Ég hef ákveðið að setja þetta kvikindi á sölu. Um er að ræða 95 árgerð af 540 touring, 6 gíra beinskiptur. Þar sem að enn er uppi ýtarlegur sölupóstur um þennan bíl þá ætla ég einfaldlega að gefa link á hann, þar má sjá myndir sem teknar voru um vorið 2009.
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=36639&hilit=540+6+g%C3%ADraÉg kaupi bílinn í apríl 2009 og er á honum þar til í ágúst, sama ár, þegar ég legg honum inn í skúr. Þar hefur hann verið yfir veturinn að bíða eftir sumrinu. Áður en hann var settur í geymslu var rafgeymirinn aftengdur og skipt um olíu á honum. Svo bíllinn er í góðu standi eftir veturinn.
Ég vill minnast á eftirfarandi hluti:
Bíllinn er ekki á númerum og óskoðaður.
Dekkin eru mjög léleg undir honum (er á tveimur stálfelgum).
Topplúgan lekur smávegis.
Vantar einn tengilinn í skynjara í aðra pústgreinina fyrir miðjum bílnum.
Bíllinn er staðsettur á Siglufirði og kaupandi þarf að sækja hann þangað.Ef ykkur vantar meiri upplýsingar sendið mér þá endilega póst eða bjallið í
8470765Verðið er
400.000krAth er
ekki að leitast eftir skiptum, aðeins bein kaup koma til greina.
Bíllinn er ekki með xeon eins og í gömlu auglýsingunni. Aðeins venjulegur ljósabúnaður.
_________________
540 e34(touring) til sölu
316 e46 SS611 seldur

540 e34 TMK 79 seldur

320 e36 KY 398 ónýtur
