bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 325 MTech II - SELDUR !
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=57881
Page 1 of 1

Author:  Rednex [ Sun 26. Aug 2012 21:06 ]
Post subject:  E30 325 MTech II - SELDUR !

Daginn

Ég hef til sölu BMW E30, 325 MTech II, sem vantar ást og umhyggju.

Tæknilegar upplýsingar
Orginal MTech II bíll
Mótor - M20B25 (2,5 L) 170hp
Læst drif - stóra
Módel - 1988
Ekinn - 220.xxx
Beinskiptur
Felgur - BBS RS 001, 15", þriggja hluta
Litur - Schwarz-metallic
Topplúga, lekur ekki
Strutbar í vélasal
Geislaspilari og þokkalegir hátalarar aftur í
Dekkinn eru heilsársdekk í mjög góðu standi

Það sem þarf að laga:
Þessi bíll var fluttur inn einhvern tímann í kringum 2006 en viðhaldið hefur ekki verið það besta. Það eru komnir nokkrir ryðblettir í boddýið, afturgaflinn og skottið lélegt. Það fylgir hins vegar nýtt skott í öðrum lit í ágætis standi. Eins eru hjólabogarnir að aftan ryðgaðir en virðist vera eingöngu yfirborðs. Það þarf að sjóða í annað hornið niðri við fremri hjólaskálina en annars er botninn furðu góður.
Gormarnir að framan eru brotnir og þarf því að skipta þeim út.
Pönnupakkningin er ónýt og smitar hann því olíu - Fylgir
Farinn spindill hægra meginn að framan.
Framstuðarinn er beyglaður en það ætti að vera hægt að rétta hann
Húddið er beyglað rétt fremst - Bakkað á mig eftir að myndin var tekin.
Innréttingin hefur séð betri daga
Mótorpúðar orðnir slitnir

Image

Verð 350þ

Ég er fastur á þessu verði þar sem það er það sama og ég keypti hann á í vetur og er ég búinn að vinna í honum síðan þá. Mér finnst verðið vera nokkuð sanngjarnt fyrir bílinn þrátt fyrir að hann sé orðinn svolítið "tussulegur" því það er svo margt bitastætt í honum sem virkar vel (mótorinn, drifið og MTech II kittið t.d.). Þessi bíll væri tilvalið verkefni í vetur. Ástæðan fyrir sölu er flutningur til útlanda í haust.

Óskar: 695-0462 eða PM

p.s. Bíllinn er á númerum núna en fékk endurskoðun vegna nokkurra atriða sem nefnd voru hér að ofan.

Author:  Aron123 [ Sun 26. Aug 2012 21:15 ]
Post subject:  Re: E30 325 MTech II - 350Þ

magnið af e30 til sölu þessa dagana :shock:

er mtech 2 frammsvunta eða þessi sem er á myndinni ?

Author:  Rednex [ Sun 26. Aug 2012 23:13 ]
Post subject:  Re: E30 325 MTech II - 350Þ

Þessi. Það vantar einmitt Mtech framsvuntuna

Author:  JonFreyr [ Mon 27. Aug 2012 09:55 ]
Post subject:  Re: E30 325 MTech II - 350Þ

Ágætis efniviður, fínar felgur. Verðið....so so :)

Author:  Rednex [ Mon 27. Aug 2012 18:45 ]
Post subject:  Re: E30 325 MTech II - 350Þ

Nokkrir búnir að byðja um fleiri myndir. Næ hugsanlega að taka þær í kvöld en annars koma þær bara annað kvöld.

Author:  Rednex [ Tue 28. Aug 2012 19:47 ]
Post subject:  Re: E30 325 MTech II - 350Þ

SELDUR !

Author:  gisliel [ Tue 11. Sep 2012 17:14 ]
Post subject:  Re: E30 325 MTech II - SELDUR !

hver keypti?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/