bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E34 530iA - 1989 árg. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=50356 |
Page 1 of 1 |
Author: | Geysir [ Mon 04. Apr 2011 12:30 ] |
Post subject: | E34 530iA - 1989 árg. |
Þessi er til sölu, glæislegur gripur. BMW 530iA Árgerð 1989 Aflgjafi: Bensín Mótor: 3000cc. Hestöfl: 188. Skipting: Sjálfskipting, í góðu standi. Ekinn: 270,xxx km. Búnaður: Leðursæti, rafdrifin. Allt virkar og flott, rafmagn í hauspúðum meira að segja. Rafmagn í rúðum og speglum. Stóra aksturstalvan, sem er snilld! Cruise control, sem virkar og bara þægilegt. Tvívirk topplúga, virkar eins og draumur. Tvívirk miðstöð Og sennilega eitthvað fleira sem ég man ekki akkúrat núna. 18" felgur prýða bílinn, hafa séð betri daga en ættu að verða ágætar með smá ást. Verð sennilega búinn að þrífa þær með felgusýru. Fínn Alpine spilari er í bílnum sem spilar MP3 en því miður ekki með ipod tengi. Ekkert surg í hátölurunum. Ástand: Bíllinn er í flottu ástandi, lakk mjög gott og lítið um ryð í bílnum. Framdekkin eru orðin slöpp og eiga ekki mikið eftir, en get reddað 2 stk af nýjum dekkjum á ca 18-19 þús stykkið sem er mjög gott verð. Afturdekkin eru fín og eiga slatta eftir. Nýr vatnslás er í bílnum, settur í 31. Mars. Ný smurður 31. Mars. Hann á að fara í skoðun í næsta mánuði (maí) og býst ég bara sterklega við því að hann fljúgi í gegn. Skoða skipti á ódýrari, bíl eða mótorhjóli. (Þá götuskráðu) Upplýsingar í síma 8461323 eða á atligeysir@gmail.com eða hreinlega í PM VERÐ: 650 þús og það er staðgreiðsluafsláttur auðvitað. Myndir: ![]() ![]() ![]() Þarf bara þvott og góða sýru á felgurnar og þá lítur hann svona út: ![]() |
Author: | agustingig [ Mon 04. Apr 2011 17:55 ] |
Post subject: | Re: E34 530iA - 1989 árg. |
Mætti ég nokkuð spurja hver er ástæðan fyrir sölu? ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Mon 04. Apr 2011 17:56 ] |
Post subject: | Re: E34 530iA - 1989 árg. |
Á tímabili varð þessi bíll alltaf á vegi mínum og verður seint sagt að þetta sé ófagurt eintak! |
Author: | Geysir [ Mon 04. Apr 2011 18:33 ] |
Post subject: | Re: E34 530iA - 1989 árg. |
Vaknaði í morgun og langaði svo ofboðslega í mótorhjól, það er ekki það að bíllinn sé eitthvað slæmur. Alls ekki ![]() Þakka Steini, þetta er heilt og gott eintak! |
Author: | Geysir [ Sat 09. Apr 2011 02:48 ] |
Post subject: | Re: E34 530iA - 1989 árg. |
Enginn með mótorhjól eða eitthvað sniðugt til að skipta við mig eða setja uppí? |
Author: | Geysir [ Wed 20. Apr 2011 23:20 ] |
Post subject: | Re: E34 530iA - 1989 árg. |
Bíllinn fór upp á lyftu fyrir viku síðan og þá kom í ljós að það þarf að skipta um báðan ballanstangarenda og síðan er eitthver smá olíuleki á mótor og olíusmit á drifinu. Ræðst á þessi vandamál í næsta mánuði (ásamt skoðun) en fram að því er gripurinn á tilboðsverði 600 þús og auðvitað hægt að semja um það líka. Er til í að taka mótorhjól uppí eða í slétt skipti. |
Author: | Geysir [ Sat 30. Apr 2011 16:23 ] |
Post subject: | Re: E34 530iA - 1989 árg. |
Eðalgripur hér á ferð. |
Author: | Geysir [ Wed 04. May 2011 23:44 ] |
Post subject: | Re: E34 530iA - 1989 árg. |
TTT ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |