Til sölu 11/2004 E87 116iEkinn 178.000km
Bílinn kaupi ég fyrir ekki löngu síðan af frænda mínum sem kaupir hann 2007.
Bíllinn hefur verið á Akureyri síðan þá og þar áður í eigu Norðurfisk á Akranesi.
Þegar ég eignast hann læt ég umboðsverkstæði BL á Akureyri fara yfir allann bílinn og laga það sem betur mátti fara.
Það sem gert var er til dæmis að taka bremsur í gegn, Skipt um og uppfærður tímakeðjustrekkjarinn, skipt um kerti og allar olíur, skipt um fóðringar í gírskipti og eitthvað fleira smálegt.
Semsagt bíllinn bara gerður góður áður en ég flutti svo með hann og nota sem snattara í borginni.
Þetta eru merkilega sprækir bílar og sérstaklega liprir, hefur sennilega mest með það að gera að hann er ekki nema 1200kg
Hann er ekkert sérstaklega mikið búinn. eina sem mér dettur í hug sem aukabúnaður fram yfir standard E87 eru betri græjurnar með 2x8” hátölurum undir framsætunum.
Ég er búinn að keyra þennann bíl yfir 9.300km á þeim 5 mánuðum sem ég hef átt hann og hann ekki sleigið feilpúst (ferðaðist mikið í sumar).
Bíllinn er á negldum vetrardekkjum og með honum fylgja sumardekk á sömu 16” álfelgurnar.
Bíllinn er alveg riðlaus, enda séð lítið af salti
Þrátt fyrir töluverðann akstur er hann þéttur og mjög skemtilegur í akstri og fór í gegnum skoðun athugasemdalaust fyrir um tveim vikum síðan.
En núna þarf ég stærri bíl og þá helst einhvern eins skemtilegann og þæginlegann í rekstri.
Hér eru svo einhverjar myndir af kagganum.










Báðir lyklarnir hafa hingað til verið til, ég bara gat ómögulega fundið hinn þegar ég tók þessar myndir.
Ætli ég verði ekki að ræða aðeins við soninn.
Ásett verð er 1.300.000kr
Er opinn fyrir skiptum á stærri bíl, touring eða jeppling.
Einar Ingi
S: 617-1751
einar@midlari.is