bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

-SELDUR- E32 730i 1987 - Almost fornbíll -SELDUR-
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=53100
Page 1 of 1

Author:  srr [ Mon 26. Sep 2011 18:35 ]
Post subject:  -SELDUR- E32 730i 1987 - Almost fornbíll -SELDUR-

Ég er með til sölu þennan einstaklega lítið ekna E32 sem heitir.....

Trausti Hrausti

BMW 730i
Framleiddur þann 11. mars 1987 í Þýskalandi og nýskráður á Íslandi 14. apríl 1987.
Ekinn 133.700 km :shock: (original, skoðunarferill staðfestir þetta)
Sjálfskiptur
Svartur að lit (Bmw litur "Diamantschwarz metallic")
Grá plussinnrétting
Rafmagn í öllum rúðum

Fæðingarvottorð bílsins:
Image

Bíllinn fór í skoðun 24. september og fékk athugasemdir á:
112 Stilling aðalljósa (festing á einu aðalljósi var brotin)
118 Ljósker aðalljósa (festing á einu aðalljósi var brotin)
403 Stýrisendar (Ytri stýrisendi hægra megin var ónýtur)
603 Hjólbarðar (Eitt dekk var orðið of misslitið út af stýrisendanum)

Ég skipti um báða stýrisendana hægra megin (innri og ytri) ásamt stönginni sem þeir festast á.
Skipti um ljósker v/m framan.
Setti undir hann tvö góð dekk að framan.
Bíllinn í endurskoðun í dag 26. september og fékk þá 12 skoðun án athugasemda.

Annað nýlegt viðhald (alltsaman í september 2011):
Ný viftureim
Ný olíusía
Ný olía á mótor
Kælikerfi tæmt og fyllt á með bláum Olís frostlegi.

Bíllinn er á misfallegum 16" álfelgum sem eru aðeins farnar að láta sjá á (farnar að flagna).
Dekkin að aftan eru 245/45 R 16, nánast óslitin.
Dekkin að framan eru 215/55 R 16, hálfslitin.

Bíllinn hefur verið á Íslandi frá upphafi og ég er aðeins fjórði eigandi bílsins.
Maður tekur alveg eftir því að bíllinn er lítið ekinn, hann er allur mjög þéttur og fínn í akstri.
Meira segja skoðunarmaðurinn talaði sérstaklega um það hvað hann væri heill miðað við aldur.

Svo er það bónusinn,,,,,,,,
Eftir áramót er hægt að skrá bílinn sem fornbíl þar sem hann verður 25 ára á næsta ári.
Þannig falla niður bifreiðagjöld og tryggingar fara niður í 20 þúsund krónur á ári.

Ásett verð: 380.000 kr.
Skúli Rúnar
s: 8440008 / srr at simnet.is

Hérna eru myndir sem ég tók af bílnum í dag:
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  srr [ Sat 01. Oct 2011 23:56 ]
Post subject:  Re: E32 730i 1987 - Almost fornbíll

Ennþá til sölu,,,,,,,

Author:  98.OKT [ Sun 02. Oct 2011 11:37 ]
Post subject:  Re: E32 730i 1987 - Almost fornbíll

Mikið svakalega væri ég til í að eiga smá aukapening núna :argh:
Mig hefur lengi langað að eiga einn svona sem aukabíl, svo ekki sé nú talað um hversu ódýrt er að eiga þetta eftir áramótin :cry:

Author:  Alpina [ Sun 02. Oct 2011 13:36 ]
Post subject:  Re: E32 730i 1987 - Almost fornbíll

Er Sævar Karl ,, fyrsti eigandi ,, ??

Author:  srr [ Sun 02. Oct 2011 15:21 ]
Post subject:  Re: E32 730i 1987 - Almost fornbíll

Alpina wrote:
Er Sævar Karl ,, fyrsti eigandi ,, ??

Já, það passar :thup:

Author:  íbbi_ [ Sun 02. Oct 2011 22:02 ]
Post subject:  Re: E32 730i 1987 - Almost fornbíll

skemmtilegt að sjá svona eintak finnst mér, væri alveg til í að rönna þetta á fornbílaskráningu sem fjölskyldureið, eyðir ekki svo mikið svona hrár 730, og ekki var mikið vesen á mínum

Author:  srr [ Mon 03. Oct 2011 18:57 ]
Post subject:  Re: E32 730i 1987 - Almost fornbíll

Margir að spá og spekúlera í bílnum,,,,,,,en sá fyrsti sem mætir með,,,,,

325.000 kr.

,,,,fær bílinn.
Bifreiðagjöld út árið eru innifalin í verðinu. :thup:

Author:  haukur94 [ Sun 30. Oct 2011 19:05 ]
Post subject:  Re: E32 730i 1987 - Almost fornbíll

Þessi er seldur

Author:  srr [ Sun 30. Oct 2011 20:35 ]
Post subject:  Re: E32 730i 1987 - Almost fornbíll

haukur94 wrote:
Þessi er seldur

8) 8)

Til hamingju með bílinn.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/