bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 750i E38 20" Alpina *SELDUR*
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=49081
Page 1 of 1

Author:  haddih [ Mon 17. Jan 2011 16:15 ]
Post subject:  BMW 750i E38 20" Alpina *SELDUR*

BMW 750i
9/1997
ekinn 227þ

Bílinn er hlaðinn aukabúnaði, trúlega einn best búni e38 bíllinn. m.a comfort sæti með hita, rafmagni og minni í sætum, einnig eru upphituð aftursæti, TV, xenon, topplúga, magasín & cruise control & 20" Alpina felgur

Bílinn er nýlega allur yfirfarinn. Ný framdekk, nýr rafgeymir, skipt um fóðringar, klossa og bremsur að aftan, súrefnisskynjara o.m.fl. einnig er nýbúið að smyrja allt, vélina, drifið, skiptinguna o.fl.

Vetrardekk & felgur fylgja!

Bíllinn er að eyða í kringum 13l í langkeyrslu en um 16l í blönduðum.

Image
Image
Image
Image
Image

Tilboðsverð 990þ stgr. Ásett verð í kringum 1.5m

Author:  twitch [ Mon 17. Jan 2011 16:52 ]
Post subject:  Re: BMW 750i E38 20" Alpina

klárlega einn sá skemtilegasti sem ég hef keyrt.. flott verð hjá þér :thup:

Author:  íbbi_ [ Mon 17. Jan 2011 17:33 ]
Post subject:  Re: BMW 750i E38 20" Alpina

þetta er contour stólar, ekki comfort

Author:  haddih [ Mon 17. Jan 2011 18:04 ]
Post subject:  Re: BMW 750i E38 20" Alpina

íbbi_ wrote:
þetta er contour stólar, ekki comfort


Þeir eru samt comfortable :-)

Author:  íbbi_ [ Mon 17. Jan 2011 18:23 ]
Post subject:  Re: BMW 750i E38 20" Alpina

afar :)

Author:  Alpina [ Mon 17. Jan 2011 19:50 ]
Post subject:  Re: BMW 750i E38 20" Alpina

íbbi_ wrote:
þetta er contour stólar, ekki comfort


Sem eru einhverju bestu sæti EVER í nýrri kynslóða BMW ,, sambland af sport (setan) og bkaið (comfort)

væri mikið til í að sjá þetta í E39 8) 8) 8)

Author:  -Hjalti- [ Mon 17. Jan 2011 20:02 ]
Post subject:  Re: BMW 750i E38 20" Alpina

mjög flottur og heill , keyrði alla leið á Stykkishólm til að prufa þennan á sínum tíma.

Author:  haddih [ Wed 19. Jan 2011 11:21 ]
Post subject:  Re: BMW 750i E38 20" Alpina

Bíllinn er mjög góður. Ég fór líka til Stykkishólms og sótti hann:-)

Author:  íbbi_ [ Wed 19. Jan 2011 20:06 ]
Post subject:  Re: BMW 750i E38 20" Alpina

Alpina wrote:
íbbi_ wrote:
þetta er contour stólar, ekki comfort


Sem eru einhverju bestu sæti EVER í nýrri kynslóða BMW ,, sambland af sport (setan) og bkaið (comfort)

væri mikið til í að sjá þetta í E39 8) 8) 8)




bakið er sér contour, comfort bakið er töluvert frábrugðið, en það tiltar í miðjuni eins og comfort bakið
contour
Image

comfort
Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/