Flestir hérna vita nú um hvaða bíl er að ræða,,,,
Ég er einungis annar eigandi af þessum bíl frá upphafi.
Fyrsti eiganda átti hann frá 1982 og til 2007. Bíllinn var alla tíð á Akureyri þangað
til ég eignast hann. Hann bar númerið A-2050 í 25 ár.
Bíllinn er orðinn 28 ára núna og hefur verið skráður sem fornbíll í bifreiðaskrá, sem
þýðir að það eru engin bifreiðagjöld sem þarf að greiða, ásamt því að ég er að borga
tryggingar af honum samkvæmt fornbílataxta. Þær hafa verið 20-25þúsund á ári undanfarin ár.
Í upphafi kom þessi bíll með blöndungsmótor ásamt 4 gíra kassa.
Síðasta vetur skipti ég um vél í honum og setti M10B18 innspýtingarvél ásamt 5 gíra
kassa í hann.
Sú vél var ekin 217.000 km og kom úr 1986 árgerð af E28. (HX-969 nánar tiltekið)
Bíllinn var ekki í notkun frá árinu 2001-2007 og stóð þá alltaf inni í upphitaðari geymslu í Fnjóskárdal.
Boddý er sjálft ekið um 200.000 km, kílómetrateljarinn hætti að telja ári áður en hann fór úr notkun 2001,
en þegar ég fæ hann er 151.079 km á mælirnum. Ég notaði hann þannig í 2 ár og við
vélarskiptin í vetur þá lagaði ég það að hann taldi ekki. Það reyndist vera mælaborðið sjálft.
Hann er því núna með mælaborðið úr bílnum sem vélin kom úr og stendur það núna í 222.200 km.
BMW 518i E28Nýskráður 16.06.1982 á Íslandi.
Framleiddur í janúar 1982.
M10B18 mótor
Ekinn 222.200 km á mótor, aðeins minna á boddý.
Beinskiptur, 5 gíra
Hvítur að lit og liturinn heitir Alpinweiss
Aukabúnaður:
Drullusokkar að aftan
14" álfelgur.
Geislaspilari
Það sem ég hef gert fyrir bílinn síðan ég keypti hann:1. Þegar ég fékk hann setti ég undir hann álfelgur, 14" bbs ásamt glænýjum heilsársdekk 195/65 R 14 undir hann allan hringinn. Michelin Alpin XM+S. Þau eru núna ekin um 15000 km og eiga helling eftir.
2. Skipti um dempara að framan fyrir 2 árum
3. Ný nýru og hægra grill fyrir 2 árum.
4. Ný drifskaptsupphengja, vor 2010
5. Ný kerti, vor 2010
6. Ný bensíndæla fyrir utan tank
7. Þrædd ný bensínlögn frá vél og til baka (v/injection breyting)
8. Hreinsaði upp kveikjulok og loftflæðiskynjara, vor 2010
9. Ný innsogshosa frá loftflæðiskynjara og í manifold, vor 2010
10. Þegar ég skipti um vélina setti ég mjög nýlegt púst undir hann allann, ekki nýtt en lítið notað.
11. Nýjir bremsuklossar að framan, sumar 2010
Ég er eflaust að gleyma einhverju í upptalningu á viðhaldi.Bíllinn fór síðast í skoðun í janúar 2010 og hann fékk eina athugasemd, út á stefnuljósaperu.
Þar sem lögum um fornbíla var breytt í fyrra, þá þurfa fornbílar að fara í skoðun annað
hvert ár núna í stað eins áður.
Antikmobile er því með skoðun 2012 og þarf næst að fara í skoðun í ágúst 2012.
Allir fornbílar fara í skoðun fyrir ágústlok en ekki eftir endastaf eins og aðrir bílar.
Gallar:1. Hægri afturhurð opnast ekki, hef ekki gefið mér tíma til að skoða vandamálið.
2. Það er komið yfirborðsryð á nokkrum stöðum, þeas punktar sem væri eflaust hægt að laga með blettun. Á húddi og framstykki þá þyrfti eflaust að mála það allt til að gott yrði. Það eru litlar beyglur á 2-3 stöðum.
3. Loftnetið á frambrettinu er brotið við botninn. Það fylgir nýtt oem BMW loftnet með.
4. Það er stór rifa á bílstjórasætinu. Það fylgir HEIL innrétting með bílnum, órifin sæti og 4 hurðarspjöld.
5. Bensínmælir og hitamælir virka eftir dúk og disk. Það er nýr hitaskynjari svo mig grunar að það sé mælaborðið. Þarf eflaust ný batterý í það.
Verð: 250.000 kr.Skúli Rúnar, s: 8440008
Bíllinn er staddur í KeflavíkPs. Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga E28. Menn verða að gera sér grein fyrir
því að þetta er 28 ára gamall bíll. Allir dekkjasparkarar vinsamlegast afþakkaðir
Ég á ekki glænýjar myndir af bílnum en mun redda því við fyrsta tækifæri.
Læt fylgja nokkrar sem ég hef tekið í gegnum tíðina.
Einnig mæli ég með því að menn skoði í gegnum þráðinn minn um bílinn til að sjá
fleiri myndir og upplýsingar.
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=24184&hilit=antikmobile2007:







Svo ein frá 2009:

2010:
