bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 316 E-46 til sölu!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=4798
Page 1 of 1

Author:  Rooy [ Tue 02. Mar 2004 13:44 ]
Post subject:  BMW 316 E-46 til sölu!

Aukahlutir & búnaður

ABS hemlar - ASR spólvörn - Auka felgur - Álfelgur - ESP stöðugleikakerfi og spólvörn - Fjarstýrðar samlæsingar - Glertopplúga - Innspýting - Kastarar - Líknarbelgir - Loftkæling - Pluss áklæði - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Samlæsingar - Segulband - Topplúga - Útvarp - Veltistýri - Vökvastýri - Þjónustubók

Er á 17" low profile felgum (dekkin slitin) en honum fylgir einnig Bridgestone Blizzak loftbóludekkjagangur 15" (rétt tilkeyrð) á felgum auk Good Year 15" sumardekk á enn öðrum felgugangnum..

Bíllinn er '99 módel en frekar mikið keyrður 125000 tæplega nú er ber þó að taka fram að sú keyrsla hefur þó aðalega verið milli landshluta hér heima á Íslandi auk þess sem 80.000 km voru keyrðir í Þýskalandi (fluttur inn notaður) á eins góðri keyrslu og völ er á, þ.e á þýskum hraðbrautum! Enda er hljóðið í vélinni frábært og ekkert út á hana að setja..

Bíllinn fór athugasemdalaust gegnum skoðun rétt fyrir jól..

Bíllinn er beinskiptur 1900cc bensínbíll, 106 þýsk gæðahestöfl! :wink:

Bílasölumaður sagði mér að það væri verið að setja 18-1900.000 kr á þessa bíla (keypti hann á 1690 kr stgr. í september) þannig ég set á hann 1690.000 utan staðgreiðsluafsláttar sökum þess að smá nudd er að finna á stuðaranum sem sést þó ekki nema þegar maður fer að rýna í það.. Stórglæsilegur bíll!!

Image

Author:  Kristjan [ Tue 02. Mar 2004 14:48 ]
Post subject: 

Voðalega eru þjóðverjarnir alltaf sérstakir.... bílinn er með 1.9 lítra vél en heitir 316.... sem myndi venjulega gefa í skyn að hann væri með 1.6 lítra :roll:

En annars mjög smekklegur bíll, þyrfti samt að fara í gegnum de-tango.

Author:  Rooy [ Tue 02. Mar 2004 16:35 ]
Post subject: 

Er 316 ekki bara til þess að gefa í skyn boddy-týpuna í þessu tilfelli? En jú, rétt hjá þér..

En ég spyr e.t.v eins og bjáni en 'de-tango' ? Ehh?

Author:  Jss [ Tue 02. Mar 2004 17:06 ]
Post subject: 

Rooy wrote:
Er 316 ekki bara til þess að gefa í skyn boddy-týpuna í þessu tilfelli? En jú, rétt hjá þér..

En ég spyr e.t.v eins og bjáni en 'de-tango' ? Ehh?


Setja hvít stefnuljós myndi ég halda.

Author:  Rooy [ Tue 02. Mar 2004 17:39 ]
Post subject: 

Já, sammála því! En ég færi ekki að henda tugum þúsunda í þannig fyrir sölu.. :wink:

En já, ég tek undir það..

Author:  Halli [ Tue 02. Mar 2004 23:58 ]
Post subject: 

rosalega flottur bíll

Author:  óskar s [ Wed 03. Mar 2004 11:50 ]
Post subject:  ...

bara flottur úfff maður fekk bara úr honum við að sjá þetta

Author:  Jói [ Wed 03. Mar 2004 14:03 ]
Post subject:  Re: BMW 316 E-46 til sölu!

Rooy wrote:
Bílasölumaður sagði mér að það væri verið að setja 18-1900.000 kr á þessa bíla (keypti hann á 1690 kr stgr. í september) þannig ég set á hann 1690.000 utan staðgreiðsluafsláttar sökum þess að smá nudd er að finna á stuðaranum sem sést þó ekki nema þegar maður fer að rýna í það.

