bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 25. Apr 2024 23:02

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: 323i '81
PostPosted: Mon 06. Jan 2003 00:36 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Nú er komið að því sem ég átti ekki von á að myndi nokkurn tíma gerast. Ég er að spá í að selja BMWinn minn :cry: , þ.e. ef réttur kaupandi finnst! Það bara kemur ekki til greina að selja Hann einhverjum sem ekki kemur til með að hugsa vel um Hann! Þess vegna datt mér í hug að athuga hvort hér væri að finna einhvern sem hefði áhuga.

Um er að ræða hvítan E21 323i árg 1981. Kom á götuna 11.11.1981 og hefur allt sitt líf verið búsettur norðan heiða, ekkert salt. Hann hefur alveg fengið að finna fyrir því þessi í gegnum tíðina, eins og (nánast) allir þessir 323 bílar. Enda eigendur oft ungir og graðir á bensínfætinum :) Bílinn hefur þrátt fyrir það komist ótrúlega vel í gegnum "lífið" og er mjög fallegur.

Síðan ég eignaðist Hann 1998 hef ég meðal annars gert eftirfarandi: Tekið upp vél (nýjar höfuð- og stangarlegur, stimpilboltar, hringar, spíssar ofl), skipt 4 gíra kassa út fyrir 5 gíra, skipt um drif (org. 1:3,45), bremsudiskar, H&R gormar ofl ofl.

Erfitt er að verðsetja svona bíl, en það verður bara að skoða það.

Núna er hann í vetrardvala í góðri geymslu og hafði ég ekki hugsað mér að taka hann út fyrr en í vor.

Áhugasamir endilega skrifið línu, komið með spurn. og leyfið mér að heyra ykkar álit.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Jan 2003 08:26 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Sæll, eins og eflaust einhverjir hérna vita er ég mikill E21 323i maður og er einmitt að leita mér að svona bíl aftur.
Ætlunin var nú að kaupa ódýrann og gera hann upp en ef þú ert ekki að biðja um of mikið fyrir þinn þá kæmi hann vel til greina :)
Hvað mundir þú sætta þig við fyrir hann?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Jan 2003 14:44 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Ég get bara ekki alveg gert mér grein fyrir því. En það yrði samt ekki mjög ódýrt.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Jan 2003 14:45 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Hvað telur þú, djöfullinn, vera ekki mikið fyrir svona bíl. 100 þús? Ef svo er þá er það allavega alltof lítið!!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Jan 2003 16:12 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég veit náttúrulega ekkert hvað þú ert búinn að eyða í hann, hef ekki einusinni séð hann.
Gefðu mér bara eitthvað ásættanlegt verð :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Jan 2003 21:20 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
skipta bara við mig á 4runnerinum og ég skal láta þig fá hann fyrir 525 bílin 8)

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Jan 2003 21:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
hehe neehhh :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Jan 2003 22:54 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
bara plottað feitt :)

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Jan 2003 07:49 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Það er mynd af bílnum í alm. umr. "Original E30 spoiler".

Ef ég myndi selja bílinn á 350.000 þá er það líklega 50% af því sem ég hef lagt í hann :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Oct 2003 09:16 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Maður verður nú bara klökkur af því að lesa og ryfja upp hér.

Við Logi erum nú með nokkurs konar "umgengnisrétt" við okkar gömlu bíla - enda full þörf á því.

Eftir að hafa skipt á bílum þá hefur þessi hvíti náð ótrúlegum tökum á mér og minni frú.

Það er líka gaman að sjá umræður um verð svona eftir að búið er að ganga til samninga...

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Oct 2003 09:19 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
:cry: Já ég segi það sama. Það er alveg ótrúlegt hvað A4664 er með mikla sál....

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 06. Oct 2003 09:24 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Já, hann er reynsluríkur blessaður.

Annars er þetta dálitið fyndið eftir á að hyggja.

BMW bílar virðast fyrir felstum vera dálítið high maintenance, en þessi hvíti sem er kominn í 268 þúsund er alveg þræl sólíd enda ekkert til að bila í þessu sosem...

Eina sem ég hef yfir að klaga er að ég rek hann stundum niður hér í bænum á ótrúlegustu stöðum, sem betur fer er hlífðarpannan þarna til að taka við þessu.

Nú er næsta mál að prófa að sjæna upp auka felgugang sem ég keypti af Sæma.

Þær eru 13" líka með svartri miðju og mynstri svipuðu og Basketweave, spurningin er hvernig ég eigi að hafa þær... ég er eiginlega alveg ákveðin í að hafa miðjuna svarta áfram, en það er smá spurning hvort maður eigi að hafa rimina í ál lit eða hvíta, eða jafnvel póleraða ef ég nenni því.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 14:22 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 03. Nov 2003 18:40
Posts: 925
Location: @ the spot...
Sæll vinur ég vildi bjóða þér að kíkja allavega á sexuna mína ef þú hefur áhuga á því. Ég hef séð þennann hvíta margoft, Fallegur bíll, En ef þú hefur áhuga á að skipta við mig, ég væri jafnvel til í að henda einhverju inn á milli. Tjekkaðu á þessu. Kv Stebbi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 14:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Það er nú soldið síðan þeir skiptust á bílum :?

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 15:05 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 03. Nov 2003 18:40
Posts: 925
Location: @ the spot...
Vá hvaðð maður getur verið grillaður í kollinum stundum :shock:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group