bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
1996 BMW 540i (e39) - Seldur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=52678 |
Page 1 of 1 |
Author: | kalli* [ Tue 30. Aug 2011 12:23 ] |
Post subject: | 1996 BMW 540i (e39) - Seldur |
Jæja, ætla að prófa að auglýsa hann til þess að sjá hvort að maður fái einhver fín boð í hann, er ekki mikið spenntur fyrir staðgreiðslum (skoða tilboð samt), var aðallega að spá í skipti. Dýrari eða ódýrari. Um er að ræða 1996 árgerð af e39 BMW 540i. Hann er keyrður um 150.466 km sem stendur. Smurbókin var því miður týnd af fyrri eiganda en hefur alltaf verið smurður reglulega. Hann er í dökkgráum lit sem að heitir Fjordgrau Metallic, litakóði 310. Þetta er pre-facelift bíll þannig að vélin sem að er í þessum er M62B44 non-vanos. 4.4 lítra sem að skilar um 286 hestöfl. Það er 5 gíra sjálfskipting í honum með steptronic. Hann er allur leðraður (svart) að innan með sportsætum, einnig er hiti í sætunum og stýrinu. Það er líka topplúga í honum (ekki gler). Hann er á 16 tommu BMW felgum (á ekki mynd sem stendur) með 215/65/16 heilsársdekk en einning fylgja með 18" style 32 felgur með á dekk sem eru vægast sagt búin (235/45/R18). Basic aukahlutir eru líka í bílnum, cruise control, sími, skii-bag, xenon, gardína í afturrúðunni og fl. Lenti í því nýlega í smá slysi (stuðarinn og vinstra afturbretti rispuðust) þannig að það var sprautað allann afturstuðara og hluta af afturbrettinu vinstra megin, einning var ég lyklaður fyrir nokkrum mánuðum og það var lagað svo það er líka nýsprautað hægra frambretti og hluta af hurðinni nær því. Fékk mér svo M-tech stuðara og var hann settur á honum, voru reyndar engin kastarar með því en ég er með par hérna, vantar bara kastarahlífarnar. Handfangið á bílstjórahurðinni brotnaði líka eins og sést á myndunum en það er komið nýtt úr M5 ![]() Tveir hlutir sem að eru að honum í augnablikinu: -Þarf að skipta um o2 skynjara -Þarf að skipta um hjólalegu vinstra megin að aftan Mun reyna að gera við þetta fyrir sölu. Set á hann bara 1.250.000 kr íslenskar fyrst að verð er skylda, er mest spenntur fyrir skipti á öðrum BMW. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() (Stór mynd ég veit...) Áhugasamir geta haft samband við mig í PM, væluskjóður og verðlöggur mega tjá sig að vild, reyni að svara öllum spurningum. Carlos. |
Author: | SteiniDJ [ Thu 01. Sep 2011 00:28 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Er ekki hlutlaus, en þessi er alveg ótrúlega þéttur og góður ásamt því að vera lítið keyrður og alveg sérlega fallegur. Ég hef fengið að keyra hann og varð ekki svikinn, þrátt fyrir að rúlla um á M5 daglega. Afl, útlit og gæði. ![]() |
Author: | Alpina [ Thu 01. Sep 2011 02:06 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Einn besti E39 540 sem er í boði á Íslandi að mínu mati |
Author: | Stevens [ Thu 01. Sep 2011 16:44 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Þessi bíll var frábær þegar að ég átti hann, ótrúlega þéttur og góður. Og án þess að hafa hugmynd um það, en þá get ég ekki ýmindað mér að það séu margir jafn góðir 540 bílar af svipaðri árgerð á götunni í dag |
Author: | Djofullinn [ Thu 01. Sep 2011 16:51 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Ótrúlega heill bíll! ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Fri 02. Sep 2011 02:16 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Hann er virkilega fínn þessi, og Kalli, þú hefur bara samband ef þú villt að ég græji þessi atriði fyrir þig. ![]() |
Author: | kalli* [ Fri 02. Sep 2011 10:49 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Axel Jóhann wrote: Hann er virkilega fínn þessi, og Kalli, þú hefur bara samband ef þú villt að ég græji þessi atriði fyrir þig. ![]() Geri það ![]() ![]() ![]() Um að gera að bjóða staðgreiðslur líka, skoða allt ! |
Author: | Róbert-BMW [ Sun 04. Sep 2011 12:14 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Rosarlega eigulegur 540 ![]() |
Author: | kalli* [ Tue 13. Sep 2011 22:25 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Róbert-BMW wrote: Rosarlega eigulegur 540 ![]() Í hvert skipti sem að ég sest við bílstjórasætið og keyri af stað átta ég mig á því hvað mig virkilega langar ekkert til að selja þetta en c'est la vie. Opinn fyrir öllum skiptum og tilboðum ![]() |
Author: | kalli* [ Fri 16. Sep 2011 19:16 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
ttt |
Author: | kalli* [ Mon 19. Sep 2011 16:08 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Mjög spenntur fyrir e46 ![]() |
Author: | kalli* [ Mon 03. Oct 2011 17:27 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
upp |
Author: | kalli* [ Fri 07. Oct 2011 00:41 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) |
Bjóða bjóða ! Nýsmurður og fer í skoðun bráðum. |
Author: | kalli* [ Sun 16. Oct 2011 22:44 ] |
Post subject: | Re: 1996 BMW 540i (e39) - Seldur |
Jæja, þá er þessi seldur með mikilli eftirsjá. ![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |