bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer - 1.350þ https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=55571 |
Page 1 of 4 |
Author: | jon mar [ Thu 08. Mar 2012 23:24 ] |
Post subject: | Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer - 1.350þ |
Til sölu er BMW 535i (E34) ´88 Svona að velta því fyrir mér að láta þennann frá mér eftir nærri 6 ára samveru. Bíll sem ég hef lagt blóð svita og tár í og óhemju vinnu og aur. Átt í Love/Hate relationship við og hvaðeina við kvikindið. Bíllinn rennur útúr verksmiðju í DE í septemberlok 1988. Hann ól fyrstu 16 ár ævi sinnar þeysandi um hraðbrautirnar í Evrópu. Þar mun hann hafa átt tvo eigendur, annar krimmi sem sat inni, hinn gamall og lúinn. Það er svo 2004 þegar Sæmi okkar fluggarpur hérna á kraftinum flytur hann inn (þá ekinn 117þkm). Fyrsti sölulinkur hér á landi frá Sæma -> viewtopic.php?f=10&t=7365&hilit=535i+bmw Af honum kaupir Einar Ingi Þorsteinsson bíllinn í september sama ár, dekrar við hann eins og honum er lagið og selur síðan aftur í ágúst 2005 þá ekinn rétt rúm 130þ km. Sölulinkur frá Einari -> viewtopic.php?f=10&t=8793&hilit=535i+bmw Af Einari kaupir að mig minnir maður að nafni Jón Emil Árnason, fæddur rétt fyrir 1950. Hann átti bílinn þangað til ég kaupi hann í oktober 2006, þá ekinn 162þ km. Gaman að því að þegar ég hringdi í hann fyrst þá spurði hann mig hvað ég væri gamall, því hann ætlaði ekki að selja neinum ungum vitleysingi bílinn. Ég greinilega stóðst prófið og upp hófust miklar samningaumleitanir. Síðasti söluþráður sem var gerður -> viewtopic.php?f=10&t=17745&hilit=535i+bmw+1988 Síðan þá hefur þessi bíll tekið stökkbreytingum og bætingum í minni eigu og lítið verð til sparað þegar gengið hefur verið til verks. Gaman að því að eftir áramótin næstu verður þessi bíll 25 ára fornbíll ![]() Upplýsingar um bílinn. Árgerð - 9/1988 Gerð – BMW 535i E34 Vél – M30B35 – 211hp/305nm Skipting – 5 gíra beinskiptur Drif – 3.91LSD (úr M5, upphaflega 3.45LSD í bílnum) Akstur – 199.9xx km Litur – Royalblau Metallic Búnaður - Upphaflegur. Grá leður innrétting með sportsætum. Rafmagn í sætum og minni í bílstjórasæti. Hiti og rafmagn í speglum. Rafmagn í rúðum. Samlæsingar. Stóra aksturstölvan. Bilanatölva. ABS Bremsur. ASC Spólvörn. Skriðstillir (Cruise Control) Læst drif. Þvottabúnaður fyrir aðalljós og kastara (óvirkt fyrir kastara en ekkert mál að virkja ef menn vilja) Þokuljós í stuðara. Leður Sportstýri. Manual gardína í afturrúðu. Upphitaðir rúðupissstútar. Afþýðing á lásum. ég á fæðingarvottorðið einhverstaðar í tölvutæku, en þarf bara að finna það. Breytingar og viðhald. Alveg rauð afturljós – 2007 8000k Xenon í framljós - 2007 Shadowline grill (Svart ABS plast, ekki sprautað króm) – 2007 Clear stefnuljós að framan(ekki lengur á) - 2007 Setti nýja afturáhillu með gardínu þar sem trekkibúnaður á þeirri gömlu var bilaður – 2007 Nýr viftuspaði - 2007 Lækkaður 45/35 – GT Cupline(DE brand) gormar – 2008 Demparar – Koni yellow adj(stillanlegir F/R) – 2008 Kmac Stage 1 Cambe/caster stillanlegar plötur - 2008 M5 upper spring pads (3mm þykkt í stað 9mm) - 2008 Skipt var um allt í hjólabúnaði 2008 - Control arma (M5 alu upgrade) - Thrust arma - Millibilsstöng - Stýrisenda og stangir - Idler arm - Ballancestangar enda A/F - Pitman arma(dog bones) Settar voru polyfóðringar í eftirfarandi 2008 - Control arma - Thrust arma - Ballancestangar festingar - Subframefóðringar Nýjir diskar og klossar – 2008 Hjólastilling – 2008 Ný framrúða með dökkri rönd efst – 2009 Heilsprautun – 2009 Authentic complete AC Schnitzer kit (A/F svuntur + sílsar) – 2009 Hella Dark Framljós – 2009 Nýjir kastarar – 2009 8000k Xenon í kastara – 2009 Reyklituð stefnuljós að framan – 2009 M-Tech II stýri – 2009 Lower Wide grille (hlífar hjá kösturum eru með ristum) – 2009 AC Schnitzer skottspoiler (Gerður úr kevlar) – 2009 Shadowline-aði alla lista – 2009 8000k Xenon í kastara – 2009 OEM Trailing arm fóðringar að aftan – 2009 Ný merki á húdd og skott – 2009 M-Tech listar neðan á hurðir – 2009 Skipti aftur um control arma að framan (M5 ALU again) – 2010 Custom 3“ púst með dual 3“ kút – 2010 Skipti um heddpakkningu, ventlaþéttingar og pakkdósir og ýmsar pakkningar – 2010 Setti 292/292 Ireland Engineering reground heitann ás í heddið í leiðini ásamt fylgihlutum – 2010 Ný viftukúppling – 2010 AC Schnitzer Type I - 17x8.5 et13 – Pólerað lip/miðja sprautuð í Brilliant Silver(Harley litur) - 2011 M3 Evo 3way adj Gurney Flap sett á ACS Spoilerinn – 2011 3.91LSD sett í með öllum nýjum pakkdósum og pakkningum og o-hringjum – 2011 Með bílnum fylgir svo eitthvað af dóti - Einhver hrúga af reikningum og þesslags dóti - Nýtt JB Racing 8.5lbs swinghjól(M5/s38) - Nýjar vírofnar bremsuslöngur í allt. - Nýsprautað skottlok með álímdu E39 M5 style lippi - 4x15“ álfelgur - 4x15“ stálfelgur - Gamla leðraða sportstýrið - ofl ofl af e34 gramsi, subframe, trailing arma ofl ofl ofl ofl Það er ekki ósennilegt að ég sé að gleyma einhverju, en ég hafði ekki hugsað mér að selja þennann bíl nokkurtíman, en ég fékk þá flugu í höfuðið að athuga hvort að einhver áhugi reyndist fyrir honum. Verði þessi bíll seldur, þá selst hann ekki hverjum sem er…. Verðmiðinn er í hærri kanntinum vitanlega. 1.700þ íslenskar krónur stgr. Þarf ekki að heyra væl um það. Skoða skipti á einhverju ódýrara, helst rwd og bmw. Engar örlagadruslur þó. E32,E34,E36,E38 og E39 koma vel til greina + milligjöf. Eitthvað auðseljanlegt af öðrum tegundum kemur þó vel til greina. Menn mega hafa samband í PM eða síma bara. Vinsamlegast hafa kjaftæði í lágmarki, þó að góðar umræður séu alltaf af hinu góða. Þráður um bílinn frá því ég eignast hann og til dagsins í dag, haugur af myndum - > viewtopic.php?f=5&t=18823 Læt hér eina mynd fylgja, Sæmi Boom tók þessa mynd á bíladögum 2011(hann á hana og ég tek hana út ef hann óskar þess) ![]() |
Author: | Danni [ Thu 08. Mar 2012 23:49 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Fyrir þetta eintak af E34 finnst mér verðmiðinn alveg réttlætanlegur! Enda heldur það vonandi frá fólki sem kaupir bara bílinn því hann er flottur og fer illa með hann og síðan endar hann eins og drusla eins og nokkur ár. Aðeins áhugamenn eiga að eignast þetta eintak! |
Author: | kristjan535 [ Fri 09. Mar 2012 11:41 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
shit hvað þetta er geggjað mundi aldrei tíma að selja svona bíl ef ég ætti hann en vonandi fer hann í mjög góðar hendur þessi bíl ![]() |
Author: | Villijóns [ Tue 13. Mar 2012 07:36 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
bara flottasti E34 á landinu finnst mér |
Author: | Zed III [ Tue 13. Mar 2012 08:42 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Það vantar ekki TLC í þennan. Glæsileg auglýsing. |
Author: | jon mar [ Tue 13. Mar 2012 11:52 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Mönnum er alveg frjálst að athuga hvort þeir geti freystað mín á einhvern hátt ![]() Náttúrlega gamall bíll og ekki fullkominn, en hann er góður og ég hef hugsað vel um hann. Æðislegt að keyra hann, liggur eins og skata. Hljóðið í honum er guðdómlegt, pústnótan er í það minnsta alveg við mitt hæfi. Ef hann fer ekki, þá verður bara svo að vera og ég held bara áfram að dunda mér í honum ![]() |
Author: | Twincam [ Tue 13. Mar 2012 17:12 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Heyrðu vinurinn, þarf ég að koma sérstaka ferð norður til að neyða ofan í þig lyfin þín?? Því þú virðist sannarlega ekki vera að muna eftir að taka þau.... ![]() |
Author: | Benzari [ Tue 13. Mar 2012 17:56 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Twincam wrote: Heyrðu vinurinn, þarf ég að koma sérstaka ferð norður til að neyða ofan í þig lyfin þín?? Því þú virðist sannarlega ekki vera að muna eftir að taka þau.... ![]() ![]() Kannski er ákveðinn M5 að freista hans. ![]() |
Author: | Villijóns [ Tue 13. Mar 2012 19:06 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
hættu við söluna , allaveganna er ég svo sannarlega að spá í því |
Author: | jon mar [ Fri 16. Mar 2012 13:53 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | jon mar [ Sat 17. Mar 2012 20:51 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Þetta er formlega orðinn óáhugaverðasti bíll kraftsins ![]() Ekki einu sinni dónatilboð ![]() ![]() ![]() Ætli ég eigi þetta þá ekki eitthvað lengur ![]() ![]() ![]() |
Author: | Geir-H [ Sat 17. Mar 2012 20:55 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Slétt skipti á 2004 Skoda Fabia ![]() |
Author: | jon mar [ Sat 17. Mar 2012 20:55 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Geir-H wrote: Slétt skipti á 2004 Skoda Fabia ![]() hahahahahaha, nei takk :p |
Author: | Geir-H [ Sat 17. Mar 2012 23:44 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Vertu ekki að kvarta yfir dónatilboðum haha |
Author: | ömmudriver [ Sun 18. Mar 2012 00:09 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E34 '88 535i AC Schnitzer copy |
Þetta er alveg hættulega fallegur E34 ![]() ![]() Ég væri til í að sjá önnur afturljós á bílnum og S38 í stað M30 hamstursins ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |