bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E39 540i - Seldur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=5872 |
Page 1 of 5 |
Author: | Nökkvi [ Thu 06. May 2004 22:38 ] |
Post subject: | BMW E39 540i - Seldur |
Til sölu: BMW 540i ![]() Árgerð 08.1996 (E39) Skoðaður 2005 Ekinn 124 þús. km. Þjónustubók Dökkgrænn (Oxfordgrün-metallic) 4 sumardekk á 16” BMW álfelgum (Spoke styling 33) Dunlop SP Sport 2000E 225/55 R16 (slitin) 4 vetrardekk á 16” BMW álfelgum (Spoke styling 33) Pirelli Snowsport 225/55 R16 (lítið slitin) Vél:
- 210 kW (286 hö.) við 5400 sn/min. - 440 Nm við 3600 sn/min. - 0-100 km/h: 6,4 sek. - 80-120 km/h: 8,1 sek. - Eyðsla á Íslandi: sumar 12,9 l/100 km, vetur 14,5 l/100 km
- 4 loftpúðar - Regnskynjari - Þjófavörn - ABS bremsur - Þokuljós
- Hraðastillir (cruise control) - Loftkæling, tölvustýrð og tvískipt - Leðuráklæði, ljósgrátt - Hiti í sætum - Armpúði - Gúmmímottur - Fjarstýrðar samlæsingar - Útvarp og segulband - 6 diska CD magasín - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Vökvastýri - Velti- og aðdráttarstýri - Aðgerðarstýri - Skíðapoki Bíllinn var framleiddur í BMW verksmiðjunni í Dingolfing í Þýskalandi 27. febrúar 1996. Hann var síðan sendur frá verksmiðjunni 18. mars 1996 til BMW umboðsaðila í Salzburg í Austurríki. Í Austurríki var bíllinn fyrst skráður 9. ágúst 1996. Bíllinn hefur fengið þjónustu alla tíð eins og sjá má í þjónustubókinni. Aðeins einn eigandi var að bílnum í Austurríki. Við erum aðrir eigendur og keyptum við bílinn í janúar 2004 á meðan við bjuggum í Þýskalandi. Við fluttum hann síðan hingað heim og bíllinn kom á götuna í febrúar 2004. Eins og sjá má af tölum um bílinn hefur hann yfir gríðarlegu afli að ráða. Hröðunin er mikil og það eru ekki margir bílar á götunni hérna á Íslandi sem eru sneggri en hann. Þetta afl er þó alltaf "smooth" því sjálfskiptingin er mjög vel hönnuð. Í venjulegri D stillingu þá er allt mjúkt, bíllinn skiptir sér mjög fljótt upp og það finnst nánast ekkert fyrir skiptingunni. Síðan er hægt að setja í S stillingu og þá heldur hann sig í sama gírnum upp á hærri snúning og er viljugri að skipta sé niður við inngjöf. Í S stillingur fer skiptingin ekki ofar en í fjórða gír. Í þjóðvegaakstri líður bíllinn bókstaflega áfram. Þægilegt er að krúsa á svona 110 km/klst. og þá er vélin að snúast ca. 1.900 sn/min. Verð: 1.890 þús. (ekkert áhvílandi) Staðgreiðsluverð: 1.700 þús. Athuga öll skipti Nökkvi Pálmason sími: 564 0129 GSM: 862 0106 E-Mail: nokkvi@hotmail.com ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Alpina [ Thu 06. May 2004 22:43 ] |
Post subject: | |
MJÖG.........fallegur bíll |
Author: | Benzari [ Thu 06. May 2004 22:48 ] |
Post subject: | |
Því er ekki hægt að neita, smekkleg kirkja líka ![]() ![]() |
Author: | jens [ Thu 06. May 2004 22:50 ] |
Post subject: | |
Frábær bíll...Frábær myndataka...Frábær auglýsing... .... ![]() ![]() ![]() Mjög glæsilegur bíll hjá þér og flott að fá söguna svona frá framleiðsludegi... |
Author: | Kull [ Thu 06. May 2004 23:50 ] |
Post subject: | |
Glæsilegur bíll og ég verð að hrósa fyrir þessa auglýsingu ![]() |
Author: | Kristjan [ Fri 07. May 2004 00:36 ] |
Post subject: | |
Liturinn er ****MAAAAAAAGNAÐUR***** |
Author: | Djofullinn [ Fri 07. May 2004 08:22 ] |
Post subject: | |
Ég verð bara að hrósa þér fyrir bestu auglýsinguna sem hefur komið inn á BMWKraft og mættu aðrir taka þig til fyrirmyndar ![]() Glæsilegur bíll líka |
Author: | saemi [ Fri 07. May 2004 09:58 ] |
Post subject: | |
Sehr gesmekklegt. Mjög fallegur vagn. Vantar bara aðeins aggressivari sumarfelgur og þá væri þetta alveg bjútífúll. |
Author: | Jss [ Fri 07. May 2004 09:59 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Sehr gesmekklegt.
Mjög fallegur vagn. Vantar bara aðeins aggressivari sumarfelgur og þá væri þetta alveg bjútífúll. Nokkurn veginn það sem ég ætlaði að skrifa, og myndin sem er tekin fyrir framan kirkjuna kemur mjöög vel út. ![]() |
Author: | bebecar [ Fri 07. May 2004 10:01 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Sehr gesmekklegt.
Mjög fallegur vagn. Vantar bara aðeins aggressivari sumarfelgur og þá væri þetta alveg bjútífúll. mér finnst þessar felgur einna flottastar EF þær eru á hvítum bíl ![]() |
Author: | Nökkvi [ Fri 07. May 2004 10:16 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir góð komment.... og vonandi skila þau sér í sölu ![]() Felgurnar eru smekksatriði og þetta er eiginlega eins orginal og það getur verið. En það eina sem þarf til að gera bílinn einn af þeim flottari er að setja 18" undir hann og hann er tilbúinn. ![]() Með von um að kaupandi finnist, kveðja |
Author: | jth [ Fri 07. May 2004 11:36 ] |
Post subject: | |
Verð að taka undir fyrri ummæli: Að öllum öðrum ólöstuðum - þetta er besta auglýsing sem ég hef séð á þessu spjalli ![]() Ekki spillir verðið heldur fyrir - þetta er góður díll f. 4,4l V8 über Luxus-cruiser! Verst þykir mér að ég fékk aldrei tækifæri til að sjá bílinn hjá þér í persónu (viltu ekki bara bíða með söluna út sumarið ![]() |
Author: | jonthor [ Fri 07. May 2004 12:20 ] |
Post subject: | |
Eðalbíll, gangi þér vel að selja hann. |
Author: | BMWaff [ Fri 07. May 2004 12:22 ] |
Post subject: | |
Ohh flottur bíll... Innréttingin er æði! góð auglýsing... EN mér finnst þessi litur alveg hræðilegur ![]() ![]() Er samt viss um að hann fari fljótlega... Mjög góður prís finnst mér! |
Author: | gunnar [ Fri 07. May 2004 12:36 ] |
Post subject: | |
Mér finnst liturinn flottur og þessi auglýsingin er mjög góð.. Svona á þetta að vera ![]() |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |