bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E87 116i til sölu. Seldur!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=58767
Page 1 of 2

Author:  Einsii [ Tue 06. Nov 2012 20:45 ]
Post subject:  E87 116i til sölu. Seldur!

Til sölu 11/2004 E87 116i
Ekinn 178.000km

Bílinn kaupi ég fyrir ekki löngu síðan af frænda mínum sem kaupir hann 2007.
Bíllinn hefur verið á Akureyri síðan þá og þar áður í eigu Norðurfisk á Akranesi.

Þegar ég eignast hann læt ég umboðsverkstæði BL á Akureyri fara yfir allann bílinn og laga það sem betur mátti fara.
Það sem gert var er til dæmis að taka bremsur í gegn, Skipt um og uppfærður tímakeðjustrekkjarinn, skipt um kerti og allar olíur, skipt um fóðringar í gírskipti og eitthvað fleira smálegt.
Semsagt bíllinn bara gerður góður áður en ég flutti svo með hann og nota sem snattara í borginni.

Þetta eru merkilega sprækir bílar og sérstaklega liprir, hefur sennilega mest með það að gera að hann er ekki nema 1200kg
Hann er ekkert sérstaklega mikið búinn. eina sem mér dettur í hug sem aukabúnaður fram yfir standard E87 eru betri græjurnar með 2x8” hátölurum undir framsætunum.

Ég er búinn að keyra þennann bíl yfir 9.300km á þeim 5 mánuðum sem ég hef átt hann og hann ekki sleigið feilpúst (ferðaðist mikið í sumar).

Bíllinn er á negldum vetrardekkjum og með honum fylgja sumardekk á sömu 16” álfelgurnar.

Bíllinn er alveg riðlaus, enda séð lítið af salti
Þrátt fyrir töluverðann akstur er hann þéttur og mjög skemtilegur í akstri og fór í gegnum skoðun athugasemdalaust fyrir um tveim vikum síðan.
En núna þarf ég stærri bíl og þá helst einhvern eins skemtilegann og þæginlegann í rekstri.

Hér eru svo einhverjar myndir af kagganum.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Báðir lyklarnir hafa hingað til verið til, ég bara gat ómögulega fundið hinn þegar ég tók þessar myndir.
Ætli ég verði ekki að ræða aðeins við soninn. :)

Ásett verð er 1.300.000kr
Er opinn fyrir skiptum á stærri bíl, touring eða jeppling.

Einar Ingi
S: 617-1751
einar@midlari.is

Author:  Einsii [ Thu 08. Nov 2012 12:25 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu

Menn eru alveg með á því að smábílar eru mjög inn í dag er það ekki? :)

Author:  Einsii [ Sat 10. Nov 2012 19:24 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu

Skrapp bílasölurúnt í dag og prófaði nokkra kandidata.
Fann helling af of dýrum bílum eins og við var að búast :)

En sá sem kom mér mest á óvart var E60 530d... Mikið rosalega virka þessir bílar.
Núna alveg dauðlangar mig í þannig bíl, Þeir varða varla mikið meira "allur pakkinn".

Author:  Einsii [ Fri 16. Nov 2012 16:41 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu

Ég er fjandans klaufi og tókst að reka bílinn utaní súlu í bílakjallaranum.
Stuðarinn er svolítið rispaður fyrir vikið, En þið ættuð bara að sjá súluna... :P

Allavega breyttar forsendur og enn betra verð.
Er tilbúinn að láta bílinn eins og hann er á 1.100.000kr.

Ég veit að þetta er alls ekki tjón upp á svona upphæðir en þetta er líka bara tilboð til að hleypa krafti í söluna því mig er farið að langa að bjóða í nokkra bíla sem ég hef fundið og prófað.

Þetta er pottþétt langódýrasti ásinn á íslandi sem eru lang skemtilegustu smábílarnir.

Hér er svo tvær símamyndir af stuðaranum.

Image
https://www.dropbox.com/s/byazy9ufrgbcf ... .18.57.jpg

Image
https://www.dropbox.com/s/i61v6msitcwhb ... .19.02.jpg

Author:  Einsii [ Sat 17. Nov 2012 14:47 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

Það er ekki einusinni gert grín að manni eða nein einustu viðbrögð!
Er Ásinn ekki að skora hátt hjá mönnum hér inni?

Author:  bimmer [ Sat 17. Nov 2012 14:59 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

Ekkert til að gera grín að - virkilega eigulegur snattari.

Author:  Einsii [ Sat 17. Nov 2012 15:53 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

bimmer wrote:
virkilega eigulegur snattari.

Já það er akkúrat málið, þessvegna vær snilld að eiga efni á e90 touring.
Hann kemst sennilega næst þessum í fíling.

Author:  gardara [ Sat 17. Nov 2012 16:13 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

Fínt verð :)

Author:  Jón Ragnar [ Sat 17. Nov 2012 16:36 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

Virkilega flott verð og flottur bíll

Author:  Wolf [ Sat 17. Nov 2012 23:50 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

Làttu kanna burðarvirki hússins eftir þetta slys,,, vegna yfirvofandi hrunhættu og bràðarýming er nauðsinleg :santa:

En frítt ttt og ferlega fínn snattari hjà þér à vafalaust besta verðinu....

Author:  Einsii [ Sun 18. Nov 2012 01:11 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

Wolf wrote:
Làttu kanna burðarvirki hússins eftir þetta slys,,, vegna yfirvofandi hrunhættu og bràðarýming er nauðsinleg :santa:

En frítt ttt og ferlega fínn snattari hjà þér à vafalaust besta verðinu....

Miðað við lætin frá næstu íbúð núna gæti húsið alteins verið að hrynja núna.
En ekki af mínum völdum samt :)

Author:  IngóJP [ Sun 18. Nov 2012 16:33 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

E87 á E30 verði vel gert

Author:  Einsii [ Mon 19. Nov 2012 20:07 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

IngóJP wrote:
E87 á E30 verði vel gert

Making the world a better place

Author:  Einsii [ Thu 22. Nov 2012 20:37 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

Þessi snillingur er hér enn.

Author:  ///MR HUNG [ Thu 22. Nov 2012 20:51 ]
Post subject:  Re: E87 116i til sölu. Klaufaskapur og betra verð.

Mundurðu vilja taka hjótimól og beinharða?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/