Miðað við að þú keyptir hann á 1690 þ stgr. fyrir 7 mánuðum og núna er hann með smá nudd á stuðara (sem kom eftir að þú keyptir bílinn??), er þá ekki mikið að ætla að setja á hann núna 1690 utan stgr.?? :roll:

Author:  Spiderman [ Wed 03. Mar 2004 15:07 ]
Post subject:  Re: BMW 316 E-46 til sölu!

Jói wrote:
Rooy wrote:
Bílasölumaður sagði mér að það væri verið að setja 18-1900.000 kr á þessa bíla (keypti hann á 1690 kr stgr. í september) þannig ég set á hann [b]1690.000 utan staðgreiðsluafsláttar [/b]sökum þess að smá nudd er að finna á stuðaranum sem sést þó ekki nema þegar maður fer að rýna í það.

Miðað við að þú keyptir hann á 1690 þ stgr. fyrir 7 mánuðum og núna er hann með smá nudd á stuðara (sem kom eftir að þú keyptir bílinn??), er þá ekki mikið að ætla að setja á hann núna 1690 utan stgr.?? :roll:


Hann tiltók að það verð væri ásett verð, án staðgreiðsluafsláttar.

Author:  Jói [ Wed 03. Mar 2004 16:29 ]
Post subject: 

Æjj já, ég fatta þetta núna. Ég skildi þetta þannig að það væri enginn stgr.afsláttur í boði.

Author:  fart [ Wed 03. Mar 2004 17:17 ]
Post subject: 

Eru þetta ekki felgur undan E34, standa þær ekki of utarlega?

Author:  Djofullinn [ Wed 03. Mar 2004 20:19 ]
Post subject: 

Klikkaðar felgur ;)

Author:  fart [ Wed 03. Mar 2004 20:28 ]
Post subject: 

mjög svo.. en ekki að aftan á þessum bíl

Author:  Dr. E31 [ Wed 03. Mar 2004 20:34 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Klikkaðar felgur ;)


Þær eru það. :wink:

Author:  Rooy [ Wed 03. Mar 2004 20:56 ]
Post subject: 

fart wrote:
Eru þetta ekki felgur undan E34, standa þær ekki of utarlega?


Þær standa næstum cm út fyrir brettakantana að aftanverðu (235 að aftan og 225 að framan) en smellpassa að framan..

Skrítna við það allt saman að það er ekki rispu að finna á brettaköntunum eftir steina og drullukast! :roll:
Enda er ekki hægt að keyra bílinn mikið á 17" low profile dekkjum út á landsbyggðarmölinni! Einungis rúntfelgur.. Þessvegna eru líka 3 dekkja og felgugangar! :wink:

Fyrri eiganda bílsins fannst þetta algjört möst að sjá dekkinn standa eilítið út frá honum að aftan að ég tali nú ekki um á þetta breiðum dekkjum! Varla þarf að taka fram að engir drullusokkar eru á honum að aftan.. :wink: Töff!

Hann er anskoti flottur svona en sjálfur verð ég að viðurkenna að ég hefði tekið þetta á 225 allan hringinn bara af ótta við það að hann fari að ausa upp á sig en eins og áður sagði, það hefur ekki gerst ennþá..

Ég skal taka mynd af honum innan í og aftan frá séð á morgun og smella inn á síðuna en hann er þessa stundina ekki á stóru felgunum heldur bara á 15" loftbólugangnum en á orginal BMW koppum.. (sem fylgja btw.)

Enn eitt enn já! Ég er að fara með bílinn suður á föstudaginn í tékk og ætla að fá nýjann lista í stað þess nuddaða í B&L en ber að taka það fram að verðið stendur samt í stað! Ef e-r hefur áhuga á að skoða bílinn yfir helgina til og með laugardag, endilega hafið samband

spartakus@simnet.is
Eða bara í EP

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/