Jæja þá kom að því að ég þarf að losa mig við dýrgripinn
Er með ´91 módel af E32 730i til sölu, bíllinn er keyrður 322.xxx km minnir mig örugglega
Mótor er í flottu standi miðað við keyrslu en þetta er bíll sem er fluttur inn 2002 en var þar áður
sendiráðsbíll í Brussel.
Bíllinn er Lazurblau Metallic á litinn og með hvítu leðri! Sést mest á bílstjórasæti, en það er þó hvergi rifið.
Það sem þarf til að koma blessuðum bílnum í gang og á hreyfingu er að skipta um sjálfskiptingu (fylgir skipting úr öðrum bíl með),
púsla mælaborðinu í hann (var að laga sprungu á röri í miðstöðvarelementinu og skipta um miðstöðvarsíu),
smella miðstöðvarmótornum í hann,
setja rafmagnsviftuna í hann (sem er framan við vatnskassann, var að smyrja mótorinn í henni)
og setja bremsur í hann að framan og kannski betra að hella á hann bremsuvökva líka
Það eru létt tjón hér og þar, og það þarf að sprauta bílinn, alls ekki útaf ryði þar sem það er nánast ekkert í honum, allavega ekki á
heilu hlutunum! Báðar afturhurðir eru tjónaðar, ég á til vinstri hurðina heila, en í öðrum lit, það þarf að setja á hann framenda, þ.e.a.s stuðara og grill, en húddið er farið líka (gott ef að Skúli Srr hér á kraftinum á ekki hræódýrt húdd á hann) og ég á stuðara og allt annað sem vantar í bílinn!
Hann virkar hálf sjoppulegur greyið eins og hann er núna, een þetta er frábært eintak, ég keypti hann á sínum tíma hér á kraftinum, þá átti
maggib bílinn.
Það fylgir svo með næstum heill bíll í parta, ég reif svartann 730i í frumeindir fyrir nokkrum árum og á næstum allt úr honum, henti grindinni, bensíntanknum, afturstuðaranum og blokkinni af mótornum, á næstum allt annað úr honum fyrir utan einhverja örfáa hluti sem ég er búinn að selja.
Nánari upplýsingar í s: 846-8798
Vil fá almennileg tilboð í bílinn, vil ekki fá undir 100 þúsund fyrir hann með öllum hlutum sem ég á. Þetta er bíll sem þarfnast ástar og ég veit að það eru þónokkrir BMW menn hér inni sem hafa það í sér að koma þessum bíl í lag og aftur á götuna!
Endilega bjallið í mig í s: 846-8798 fyrir nánari upplýsingar eða til að fá að skoða!
Emil Þ.
_________________
BMW 730i E32 1991
BMW 316i E36 1992 - Seldur
http://flickr.com/photos/emilth