bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 350þús -SELDUR-
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=51846
Page 1 of 2

Author:  atroxinn [ Sun 03. Jul 2011 19:59 ]
Post subject:  Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 350þús -SELDUR-

Til sölu BMW 730 E38

Image

Árgerð 1994

Ekinn ca. 254 þús.

Sjálfskiptur

Xenon aðalljós, BMW oem

Cruize control (Aðalrofi fyrir aftan stýri og svo stjórnað frá stýrinu)

Loftkæling

BMW gsm sími (hef aldrei prufað hann, svo að ég veit ekki með virknina)

Ég hef ekki nákvæmar tölur yfir eyðslu, en hann stendur í rúmum 10 l/100km hjá mér núna, sem er semi blandaður akstur en mest langkeyrsla.


2 sumardekk ný, 2 keyrð eitt sumar

Rafdrifin sæti, minni í bílstjórasæti

Mjög ljóst grátt tauáklæði á sætum

Image


Viðhald á meðan ég hef átt hann (nýjast fyrst)

Setti í hann nýjan Pioneer spilara (50W x4) sem fellur mun betur inn í innréttinguna heldur en gamli.

Dundaði við að bæta við plastklemmum sem vanntaði í hurðaspjöldin.

Olíu og síu skipti á skiptingu (ATF Esso LT 71 141)

Ný fjarstýrð samlæsing, 2x fjarstýringar (gamla var löngu hætt að virkar og það bilaði eitthvað í skráargatinu í hurðinni)

Nýr vatnslás

Startarinn alveg 100% tekinn upp, eina sem er ekki nýtt í honum er hýsingin utan um hann.

Nýr rafgeymir (sumar 2010)

Nýr spindill að framan bílstjóramegin (sumar 2009)

Skipti um öll kertin 8stk. (sumar 2009)

Skipti um viftureymar

Frammbretti bílstjóramegin sprautað (e-r bjáni bakkaði á bílinn í bílastæði :( )

Báðar hurðir farþegamegin sprautaðar (óður hundur réðist á farþegahurðina)

Image Image


Það sem að er ekki í lagi

Hiti í bílstjórasæti

Litla hólfið með sígarettu kveikjaranum á milli sætana lokast ekki

Efsta pixla röðin dauð í skjá í innréttingu

Rafdrifnu höfuðpúðarnir afturí (stikkin brotin sem að keyra púðana upp og niður í báðum)

Gardýnan í afturrúðunni virkar ekki

Lokið á gatið, fyrir tjakkinn, í sílsinum (að aftan bílstjóramegin) týndist :(

Aðalljósið bílstjóramegin á það til að blikka og slökna, gerist örsjalda, dugar að slökkva og kveikja ljósin, þá kemur það inn aftur, hefur verið svona frá því að ég keypti hann.

Eitthvað rafmagns vesen að koma upp í honum, drainar rafgeyminn á ca. viku til 2 vikum

Hann á það til að byrja með einhver ýskur læti frá samskeitum gírkassa og vélar þegar hann er heitur, en það gerist helst þá þegar hann er ræstur heitur, en dugar oftast bara að gefa honum smá inn,
þá fer þetta. Leiðinda hljóð en því miður dugði ekki til að skipta um olíu og síu á skiptingunni

Það er einhver víbríngur í gangi í honum þegar maður er að keyra hann á ca. 80km/klst, þ.e. strítið og allur pakkinn hristist, en hann er fínn þar fyrir utan.
Það kom í ljós fyrir nokkrum dögum að það dugði ekki að skipta um felgur undir honum til að laga þennan víbríng.
Svo þetta er eitthvað sem gæti kostað einhverjar peninga að laga :/

Image


Bíllinn lítur mjög vel út, megum ekki gleyma að þetta er 17 ára gamall bíll.
Performar alveg ótrúlega vel.

