ATH ---> þessi bíll er SELDUR......
Til sölu BMW 318is
Fyrst skráður 11/1994.
Bíllinn er fluttur til Íslands árið 1999 og var eitthvað lítið á Reykjarvíkursvæðinu, bíllinn er því alveg algerlega ryðlaus. Lakkið á bílnum er í frábæru standi (enda verið hugsað alveg gríðarlega vel um bílinn) fyrir utan smá grjótkast á húddi og eina litla Hagkaupsbeyglu á bílstjórahurðinni, annars frábært.
Bíllinn er að sjálfsögðu beinskiptur og í honum er M42 mótorinn sem er 1800cc og skilar 140 hestöflum og er þetta svona líka bara þéttur og skemmtilegur kraftur í þessum bíl.
Bíllinn er svartur eins og kannski sést á myndunum hér að neðan .
Ég hef ekki verið að stunda það mikið að spyrna þessum bíl eitthvað og man ég bókstaflega ekki eftir því að hafa sett hann upp í redline-ið.
Þessi bíll er ekinn 173 þúsund kílómetra og ég er nýbúinn að láta fara aðeins yfir mótorinn í bílnum og kom hann alveg hreint glæsilega út.
Þá nokkuð um búnaðinn í bílnum:
Ný inpro Angel Eyes með chrome botni
Augabrúnir á ljósunum
Ný Chrome stefnuljós á hornunum að framan
Nýir Chrome stefnuljósakubbar á hliðum
Topplúga (með rafmagni)
Útvarp
CD
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speglum
Svartar filmur í afturgluggum
Svart pluss áklæði (sætin eru eins og ný)
Fjarstýrðar samlæsingar
Þjófavörn
Leðurstýri (smá rifið að ofan, bara útaf notkun)
Leður gírhnúður (smá rifinn, bara útaf notkun)
ABS bremsur
Líknarbelgir
Vökvastýri
Tregðulæsing á drifi
Reyklaus bíll
Sport fjöðrun (original fjöðrun í þessum bílum)
Sport Pústkerfi (original pústkerfi samt, með original flækjum)
Chrome stútur á pústinu
15” original BMW vetrarfelgur (dekkin eru í fínu standi og alveg fullt eftir)
16” PCW sumarfelgur (dekkin eru í mjög góðu standi og nóg eftir)
já, bæði bíllinn og ég erum búsettir á Akureyri.
Nokkrar myndir. (með felgunum sem fara með honum)
Flottur í myrkri
Fleiri myndir er svo að finna á síðunni minni um bílinn.
www.cardomain.com/id/vallio
Verð: veit ekki alveg, skulum hafa það einhversstaðar í kring um 850 þúsundin kannski. Svo má bara gera manni tilboð, ég vil samt helst engin skipti en það má "kannski" skoða það.
ps. mér liggur ekkert á að selja bílinn svo ekki vera að gera mér einhver asnaleg tilboð.
en athugið að ég er ekki með það í huga að selja með honum 17” felgurnar sem eru á sumum myndunum.
Svörtu nýrun geta alveg farið með (held ég)....hehe
ATH: Bíllinn fæst á 700 þúsund staðgreitt... frekari upplýsingar á tölvupóstinum
vallio@internet.is
Fyrir allar frekari upplýsingar má hafa samband við mig í gegnum einkapóstinn hér á kraftinun, e-mail á
vallio@internet.is og svo er síminn hjá mér 694-6757
Einnig getið þið skrifað inn skilaboð bara hér að neðan ég les þetta það oft (daglega).
