Er með BMW 750 e38 árgerð 97 til sölu
Bíllinn er á 16" ekkert svo alltof góðum dekkjum
Hann er dökkgrænn, svart leður, vel með farinn að innan, keyrður 180 þúsund, góðir diskar og klossar og svo þetta típíska BMW vandamál, pixlarnir farnir.
Ég er búinn að eyða pínu pening í hann, t.d.
Nýr knastásskynjari, kerti, vacuum membrur aftan á ventlalokinu, nýupptekinn startari, lækkunargormar að framan, fremri súrefnisskynjarar, vatnsforðabúr og skynjara og 2 nýir hvarfakútar.
Bíllinn nýlega smurður, vél, drif og kassi, nýleg olíusía og bensínsía.
En það þarf að ditta smá að honum, enda 15 ára gamall bíll.
Abs ljósið logir, og samkvæmt lestri, er abs relay farið.
airbag ljosið logir einnig, eitthver skynjari farinn, ætti ekki að vera dýrt, henti samt út villunni og þá fór ljósið í 2 mánuði, gæti þess vegna verið eitthvert sambandsleisi.
Svo þegar maður setur í bakkgír og bakkar, þá bakkar maður í ca 2 sek og þá er eins og bakkgírinn slái út, þar til maður gefur honum smá inn þá dettur hann inn, ekki huuuugmynd um hvað það gæti verið
Ég finn það að bíllinn er ekki aaaalveg jafn kraftmikill og hann á að vera, en lagaðist um 70% eftir að ég skipti um hvarfakúta, en ég gruna airflowmeter-ana en bíllinn hendist samt úr sporunum.
Eins og ég segi, þarf smá viðhald, annars er rosalega gott að keyra hann, keyri hann soldið útá land og er eyðslan um 11 þar, auðvitað soldið meira innanbæjar.
En ég er að spá í svona 500 þúsund fyrir hann eða tilboð, skoða einnig skipti á öðrum bíl.
Annars hlusta ég á öll dóna tilboð
Myndir neðar...
Edit: Lækkað verð.... 350 þúsund, þarf að losna við hann, nenni ekki að borga tryggingar af bíl sem ég nota ekki
Nýjar myndir teknar í dag









