bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

SELDUR BMW Z3 - Daytona Violet
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=57603
Page 1 of 1

Author:  A.H. [ Sun 29. Jul 2012 21:51 ]
Post subject:  SELDUR BMW Z3 - Daytona Violet

Til sölu er BMW Z3.
Nýskráður 12.08.1998.
Ekinn tæplega 173.000 km.
Nýskoðaður í lok maí 2012.
Upphaflega fluttur til landsins af B&L.
Skráður grænn á litinn – var síðar sprautaður í öðrum lit.
Ég lét sprauta allt ytra byrði í september 2008 (nokkrum dögum fyrir bankahrun) í litnum Daytona Violet. Sezar hér á BMWkrafti sá um þá vinnu. (Nokkrum árum áður hafði hann verið sprautaður í svipuðum lit af fyrri eiganda.)
Í bílnum er 1800 vél, sem er með tímakeðju.
Eiginþyngd án ökumanns er skráð 1.180 kg.
Rafmagn í rúðum og speglum.
Leðursæti.
ABS og spólvörn.
Í bílnum er geislaspilari og fylgir hann með við kaupin.

Til að koma í veg fyrir misskilning má loks geta þess að á götunni virðist vera einn annar BMW Z3 í sama eða sambærilegum lit (sá er reyndar með krómlista við framrúðu og handföng). Hér er sem sagt ekki um þann bíl að ræða.

Það er fátt skemmtilegra á góðum sumardegi en að skella niður blæjunni og rúnta um bæinn í góða veðrinu 8) Bíllinn er þéttur og höndlar vel, sbr. einkum nýjar spindilkúlur og fóðringar.

Ég er nýbúinn að láta framkvæma eftirfarandi viðhald (apríl og maí á þessu ári):
Tvær spindilkúlur + fóðringar.
Einn gormur + dempari.
Bremsuslöngur báðum megin að framan.
Skipt var um viftureim.
Gert við púst – þar sem í ljós kom við skoðun á bifreiðinni að það pústaði út einhvers staðar í pústkerfinu. Skipt var um þann hluta pústsins.

Í samræmi við þetta er bíllinn með fulla skoðun.

Bíllinn var smurður nú í lok júlí (einnig skipt um loftsíu).

Þekktir annmarkar:
Hliðarspegill á bílstjórahlið er frekar laus en hefur verið límdur á. Mér skilst að það þurfi að kaupa nýjan spegil ef gera á almennilega við þetta.
Gler í þokuljósi bílstjóramegin neðst á framstuðara er brotið.
Tvær rispur eru á framstuðara.
Bifreiðin er hvorki skráð í slysaskrá né tjónaskrá EN einhvern tímann heyrði ég að þessi bíll hefði líklega lent í tjóni fyrir þann tíma er ég átti bílinn.
Gormur bílstjóramegin að aftan er hugsanlega brotinn.

Ég er búinn að eiga og nota þennan bíl í tæplega fimm ár og hann hefur reynst mér vel allan þann tíma. Ég minni þó á að hér er verið að selja bifreið sem kom á götuna fyrir tæplega 14 árum síðan.

Verð:
SELDUR


Edit: Myndir sem ég tók fyrr í dag:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  A.H. [ Tue 31. Jul 2012 00:58 ]
Post subject:  Re: Nýlega skoðaður blæjubíll til sölu - BMW Z3 - Daytona Vi

Það þarf ekki að gera mikið til að fá bílinn til að líta út svipað og eftirfarandi kaggi (sem er "nota bene" til sölu í Bretlandi, sýnist mér):

Image

Loks er magnað hvað flottar felgur geta gert góða hluti fyrir þessa bíla, sbr. þennan Z3 M :drool:

Image

Author:  A.H. [ Thu 02. Aug 2012 12:48 ]
Post subject:  Re: Nýlega skoðaður blæjubíll til sölu - BMW Z3 - Daytona Vi

TTT - Bætti inn nýrri mynd í auglýsinguna í stað myndarinnar frá 2009.

Author:  A.H. [ Tue 07. Aug 2012 22:03 ]
Post subject:  Re: Nýlega skoðaður blæjubíll til sölu - BMW Z3 - Daytona Vi

Jæja, ég skrapp út í dag og tók nokkrar myndir og bætti þeim inn í auglýsinguna hér að framan.

Author:  A.H. [ Fri 10. Aug 2012 10:52 ]
Post subject:  Re: Nýlega skoðaður blæjubíll til sölu - BMW Z3 - Daytona Vi

TTT

Author:  A.H. [ Sun 12. Aug 2012 17:13 ]
Post subject:  Re: Nýlega skoðaður blæjubíll til sölu - BMW Z3 - Daytona Vi

Edit: Skoða skipti á BMW, Benz og Porsche bifreiðum, bæði ódýrari og dýrari.

Author:  Tommi Camaro [ Mon 13. Aug 2012 00:05 ]
Post subject:  Re: Nýlega skoðaður blæjubíll til sölu - BMW Z3 - Daytona Vi

hvernig væri að laga Z3 merkið að aftan



þitt
Image

orginal
Image

Author:  A.H. [ Mon 13. Aug 2012 01:15 ]
Post subject:  Re: Nýlega skoðaður blæjubíll til sölu - BMW Z3 - Daytona Vi

Tommi Camaro wrote:
hvernig væri að laga Z3 merkið að aftan



Það væri bara mjög fínt. Sammála þér hvað þetta varðar, Tommi. Ef bifreiðin verður áfram í minni eigu er aldrei að vita nema maður leggi sjálfur út í þessa og aðrar breytingar til batnaðar á bílnum :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/