bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BIVIVV til sölu - BMW 523i e39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=49412
Page 1 of 2

Author:  Rafnars [ Fri 04. Feb 2011 14:16 ]
Post subject:  BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Coperaði þessa af l2c :)

BMW 523i e39
1997
Oxfordgreen Metallic
Aflgjafi: Bensín
2500cc - 170 hestöfl - 245 Nm tog
Skipting: Sjálfskipting
Ekinn 204.000 km.

Búnaður:

Dráttarbeisli
Rafmagn í framrúðum og speglum
Samlæsingar
Filmur
Geislaspilari
Líknarbelgir
Smurbók
Reyklaust ökutæki!!!


Ástand:

Skipt um allt í bremsum í 200.000 km. Bremsur voru varla hálfslitnar fyrir en ég ákvað að skipta um allt í 200.000km.
Nýr vatnskassi
Nýtt drif, kom úr bíl sem var ekinn 6.000 km.
Húdd er skakkt (nýrun falla ekki rétt í)
Demparar ónýtir
Farin miðstöðvarmótstaða

Frekari upplýsingar:

Búinn að gera mikið fyrir þennan bíl.
Ný framljós
Ný afturljós
Ný nýru
Carbon fiber roof spoiler
Lip undir framstuðara
M-tech skottlip
18" BBS RS II felgur $$$$
Alpine hátalarar komnir frammí og aðrir afturí
Hægri kastarinn er brotinn, fæ annan á mánudaginn.
ofl.
Original fram- og afturljós, nýru, hátalarar, nýjar afturhjólalegur fylgja með og rúðupissmótor.

Bíllinn fór í sprautun í síðustu viku þar sem lip-in voru sett á (frontlip og roof spoiler), tóku ryðbólu sem var á hægri hjólaskál og sprautuðu í kring, löguðu listana undir ljósunum og blettuðu í hér og þar. Sprautuðu einnig framstuðarann í desember 2009.

Bendi fólki á að skoða þráðinn um bílinn, flestallar upplýsingar um hann koma framm þar.

Teknar í haust. Lip-in eru ekki á þessum myndum.
Image

Image

Image

Lítur svona út í dag

Image

Image

Carbon fiber roof spoilerinn
Image

Skoða skipti á dýrari og ódýrari.

Verð: 1.250.000,00 kr.

Ég er búinn að hugsa vel um þennan bíl og eyða miklum peningum í hann. Er að tapa 6 stafa tölu á því að selja bílinn á þessu verði svo að ég tek ekki mark á skítatilboðum langt undir milljón.

Hafið samband í síma 6616190 / 7736190, í gegnum rafnars@hotmail.com eða í pm

Allt skítkast og offtopic afþakkað hér í þræðinum. Pm er þú verður

Bílasölulinkur
[url="http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=55&cid=120691&sid=174542&schid=f5c63643-f9dc-4a0e-8101-280cdfb5ee47&schpage=1"]http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=55&cid=120691&sid=174542&schid=f5c63643-f9dc-4a0e-8101-280cdfb5ee47&schpage=1[/url]

Author:  Angelic0- [ Fri 04. Feb 2011 17:05 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

1.250.000kr :shock:

Author:  Rafnars [ Sat 05. Feb 2011 04:54 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Angelic0- wrote:
1.250.000kr :shock:


Finnst þér það mikið?
Skoðaðu hvað er ásett á flestalla aðra þessi er á svipuðu róli. Svo er ég ekki að selja hann til að losna við hann, fái ég ekki ásættanlegt tilboð í bílinn mun ég ekki láta hann :wink:

Author:  Vlad [ Sat 05. Feb 2011 12:13 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Rafnars wrote:
Angelic0- wrote:
1.250.000kr :shock:


Finnst þér það mikið?
Skoðaðu hvað er ásett á flestalla aðra þessi er á svipuðu róli. Svo er ég ekki að selja hann til að losna við hann, fái ég ekki ásættanlegt tilboð í bílinn mun ég ekki láta hann :wink:


Það er 540 herna á spjallinu sem er sama árgerð og þinn á 1100 þús og hann er með mun meira góðgæti en þinn nokkurntíma, ekki ónýta dempara og ekki með húdd sem nýrun passa ekki í............

Bara ábending, en gangi þér vel annars.