Image Image

Image Image Image

Image Image Image

Image Image
Myndirnar eru ekki alveg nýjar, teknar sumarið 2009!

Þessar eru nýjar!
ImageImageImage

Image
Kominn á nýjar felgur!

Verðhugmynd 350.000.-, skoða öll tilboð

Þetta er náttúrulega 18 ára bíll og augljóslega ýmislegt farið að bila, svo að mér liði best með að selja hann til manns/konu sem er tilbúin að taka á sig viðgerðarkostnað til að gera upp bílinn!

Engin skipti.

Áhugasamir sendið póst á gudmundur.hardar(at)gmail.com
-pm hér
-eða hringja s:772-8708 (Gummi)

Author:  Bandit79 [ Mon 04. Jul 2011 11:41 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg

Hrós fyrir flotta auglýsingu :thup:

Fallegur bíll og örugglega geðveikur krúser 8)

Gangi þér vel með söluna :)

Author:  atroxinn [ Mon 04. Jul 2011 13:33 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg

Danke :thup:

Author:  GPE [ Mon 04. Jul 2011 18:32 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg

Sammála Bandit79! Átt hrós skilið fyrir frábæra auglýsingu! Rosalega fallegur bíll! Gangi þér vel með söluna ! :)

Author:  atroxinn [ Tue 26. Jul 2011 19:40 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg

TTT

Author:  atroxinn [ Thu 25. Aug 2011 17:44 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg (25.08.2011 EDIT)


EDIT


Er kominn með '12 miða!
Kagginn rann í gegnum skoðun


Er líka fluttur á höfuðborgarsvæðið svo að áhugasamir geta fengið að skoða

Author:  atroxinn [ Mon 27. Aug 2012 22:32 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 500þús

Image
Image
Image

Nýjar myndir!
Er kominn með '13 miða
Lækkað verð!

Endilega komið með tilboð! :)

Author:  íbbi_ [ Mon 27. Aug 2012 22:50 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 500þús

flottur þessi! væri alveg til í þennan

Author:  rockstone [ Mon 27. Aug 2012 22:59 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 500þús

er þetta 8cyl eða 6cyl?

Author:  Bandit79 [ Mon 27. Aug 2012 23:47 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 500þús

rockstone wrote:
er þetta 8cyl eða 6cyl?


V8

Author:  íbbi_ [ Tue 28. Aug 2012 12:54 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 500þús

E38 730 er eingöngu v8

Author:  atroxinn [ Mon 03. Sep 2012 10:20 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 500þús

Það er einhver víbríngur í gangi í honum þegar maður er að keyra hann á ca. 80km/klst, þ.e. strítið og allur pakkinn hristist, en hann er fínn þar fyrir utan.
Það kom í ljós fyrir nokkrum dögum að það dugði ekki að skipta um felgur undir honum til að laga þennan víbríng.
Svo þetta er eitthvað sem gæti kostað einhverjar peninga að laga :/

Verðhugmynd 350.000.-, skoða öll tilboð

Þetta er náttúrulega 18 ára bíll og augljóslega ýmislegt farið að bila, svo að mér liði best með að selja hann til manns/konu sem er tilbúin að taka á sig viðgerðarkostnað til að gera upp bílinn!

Image

Author:  atroxinn [ Tue 04. Sep 2012 09:59 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 350þús -ATH breytt auglýsin

TTT

Author:  hognifreyr [ Sun 09. Sep 2012 19:29 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 350þús -ATH breytt auglýsin

skoðarru einhver skipti?

Author:  atroxinn [ Sun 09. Sep 2012 19:55 ]
Post subject:  Re: Til sölu BMW 730 E38 '94 árg 350þús -ATH breytt auglýsin

hognifreyr wrote:
skoðarru einhver skipti?


Aðalega bara á peningum :D

Skipti eru svosem ekkert alveg off, en vill helst fá e-ð cash líka :)

En ég vill ekki fá annan bíl ;)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/