| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/  | 
|
| Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=53048  | 
	Page 1 of 1 | 
| Author: | gjonsson [ Thu 22. Sep 2011 00:18 ] | 
| Post subject: | Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
SELDUR Með MIKLUM trega auglýsi ég Alpinuna til sölu. E36 Alpina B3 3.0, Númer 17 af 155 Ekinn: 137.000 km Beinskiptur Litur: BMW schwarz II Afl: 250 hö Tog: 320 N/m Búnaður: OBC með Check Control Cruise Control Bakkskynjarar Semi-Automatic toppur Uppfært hljómkerfi Tvöföld hitastýrð miðstöð Loftkæling Leðurklædd svört BMW sportsæti með hita LSD Ástand: Ég er búinn að eyða miklum peningum í þennan bíl síðustu tvö árin og er listinn hér að neðan ekki tæmandi. Hann lítur nánast út fyrir að vera nýr enda er búið að eyða miklu púðri í lúkkið. -Á kvittanir upp á nokkur hundruð þúsund fyrir ýmsu viðhaldi síðan ég fékk hann í hendurnar. -Heilsprautaði bílinn núna í vor og setti Alpina rendur, merki og framspoiler. -Allir plastlistar teknir í gegn. -Skipti um blæjurúðu. -Nýjar Alpina mottur. -Málaði felgur og skipti um öll merki. -Ný afturljós -Rann athugasemdalaust í gegnum skoðun í júní síðastliðnum. Þetta er samt 18 ára gamall bíll og því eru nokkur atriði sem betur mættu fara. Handlaginn einstaklingur ætti samt að geta kippt þessu í liðinn án mikils tilkostnaðar. -Rafmagnsopunin á toppnum er með eitthvað vesen. Það er samt hægt að opna og loka handvirkt án vandræða. -Það lekur smá olía af gírkassa meðfram bakkrofanum og skiptiarminum. Eðalbílar áætluðu að þetta myndi kosta um 50.000 kr að laga og þar af eru varahlutir um 5.000 kr. -Bakkskynjarnir eru eitthvað veikir. Grunar að einn skynjarinn hafi skemmst þegar plastlistarnir voru teknir í gegn nú í vor. -Útihitamælirinn sýnir -35°F. Líklega hefur skynjarinn dottið úr sambandi þegar stuðarinn var tekinn af. Í versta falli þarf að skipta um hann. Hér svo "bílar meðlima" þráður bílsins. viewtopic.php?f=5&t=40287 SELDUR Þætti best ef menn myndu hafa samband í gegnum PM eða e-mail gudmundur_ingvi(hjá)hotmail.com Dekkjasparkarar eru vinsamlegast afþakkaðir. ![]() ![]() ![]()  | 
	|
| Author: | doddi1 [ Thu 22. Sep 2011 11:01 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 | 
flottur, væri fínt að hafa eina mynd með blæjuna uppi 2 cents... sorry offtopic  | 
	|
| Author: | Steinieini [ Fri 23. Sep 2011 15:29 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 | 
Nei Gummi trúi þessu ekki ! Get vottað að þessi keyrir eins og nýr.  | 
	|
| Author: | Sezar [ Fri 23. Sep 2011 22:19 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
Ég er ekki hissa á því að þessi seldist STRAX  | 
	|
| Author: | gjonsson [ Fri 23. Sep 2011 22:30 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
Sezar wrote: Ég er ekki hissa á því að þessi seldist STRAX  Já þetta gerðist eiginlega of fljótt...ég náði ekki einu sinni að skipta um skoðun.  | 
	|
| Author: | Aron Fridrik [ Fri 23. Sep 2011 23:29 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
hver keypti ? samhryggist með söluna !  | 
	|
| Author: | jens [ Sat 24. Sep 2011 00:05 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
Bíllinn gat ekki farið á betri stað, algjör Alpina fan sem fer vel með bílinn  | 
	|
| Author: | batti [ Sat 24. Sep 2011 00:43 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
Sveinki  | 
	|
| Author: | Alpina [ Sat 24. Sep 2011 15:57 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
batti wrote: Sveinki   Nei ,, en mig grunar einn ákveðinn  | 
	|
| Author: | bErio [ Sat 24. Sep 2011 16:08 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
SEAN?  | 
	|
| Author: | Alpina [ Sat 24. Sep 2011 16:09 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
bErio wrote: SEAN? neee,, en hver veit  | 
	|
| Author: | gjonsson [ Sat 24. Sep 2011 16:15 ] | 
| Post subject: | Re: Alpina B3 3.0 Cabrio E36 - SELDUR | 
Ég ætla að leyfa nýjum eiganda að ljóstra þessu upp sjálfur. En Alpinan ætti að vera kominn í enn betri hendur.  | 
	|
| Page 1 of 1 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/  | 
|