Author:  Rafnars [ Sat 05. Feb 2011 14:34 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Vlad wrote:
Rafnars wrote:
Angelic0- wrote:
1.250.000kr :shock:


Finnst þér það mikið?
Skoðaðu hvað er ásett á flestalla aðra þessi er á svipuðu róli. Svo er ég ekki að selja hann til að losna við hann, fái ég ekki ásættanlegt tilboð í bílinn mun ég ekki láta hann :wink:


Það er 540 herna á spjallinu sem er sama árgerð og þinn á 1100 þús og hann er með mun meira góðgæti en þinn nokkurntíma, ekki ónýta dempara og ekki með húdd sem nýrun passa ekki í............

Bara ábending, en gangi þér vel annars.


Það var líka 520 á 2, eitthvað fyrir stuttu ;) Dropitsiggz er að gefa 540 bílinn sinn á þessu verði...

Skoðaðu nú bílasölur.is og alla e39 til sölu, minn er á svipuðu róli og þeir en ef til vill í hærri kantinum miðað við óleðraðan, get alveg lækkað verðið en þá er ekki séns að BBS felgurnar og annað fylgi með...
Það er ásett á bílasölu 1.250.000. Það er EKKI fast verð heldur það sem ég setti á bílinn til að hafa verð...
Ef ég væri að reyna að losna við hann þá myndi ég ef til vill setja hann á lægra verð, en ég er bara ekki að fara að tapa rúmlega hálfri milljón bara til að losna við hann á því verði sem þú myndir sætta þig við að hann færi á... Ef hann selst ekki þá mun ég eiga hann áfram og fara útí frekari breytingar á vél og öðru.

Author:  SteiniDJ [ Sat 05. Feb 2011 14:47 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Leyfið manninum að setja það verð á bílinn sem hann vill. Bíllinn er vel með farinn og hefur fengið nokkuð af ást frá núverandi eiganda. Stundum er það betra en að sætta sig við "betri" bíl á talsvert lægra verði og komast svo að því að það þarf að fara eyða STÓRUM pening í að koma þeim bíl í ásættanlegt ástand (ekki skot á einhvern ákveðinn bíl)!

Author:  íbbi_ [ Sat 05. Feb 2011 15:09 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

ef verðið er of hátt, þá selst einfaldlega ekki bíllinn ,

Author:  Freyr Gauti [ Sat 05. Feb 2011 17:07 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Nauh...fyrst að verð á 523 hefur hækkað svona mikið þá er minn falur á 999.999 kr! :P

Author:  EinarBMW [ Fri 11. Feb 2011 02:44 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Hvað varð um að selja aldrei bílinn :D?

Author:  -Hjalti- [ Fri 11. Feb 2011 03:09 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Það bara borgar sig ekkert að selja BMW á BMWkrafti... þvílík afskiptasemi í söluþráðum hef ég bara ekki kynnst annarstaðar og er ég á MÖRGUM forums... :shock:

Verið úti :thdown:

Author:  -Hjalti- [ Fri 11. Feb 2011 03:11 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Angelic0- wrote:
1.250.000kr :shock:


Já þá getur þú bara látið það vera að kaupa bílinn Viktor ;)

Author:  Birgir Sig [ Fri 11. Feb 2011 03:39 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Hjalti_gto wrote:
Það bara borgar sig ekkert að selja BMW á BMWkrafti... þvílík afskiptasemi í söluþráðum hef ég bara ekki kynnst annarstaðar og er ég á MÖRGUM forums... :shock:

Verið úti :thdown:


verð nú að taka undir þetta hjá Hjalta,, þettta er orðið svoldið fáranlegt hvað menn eru endalaust rakkaðir niður í söluþráðum..

Author:  IceDev [ Fri 11. Feb 2011 04:54 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

Quote:
Það bara borgar sig ekkert að selja BMW á BMWkrafti... þvílík afskiptasemi í söluþráðum hef ég bara ekki kynnst annarstaðar og er ég á MÖRGUM forums... :shock:


Quote:
verð nú að taka undir þetta hjá Hjalta,, þettta er orðið svoldið fáranlegt hvað menn eru endalaust rakkaðir niður í söluþráðum..


Væli væl

Þótt að þú málir E32 í bleikum lit og skellir undir hann hydraulic fjöðrunarkerfi sem að skoppar undir hann...Þá er þetta ekki eitthvað raritat sem á að borga út úr nös fyrir

Þótt að þér finnst hann X virði því að þú ert búinn að eyða Y upphæð í hann þá mun það aldrei gera hann þess virði. Fólk kýs að öllu jöfnu ómoddaða bíla því að það vill modda því eftir eigin smekk

Ég ætla að taka nokkur dæmi úr mínum heimi....

