara innanbæjar))) |
Author: | anger [ Wed 27. Mar 2013 12:41 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
Kominn með 14 skoðun ![]() |
Author: | Angelic0- [ Thu 28. Mar 2013 22:03 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
Tíu millilítrar af Sustanon og fjórar anadroltöflur... málið dautt ![]() |
Author: | Kristjan PGT [ Fri 29. Mar 2013 00:42 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
Angelic0- wrote: Tíu millilítrar af Sustanon og fjórar anadroltöflur... málið dautt ![]() Hvað ertu að rugla? Afhverju ertu að bjóða manninum einhverja stera hérna á þessu ágæta spjalli? |
Author: | anger [ Fri 29. Mar 2013 16:46 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
sterar þurfa mig |
Author: | Angelic0- [ Sat 30. Mar 2013 00:52 ] |
Post subject: | Re: BMW 750 10.11.1997. |
anger wrote: sterar þurfa mig ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |