Jæja, ætla að prófa að auglýsa hann til þess að sjá hvort að maður fái einhver fín boð í hann, er ekki mikið spenntur fyrir staðgreiðslum (skoða tilboð samt), var aðallega að spá í skipti. Dýrari eða ódýrari.
Um er að ræða 1996 árgerð af e39 BMW 540i. Hann er keyrður um 150.466 km sem stendur. Smurbókin var því miður týnd af fyrri eiganda en hefur alltaf verið smurður reglulega.
Hann er í dökkgráum lit sem að heitir Fjordgrau Metallic, litakóði 310.
Þetta er pre-facelift bíll þannig að vélin sem að er í þessum er M62B44 non-vanos. 4.4 lítra sem að skilar um 286 hestöfl.
Það er 5 gíra sjálfskipting í honum með steptronic.
Hann er allur leðraður (svart) að innan með sportsætum, einnig er hiti í sætunum og stýrinu. Það er líka topplúga í honum (ekki gler).
Hann er á 16 tommu BMW felgum (á ekki mynd sem stendur) með 215/65/16 heilsársdekk en einning fylgja með 18" style 32 felgur með á dekk sem eru vægast sagt búin (235/45/R18).
Basic aukahlutir eru líka í bílnum, cruise control, sími, skii-bag, xenon, gardína í afturrúðunni og fl.
Lenti í því nýlega í smá slysi (stuðarinn og vinstra afturbretti rispuðust) þannig að það var sprautað allann afturstuðara og hluta af afturbrettinu vinstra megin, einning var ég lyklaður fyrir nokkrum mánuðum og það var lagað svo það er líka nýsprautað hægra frambretti og hluta af hurðinni nær því.
Fékk mér svo M-tech stuðara og var hann settur á honum, voru reyndar engin kastarar með því en ég er með par hérna, vantar bara
kastarahlífarnar. Handfangið á bílstjórahurðinni brotnaði líka eins og sést á myndunum en það er komið nýtt úr M5

. Svo eru líka sprungur á vinstra afturljósinu en er búinn að redda nýju ljósi.
Tveir hlutir sem að eru að honum í augnablikinu:
-Þarf að skipta um o2 skynjara
-Þarf að skipta um hjólalegu vinstra megin að aftan
Mun reyna að gera við þetta fyrir sölu.
Set á hann bara 1.250.000 kr íslenskar fyrst að verð er skylda, er mest spenntur fyrir skipti á öðrum BMW.



(Stór mynd ég veit...)
Áhugasamir geta haft samband við mig í PM, væluskjóður og verðlöggur mega tjá sig að vild, reyni að svara
öllum spurningum.
Carlos.