bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Til sölu: E39 540 '98 - SELDUR!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=57123
Page 1 of 1

Author:  astvaldur [ Thu 21. Jun 2012 18:47 ]
Post subject:  Til sölu: E39 540 '98 - SELDUR!

Árgerð 06.1998
Skoðaður 2013
Ekinn 209 þús. km.


Meðal búnaðar í bílnum má nefna.:

- Aðgerðarstýri
- Sjálfskipting, 5 þrepa með sportstillingu og steptronic
- Xenon ljós
- Hraðastillir (cruise control)
- Loftkæling, tölvustýrð og tvískipt
- Leðuráklæði, svart
- Hiti í sætum
- Rafmagn í sætum með minnisstillingum
- Útvarp (business)
- Rafdrifnir speglar með minnistillingum (tengt sætum)
- Rafmagn í stýri
- Skíðapoki
- Backtronic skynjarar (óvirkir)
- Dráttarkúla (sem hægt er að setja á)
- Opið pústkerfi (///M5 style)
- ///M fjöðrun

Bíllinn kemur á 16" BMW replica felgum, á sumardekkjum (2 ný, 2 eins sumars gömul) og vetrardekk (1 vetrar gömul) fylgja með.
Fyrir þá sem kannast við bílinn þá var hann fluttur inn af oddson hérna á spjallinu og keypti ég hann af honum í nóvember 2005.
Gamli söluþráðurinn

Síðan ég eignaðist bílinn hefur hann alltaf verið þjónustaður af Tækniþjónustu Bifreiða og vill ég nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir þá þjónustu.

Það eru nokkur atriði sem þarf að ditta á bílnum:

- Hitamælirinn er horfinn undan stuðaranum, bókstaflega og sýnir núna alltaf -40° C.
- Stuðarinn er með ó-ó þar sem hitamælirinn var.
- Bensínmælirinn virkar ekki, TB menn náðu ekki að gera við hann svo ég hef fyllt bílinn á 300 km fresti.
- Ein felgan er rispuð og er smá skekkja á henni sem finnst á um 85 km hraða (mál í vinnslu).
- Rið komið í skottlok (algengt með E39 skylst mér).

Bílnum hefur tvisvar verið lagt í hálft ár og hann staðið í bílskýli á meðan ég var erlendis í námi, en þá var hann settur í gang og látinn pústa á 2-3 vikna fresti.

Að öðru leyti er bílinn í góðu standi og bíð ég ykkur að vera í sambandi við mig ef þið hafið áhuga.
Sími: 899-7270 (eftir 16 á daginn)
EP: hérna á síðunni
Póstur: astvaldur08@gmail.com

Mín verðhugmynd er: 650.000 kr. (eins og hann er í dag),
en það má vera að ég vanmeti hana og því er ykkur velkomið að skjóta á mig tilboði.
*EDIT* Skoða skipti, en væri helst að leita mér að sparneytnum minni bíl.


Myndir: voru hér http://myndasafn.bmwkraftur.is/v/medlimir/Valdi-/ en linkurinn virðist ekki virka lengur.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
umrætt skottlok.
Image
umrædd felga.

Tek svo betri myndir um helgina þegar ég er búinn að þrífa hann.

Kveðja.

Author:  Zed III [ Thu 21. Jun 2012 19:43 ]
Post subject:  Re: Til sölu: E39 540 '98

hörku verð. eiginlega of lágt.

Author:  íbbi_ [ Fri 22. Jun 2012 11:28 ]
Post subject:  Re: Til sölu: E39 540 '98

úff.. langar þig ekki í 33" diesel jeppa? :santa:

Author:  astvaldur [ Fri 22. Jun 2012 12:08 ]
Post subject:  Re: Til sölu: E39 540 '98

Zed III wrote:
hörku verð. eiginlega of lágt.

Mér finnst verðið bara "fair" :)

íbbi_ wrote:
úff.. langar þig ekki í 33" diesel jeppa? :santa:

Nei takk vinur, ómögulega :wink:

Author:  astvaldur [ Thu 28. Jun 2012 15:54 ]
Post subject:  Re: Til sölu: E39 540 '98

Þakka kærlega fyrir öll boðin (líka þau sem voru gjörsamlega út úr kú :wink: )

En bíllinn er nú seldur og vill ég óska nýjum eiganda til hamingju með bifreiðina.

Author:  jonar [ Thu 28. Jun 2012 16:57 ]
Post subject:  Re: Til sölu: E39 540 '98 - SELDUR!

djööö 1 og half vika þá hefði ég líklega keyft hann :p hamingju með söluna :p

Author:  IngóJP [ Sat 30. Jun 2012 22:10 ]
Post subject:  Re: Til sölu: E39 540 '98 - SELDUR!

Þetta púst lookar ógeðslega en soundar líka frekar vel

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/