bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Til sölu BMW 850
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=501
Page 1 of 2

Author:  Óskar [ Sun 29. Dec 2002 22:23 ]
Post subject:  Til sölu BMW 850

Til sölu BMW 850 árg'92, ekinn ca.130000, svartur,dökkt leður, rafmagn í öllu, álfelgur, lítur mjög vel út að innan, þarfnast smá útlitslagfæringar, þ.e. vantar annað aðalljós, plaststykki á hliðarspegil og plastkit öðrum megin. Verð ca.900þús. Áhugasamir hafi samband í síma 8992061 :wink:

Author:  morgvin [ Sun 29. Dec 2002 23:35 ]
Post subject: 

900 kall hmmm.... ef þú tekur 91 518i uppí sem 500 kall þá getum við rætt málin.

Author:  bebecar [ Fri 03. Jan 2003 20:27 ]
Post subject: 

Áttu myndir? Ég er reyndar ekki að kaupa en alltaf gaman að skoða flotta bíla.

Author:  hlynurst [ Sat 04. Jan 2003 18:46 ]
Post subject: 

Er þessi bíll ekki steingrár?

Author:  Guest [ Sun 05. Jan 2003 23:45 ]
Post subject: 

neibb hann er svartur

Author:  hlynurst [ Mon 06. Jan 2003 16:21 ]
Post subject: 

Er hann á Selfossi?

Author:  Óskar [ Tue 07. Jan 2003 00:11 ]
Post subject:  myndir

Já hann er á Selfossi. Það eru komnar myndir af honum á kvartmila.is undir "til sölu/óskast". Og þar " til sölu bmw 850". fyrir þá sem vilja sjá hann :P

Author:  GHR [ Tue 07. Jan 2003 00:55 ]
Post subject: 

Einnig eru myndirnar hérna
ENJOY

Image

Author:  GHR [ Tue 07. Jan 2003 00:55 ]
Post subject: 

Og önnur


Image

Author:  arnib [ Wed 08. Jan 2003 10:21 ]
Post subject: 

Þetta virðist vera mjög fallegur bíll,
ef maður horfir framhjá gatinu í stað framljóssins allavega :D

Author:  hlynurst [ Wed 08. Jan 2003 12:05 ]
Post subject: 

Ég fór allavega að skoða einhvern bíl þarna á Selfossi sem var steingrár og það vantaði nákvæmlega sömu hluti á hann og þennan. Sá bíll var sjúskaður að utan og mjög mattur. Þetta hlítur bara að vera sami bíll og ef ekki þá má örugglega finna þennan steingráa með svart framljós, svarta hlíf á speglinum og svartan sílsa.

Author:  Djofullinn [ Wed 08. Jan 2003 12:15 ]
Post subject: 

Það sem mig langar mest að vita er Afhverju það vantar þessa hluti á bílinn, var þeim rænt eða?

Author:  hlynurst [ Wed 08. Jan 2003 16:49 ]
Post subject: 

Það er spurning... kannski bara selt?

Author:  Óskar [ Wed 08. Jan 2003 18:07 ]
Post subject:  bmw 850

Nei tað er nú þannig að fyrri eigandi missti bílinn útaf og fór í streng á rafmagnsgirðingu, og ljósið fór af :cry: og silsiplastið bílstjóra megin. Þessi bíll lítur vel út að utan eins og sést á þessum myndum, (burtséð frá þessu tjóni) og eins og nýr að innan. Þekki það ekki hvort það sé annar svona eins bíll á Selfossi sem er "steingrár" en ég allavega efast um það og sé muninn á steingráu og svörtu :? Mér þætti vænt um að þeir sem ætla bara að vera með skítkast og comment um eitthvað sem þeir hafa greinilega ekki hugmynd um dragi sig í hlé, hvort sem það er um þennan bíl eða annað sem reynt er að selja hér :evil: en þeir sem hafa áhuga endilega sendið línu,hringið eða kíkið á bílinn.

Author:  hlynurst [ Wed 08. Jan 2003 18:19 ]
Post subject: 

Skítkast? Ég get ekki séð að neinn hefur verið með neitt svoleiðis?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/