318 = moddaði hann algjörlega eftir mínum eigin smekk, og tapaði líklegast 200k á sölu á þeim bíl
523 = viewtopic.php?f=10&t=14964&start=0 = gömul auglýsing og sýnir hversu absúrd verðið á þessum bíl er.
Þarna er ég að selja líklegast mest loaded 523 bíl Á ÍSLANDI fyrir 1.280 fyrir 5 árum síðan....og þetta var ÁSETT verð

Þótt að þú viljir fá þessa upphæð fyrir þinn bíl, þá er það engin lógík á bakvið það.

Þessi bíll er 800-900 á góðum degi....


Ég skal glaður eyða þessu innleggi úr söluþræðinum ef að einhver kemur með lógíska útskýringu fyrir þessu verði ( Að vilja ekki selja er ekki lógísk útskýring, þá einfaldlega sleppir maður að auglýsa)

Author:  Zed III [ Fri 11. Feb 2011 09:31 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

IceDev wrote:
Ég ætla að taka nokkur dæmi úr mínum heimi....

318 = moddaði hann algjörlega eftir mínum eigin smekk, og tapaði líklegast 200k á sölu á þeim bíl
523 = viewtopic.php?f=10&t=14964&start=0 = gömul auglýsing og sýnir hversu absúrd verðið á þessum bíl er.
Þarna er ég að selja líklegast mest loaded 523 bíl Á ÍSLANDI fyrir 1.280 fyrir 5 árum síðan....og þetta var ÁSETT verð

Þótt að þú viljir fá þessa upphæð fyrir þinn bíl, þá er það engin lógík á bakvið það.

Þessi bíll er 800-900 á góðum degi....


Ég skal glaður eyða þessu innleggi úr söluþræðinum ef að einhver kemur með lógíska útskýringu fyrir þessu verði ( Að vilja ekki selja er ekki lógísk útskýring, þá einfaldlega sleppir maður að auglýsa)


Eru ekki krónur í dag eru minna virði en krónur fyrir 5 árum vegna verðbólgu. Nýjir bílar hafa hækkað mikið og dregið þá eldri með sér.

Það er því kannski eðlilegt að eldri bílar hafa hækkað í verði, en ég hef nákvæmlega enga skoðun á þessu verði.

Author:  Rafnars [ Fri 11. Feb 2011 14:14 ]
Post subject:  Re: BIVIVV til sölu - BMW 523i e39

EinarBMW wrote:
Hvað varð um að selja aldrei bílinn :D?


Það er eitthvað byrjað að síga í þá átt aftur :)
Búinn að finna coilovers og græjur í bílinn, um leið og ég kaupi það þá kemur þessi aldrei aftur á sölumarkað :)

Það er eitt sem mér finnst voða gaman við þetta spjallborð. Það er hvað það er aldrei hægt að sleppa því að skjóta á ásett verð á bíl í einum einasta söluþræði.
Ég setti sömu auglýsingu inná L2C á sama tíma. 1 póstur kominn í offtopic og það var til að spyrja útí einkanúmerið.

Voða þæginlegt að þurfa aldrei að bumpa þessum þræði, vælið í ykkur sér alfarið um það :lol:

Ég skaut 1.250.000 á bílinn. Það var ásett á hann 1.100.000 fyrir 2 árum þegar ég kaupi hann og þá var hann ekki á t.d. BBS RS II felgunum. Ég sagði ALDREI að 1.250.000 væri fast verð, bara ásett og miðað við hvað ég hef séð í bílaviðskiptum (sem er dágóður slatti) þá er nánast aldrei borgað uppsett verð.
Til að taka dæmi þá á pabbi Benz sem hann var með á sölu fyrir 2,1. Hann fékk tilboð uppá 700.000 kr... ekki 1,7 M heldur 0,7 M!
Ásetta verðið á þessum var sett í 1.250.000 með öllu til að geta lækkað það gegn staðgreiðslu.

Eins og Hjalti tók fram. Ef þú ert ósáttur með verðið EKKI KAUPA. Og eendilega ekki fara að væla í söluþráðum og skemma auglýsinguna. Sérstaklega þar sem er beðið um að sleppa offtopic-i og skítkasti :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/