bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Til sölu E39 523iT METAN SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=52361 |
Page 1 of 3 |
Author: | saemi [ Mon 08. Aug 2011 23:05 ] |
Post subject: | Til sölu E39 523iT METAN SELDUR |
Til sölu BMW 523iT Litur: 324 Oxfordgruen Leður: Svart (var pluss original í honum) Fyrsta skráning 18.06.97 Innfluttur 15.04.2011 Verksmiðjunúmer: BY72804 Ekinn 302þkm Skoðaður '11 2.5L 170hö (með bensíni) Búnaður: 0534 Klimaautomatick - (loftkæling, er í lagi) 0550 Bordcomputer - aksturstalva 0235 Anhaengerkupplung, kopf abnehmbar - aftakanlegur dráttarkrókur 0386 Dachreling - þakbogar 0413 Gepaeckraumtrennetz - net og tjald til að draga upp og yfir afturí 0438 Edelholzausfuehrung - viðarlistar háglans 0494 Sitzheizung - hiti í sætum að framan 0540 Geschwindigkeitsregelung - Skriðstillir Þess utan er ég búinn að setja í bílinn gardínur í afturglugga, OEM að sjálfsögðu. Staðalbúnaður: Spólvörn, ásamt ABS Rafmagn í rúðum að framan Fjarstýrðar samlæsingar úr lykli (Virkar reyndar bara á einni fjarstýringunni en hin fylgir ásamt 3ja lyklinum) Þokuljós að framan Búið er að setja facelift ljós á bílinn (HELLA) ásamt Xenon. Ég litaði svo afturljósin rauð, lítið mál að hreinsa það af eða versla hvít/facelift til að fullkomna facelift lúkkið. Ég skipti sjálfur um ABS skynjara í bílnum, keypti svo í hann ventlalokspakkningu ásamt nýrri síu í sjálfskiptinguna. setti Mobil 1 á hann í 298779km. Bíllinn er með þjónustubók frá upphafi, það hefur aldrei verið trassað að skipta um olíu, bremsuvökva oþh. Rúsínan í pylsuendanum er svo að sjálfsögðu METAN kerfið í bílnum. Það virkar fullkomlega, bíllinn skiptir yfir á það sjálfur þegar vélin hefur hitnað (c.a 3 mínútur ef hann er kaldur, 10 sec heitur). Það kostar 2350 að fylla kútinn og hann dugir í kringum 200km (170-230) eftir akstri. Miðað við þetta, þá er þetta að koma út kostnaðarlega eins og bíllinn sé að eyða 5L á hundraðið (kostar 1175 að keyra 100km). Þess utan eru bifreiðagjöldin í lágmarki, 5350 krónur á önnina. Kerfið er af BRC gerð, var sett í 2005 og kostaði þá 5300EUR. Bíllinn er á original M5 felgum sem eru óbeyglaðar en farið að sjá á. Dekkin eru Falken, framdekk fín, afturdekk orðin slitin (myndi giska á fram á mitt næsta sumar). Þrátt fyrir þennan akstur er bíllinn óaðfinnanlegur í akstri. Mjög þéttur og góður bíll. Reikningar frá 2010 upp á 1700EUR! Tilboðsverð 800.000.- Fast verð, ekkert prútt Upplýsingar í S: 699-2268 eða smu@islandia.is |
Author: | gardara [ Mon 08. Aug 2011 23:10 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
Djöfull væri ég til í svona metan cruiser ![]() |
Author: | saemi [ Mon 08. Aug 2011 23:33 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
gardara wrote: Djöfull væri ég til í svona metan cruiser ![]() Ekki málið. Þú mátt kaupa hann ![]() |
Author: | T-bone [ Tue 09. Aug 2011 09:31 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
þessi er sjalfskiptur, er það ekki? |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 09. Aug 2011 10:05 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
T-bone wrote: þessi er sjalfskiptur, er það ekki? Skoðaðu myndinar bara aftur ![]() |
Author: | Bartek [ Tue 09. Aug 2011 10:11 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
T-bone wrote: þessi er sjalfskiptur, er það ekki? Sjalfskiptur, metan cruiser ![]() metan breytingar kostar í islandii í kringum 500 þus... bara í lagi með þetta verð!! ![]() |
Author: | agustingig [ Tue 09. Aug 2011 11:19 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
Er ekkert að honum? Finnst þetta allveg MEGA verð, og fallegur bíll líka. ![]() |
Author: | saemi [ Tue 09. Aug 2011 12:43 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
agustingig wrote: Er ekkert að honum? Finnst þetta allveg MEGA verð, og fallegur bíll líka. ![]() ... Þetta er 97 árgerð, ... hann er ekki nýr. Rispur á afturstuðara, dæld við afturhlera. En... allt í allt mjög góður bíll. Það er ekki hægt að segja beint að það sé neitt að honum. |
Author: | Bjarki [ Tue 09. Aug 2011 13:09 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
Hef keyrt bílinn talsvert, virkilega heill bíll m.v. aldur og akstur. Það er mjög skemmtilegt að kaupa gas á bílinn og keyra svo og keyra ![]() Rifjar upp gamla góða tíma þegar ekki þurfti að hafa áhyggjur af hverjum km. |
Author: | srr [ Tue 09. Aug 2011 13:41 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
523MiT ? ![]() |
Author: | ValliFudd [ Tue 09. Aug 2011 16:45 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
srr wrote: 523MiT ? ![]() MIT? Er það ekki Bond, James Bond! ![]() Þessi fer nú nokkuð örugglega hratt.. Væri vel til í þennan ef ég ætti fyrir honum ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Wed 10. Aug 2011 09:25 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
ValliFudd wrote: srr wrote: 523MiT ? ![]() MIT? Er það ekki Bond, James Bond! ![]() Þessi fer nú nokkuð örugglega hratt.. Væri vel til í þennan ef ég ætti fyrir honum ![]() mi6 er James Bond ![]() MIT er skóli í Boston |
Author: | saemi [ Wed 10. Aug 2011 10:22 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
og þetta er Metan BMW ![]() |
Author: | saemi [ Thu 11. Aug 2011 23:16 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
ttt |
Author: | saemi [ Tue 16. Aug 2011 17:42 ] |
Post subject: | Re: Til sölu E39 523iT METAN |
Var að fylla'nn áðan ![]() N1 Bíldshöfða KENNITALA 540206-2010 VSKNR. 92148 SÍMI: 440 1100 GREIDSLULYKILL DAGS. 16.08.2011 TÍMI. 16:14:58 XXXX-XXXX-XXXX-7615 BÍLNÚMER: JZE83 VIÐSKIPTI KR. 2147 ÞAR AF VSK: 436,24 OLÍUGJALD ÁN VSK: 0 ELDSN.TEG. DÆLA LÍTRAR KR/L METANGAS 17 17,89 120,00 0807XXX 99620000 18616 9570770 0008-0007 D1 FÆRSLUNR:1123234 HEIMILD NR: 123234 N1-SJÁLFSALAR... ALLAN SÓLAHRINGINN Minni á þessa snilldarbifreið. Margir sem vilja borga klink í skiptum og fyrir felgurnar. Færri sem eru í Team-be ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |