BMW M51999
Silverstone Metallic
Aflgjafi: Bensín
4941cc - 400 hestöfl - 500 Nm @ 3800 RPM
Skipting: Beinskipting
Ekinn 168000 km.
Búnaður:18" OEM M5 felgur
Aðgerðastýri
Cruise Control
Hiti í sætum
Leðuráklæði á stólum og innréttingu
Loftkæling
Loftpúðar
Loftpúðar í stólum fyrir mjóbaksstuðning
Læst drif
Minni í sætum
Möguleiki fyrir CD-Magasín í skottinu
Navigation
Projector framljós
Rafmagn í speglum
Rafmagn í sætum
Rafstýrt stýri
REMUS púst
Sjónvarp
Sport takki sem hefur áhrif á stýrið og inngjöf
Spól- og skriðvörn
Stafræn miðstöð
Svartur toppur
Útvarp
Xenon
Þokuljós
Fyrir þá þrælvönu, þá er fæðingarvottorðið hér:
Quote:
Order options
No. Description
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC
438 WOOD TRIM
441 SMOKERS PACKAGE
508 PARK DISTANCE CONTROL (PDC)
609 NAVIGATION SYSTEM PROFESSIONAL
670 RADIO BMW PROFESSIONAL
672 CD CHANGER BMW FOR 6 CDS
855 LANGUAGE VERSION ITALIAN
863 EUROPE/DEALER DIRECTORY
877 DELETION CROSS-OVER OPERATION
884 ITALIAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET
915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION
928 TYIRE CONTROL
Series options
No. Description
210 DYNAMIC STABILITY CONTROL (DSC)
216 SERVOTRONIC
261 SIDE AIRBAG FOR REAR PASSENGERS
302 ALARM SYSTEM
423 FLOOR MATS, VELOUR
430 INT/EXT RR VW MIRROR W AUT ANTI-DAZZLE
459 SEAT ADJUSTM., ELECTR. W. MEMORY
473 ARMREST, FRONT
488 LUMBAR SUPPORT DRIVER/FRONT PASSENGER
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING
520 FOGLIGHTS
522 XENON LIGHT
534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING
555 ON-BOARD COMPUTER
710 M LEATHER STEERING WHEEL
775 INDIVIDUAL ROOF-LINING ANTHRACITE
785 WHITE DIRECTION INDICATOR LIGHTS
Information
No. Description
602 ON-BOARD MONITOR WITH TV
694 PREPARATION FOR CD CHANGER


Komin felgumiðja á sinn stað.


Stefni á að koma með betri myndir af innréttingunni við tækifæri.

Ástand:Bílinn er í mjög góðu ástandi og er hann skoðaður ‚12‘ án athugasemda. Eftir að hann komst í mína eigu fyrir 13 mánuðum síðan hefur hann verið þjónustaður alfarið af Eðalbílum. Eins og BMW mönnum er vel kunnugt þá vinna þeir vinnu sína mjög svo vel og hefur allt verið 100% í þessum bíl sem þeir hafa komið nálægt. Það er þó vert að taka fram að aftari vélarhlíf fylgdi ekki með honum og hefur það gengið illa að verða mér út um hana.
Smá sér á lakki, en ekkert óvenjulegt m.v. bíl á þessum aldri og á þessu landi. Hef reglulega stjanað við hann með bóni frá Dodo Juice.
Undir bílnum eru 18" Cooper dekk sem hafa verið undir honum í eitt sumar. Ótrúlega góð dekk sem gefa gott grip og góða endingu. Felgurnar voru teknar í gegn í vetur og var það meistaralega vel gert. Þær eru nánast betri en nýjar og í OEM Shadowchrome stíl.
Frekari upplýsingar:Þessi bíll er lygilega góður og var fluttur inn frá Ítalíu á sínum tíma. Ég hef aldrei sparað í viðhaldi eða rekstri á honum, einungis verslað OEM varahluti og látið fagmenn sjá um bilanagreiningu og ísetningu. Hef alltaf notað þá olíu sem BMW mælir með, Castrol TWS 10-60, sem er sérhönnuð fyrir þessa bíla.
Ég er nokkuð rólegur ökumaður og verið nokkuð slakur við að taka á bílnum. Hef fylgt einfaldri reglu hvað akstur bílsins varðar: ef hann er kaldur, þá fer ég ekki yfir 2000 snúninga.
Það sem ég hef gert við bílinn:Það fyrsta sem ég geri við bílinn eftir að ég eignast hann er að lita leðrið. Með tímanum fór að sjá á leðrinu, en það varð nánast eins og nýtt eftir þessa meðferð.

Næst „gerði ég við“ plast handfang á arm-restinu. Það hafði rispast og var frekar ljótt svo ég varð mér út um svo kallað di-noc carbon fiber og vafði handfangið í því. Kemur mjög vel út.

Fór svo með hann í Eðalbíla og lét þá laga eftirfarandi atriði:
- Skipt um olíuhæðaskynjara
- Skipt um bensíndælu
- Skipt um bensínsíu
- Gangtruflanir lagaðar (var alltaf að drepa á sér og svo misfire á cyl 7 / 8 )
- Klipptu frá aftermarket símbúnað sem búið var að víra við bensíndælu relay og var það að drepa á bílnum (ég gat drepið á honum hvar sem er í heiminum
) - Skipt um báðar ventlalokspakkningar
- Skipt um kerti
- Skipt um kertahettur
- Olíuþjónusta
Í vor lét ég Árna Sezar, bílasprautara, taka í gegn felgurnar sem voru undir bílnum. Einhver af fyrri eigendum bílsins höfðu pólýhúðað þær og þótti mér það koma sérlega illa út. Ég hélt að þeim væri ekki bjargandi: hörð húð eftir pólýhúðun og ... glimmer. Engin góð „before“ mynd til, en ég leyfi eftirfarandi myndum að segja allt sem segja þarf um niðurstöðuna:


Þær eru næstum því eins og nýjar. Engin köntun, engar rispur og það besta: OEM liturinn. Shadow chrome sem fæst með því að grunna þær svartar og sprauta svo með mörgum örþunnum lögum af sérstakri silfur málningu. Sezar vann mikið þrekvirki á felgunum, en hann pússaði pólýhúðina niður og lagaði allt sem þurfti að laga. Ómetanleg uppfærsla fyrir bílinn.
Ég er nýbúinn að láta laga pústfestingar og var skipt um hluta af þeim. Það var smá skrölt sem fór í taugarnar á mér þegar bíllinn var kaldur og er það alveg horfið. Skipt var um báða ABS skynjarana að aftan og hitaskynjara.
Eftir því sem ég best veit og bíllinn hefur aldrei verið þéttari eftir að hann komst í mína eigu.
Meira um E39 M5:BMW E39 M5 er ///M útgáfan af E39 5-seríunni. Bíllinn er drifinn áfram á mikið breyttri V8 vél sem byggð var á vélinni sem kom úr 540i. Hefðbundin E39 M5 vél, S62, snýst upp í 7000 snúninga og andskotast áfram á ótrúlegum hraða. Allir E39 M5 komu takmarkaðir í 250 km/h, en á réttum stað og réttum tíma er sagt að þeir fari yfir 300 km/h. Eins og það væri ekki nóg, þá er talað um að bílarnir komist upp frá 0 km/h upp í 100 km/h á undir 4.5 sekúndum.
Allir E39 M5 komu með læstu drifi, stærri bremsum, betri fjöðrun og voru bílarnir hannaðir með lækkun loftmótstöðu í huga.
Í stuttu máli: Þetta er draumabíll, ótrúlega fjölhæfur.
Viltu virðulegan fólksbíl? M5.
Viltu þægilegan heimilisbíl? M5.
Viltu sportbíl? M5.
Viltu bíl með fjölbreyttum aukabúnaði? M5.
Þessi bíll hagar sér eins og þér þóknast og er aldrei yfirgengilegur. Vissulega eru 400 hestöfl í vélarhúsinu til þjónustu reiðubúin ef/þegar þér sýnist. Hins vegar er bíllinn í svo góðu jafnvægi að beiting hestaflanna verður alltaf í fullkomnu jafnvægi og ef til þarf að taka er hemlakrafturinn í fullu samræmi við upptaktinn. Bíllinn stöðvast á undraskömmum tíma, 38,6 - 39,2 m frá 100 km hraða eftir hitastigi, meðan t.d. 540 týpan er með 40,1 - 40,4 m í sambærilegri hemlun
Sendið mér einkapóst ef þið viljið kanna skiptimöguleika. Er opinn fyrir sanngjörnum skiptum á góðum bílum, en vil vegna persónulegra ástæðna ekki skoða Toyotur. Hef áhuga á 3-seríu, þá sérlega E90.
Verð í staðgreiðslu: 2.300.000 kr.Hafið samband við mig hér, í síma 823-2490 eða í gegnum
steinidj@gmail.com.
- Þorsteinn D.