Bíllinn er seldur!Þá er víst komið að því.
Búinn að eiga þennan bíl í tæp 7 ár og þarf núna að láta hann fara.
Bíllinn er keyrður 222.xxx km.
M50B20 mótor, 150 hestöfl.
Beinskiptur.
Ekki læstur.
Rafdrifin topplúga sem virkar.
Hann er með angel eyes að framan.
Koni dempara sett er undir bílnum og að framan er hann með coilovers og ég hækkaði hann að aftan með gormaklossum.
Mótorinn er mjög fínn og það virkar nánast allt í bílnum.
Þegar ég segi nánast að þá er ég að meina að það eru hlutir sem þarf að kíkja á.
T.d. fer rúðan bílstjóramegin skakkt upp í falsið þannig að ég tók hana úr sambandi.
Nokkuð er um riðbletti á boddýi og lakkið ekki það besta.
Ljósin að aftan eru líka orðinn slöpp eftir að hafa fyllst af vatni og síðan frosið í þeim.
Samlæsingar standa líka á sér og vill hann ekki læsa bílnum með lyklinum.
Það er tauáklæði í bílnum og er armpúði afturí. Bílstjórasætið er orðið nokkuð sjúskað, rifið og svampur eyddur.
Smá titringur kemur líka í stýrið þegar bremsað er en nokkuð nýlegt er þó í öllum bremsum að framan og aftan. Bæði diskar og klossar.
Bíllinn fór athugasemdalaust í gegnum skoðun núna í vetur og er síðasti stafurinn í númerinu 2.
Það var keyrt á mig á þessum bíl að framan fyrir um 5 árum og árið áður bakkaði ég á staur. Bæði tjón voru ágætlega löguð nema kannski það seinna. Mikið um ryðbletti á nýjustu boddýpörtunum á bílnum. Bíllinn er ekki skráður tjónabíll enda um minniháttar árekstra að ræða í bæði skipti.
Það gæti verið að ég sé að gleyma einhverju en ég hvet menn sem hafa áhuga að koma bara og skoða.
Er staddur í Hafnarfirði.
Bíllinn er á flottum 17" felgum með góðum og nýlegum Cooper Zeon 2X5 dekkjum.
245/40R17 að aftan og 225/45R17 að framan.
Einnig kemur með bílnum 16" bmw felgur með vetrardekkjum sem eiga alveg 1-2 vetur eftir.


Verð 450.000 kr.Það er ekkert áhvílandi á bílnum og hef ekki áhuga á skiptum nema þá kannski á móti subaru forester.
Hægt er að ná í mig í síma 847-0337 Ívar eða senda mér pm.