bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 318i '86 árgerð (fyrir ykkur í project pælingum :))
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=4677
Page 1 of 2

Author:  arnib [ Mon 23. Feb 2004 09:21 ]
Post subject:  E30 318i '86 árgerð (fyrir ykkur í project pælingum :))

Jæja.

Það er komið að því að ég þarf að selja Herra Þrettán.

Hann var keyptur sem vetrar bíll til að druslast á
a) yfir veturinn, og
b) Meðan blæju bíllinn var vélarlaus.

Núna eru hvorugt þessarar atriða lengur í gildi (meira um b) seinna)
og þar af leiðandi er elsku kúturinn til sölu.

Hann er nokkuð heillegur, en því miður lenti ég í því að vélin fór að stríða mér á seinustu dögum.

Það hefur alltaf verið svolítið pústhljóð ofan í vélarsalnum og var ég búinn að rekja það til þess að pústpakkningin væri sennilega að fara.
Svo magnaðist þessi hávaði núna um daginn svakalega, bíllinn pústar ofan í húddi og heldur sér ekki í gangi!
Ég hef ekki hugmynd um hvað er að, kannski er það bara pústpakkningin farin en ég hef ekki minnstu, og ég ætla mér ekki að gera neitt í því.

Bíllinn er (að mínu mati) sæmilega fallegur og gæti hentað ágætlega
í eitthvað project, eða bara fyrir einhvern duglegan til að finna út hvað er að og selja svo aftur.

Ég á bara eina temmilega góða mynd af honum:
Image
en ég ætti að geta reddað fleirum ef einhver hefur áhuga.

Það er ekki leður eða slíkt í honum, en innréttingin er ágæt sem slík.

Nánari upplýsingar og Tilboð óskast í PM

Author:  arnib [ Mon 23. Feb 2004 09:23 ]
Post subject: 

Þess má geta (eins og sést svosem á myndinni) að það er hliðarsílsa kitt á honum og aftursvunta.

Þar sem svona hlutir eru orðnir frekar sjaldgæfir á e30 bílana skoða ég alveg að eiga þetta eftir sjálfur ef einhver vill lægra verð út á það,
en auðvitað þætti mér betra að selja.

Author:  bebecar [ Mon 23. Feb 2004 10:05 ]
Post subject: 

Nokkuð nice litur! Hvað er hann ekinn, er hann með sóllúgu og/eða eitthvað spennandi í honum annað? Hvernig eru dekk, felgur og svoleiðis?

Author:  arnib [ Mon 23. Feb 2004 11:38 ]
Post subject: 

Mig minnir að hann sé ekinn um 160 þúsund.
Það er ekki topplúga á honum.

Orginal 14" Bottlecaps á ágætis vetrardekkjum.

Liturinn heitir Cosmosblau-metallic :)

Author:  iar [ Mon 23. Feb 2004 11:47 ]
Post subject:  Re: E30 318i '86 árgerð (fyrir ykkur í project pælingum :))

arnib wrote:
Herra Þrettán.


:?: :?: :?:

Þrír átján ... þrjátján ... þrettán ???

Author:  arnib [ Mon 23. Feb 2004 11:53 ]
Post subject: 

8)

Author:  bebecar [ Mon 23. Feb 2004 12:20 ]
Post subject: 

Ferlega góður litur á 318i - er þetta ekki það sem GStuning vantar? rétt boddí og í þokkalegu standi???

Author:  rutur325i [ Mon 23. Feb 2004 12:20 ]
Post subject: 

meira svona HR 013 held ég

Author:  arnib [ Mon 23. Feb 2004 12:26 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Ferlega góður litur á 318i - er þetta ekki það sem GStuning vantar? rétt boddí og í þokkalegu standi???


Ég held að hann vilji yngri bíl, með facelift ljósin, topplúgu, helst svartan og í enn betra standi!

Þessi bíll er nánast andstæðan við það sem hann vill :D

Author:  bebecar [ Mon 23. Feb 2004 12:48 ]
Post subject: 

En það er nú ekki eins og þetta sé á hverju strái :wink: og er ekki hægt að nota bara toppinn af hinum, var hann ekki með sóllúgu?

Annars hlýtur Gunni að skoða þetta og velta þessu fyrir sér.

Author:  arnib [ Mon 23. Feb 2004 12:52 ]
Post subject: 

Einnig er ég alveg opinn fyrir einhverjum skiptum eða eitthvað.

Author:  gstuning [ Mon 23. Feb 2004 14:35 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
En það er nú ekki eins og þetta sé á hverju strái :wink: og er ekki hægt að nota bara toppinn af hinum, var hann ekki með sóllúgu?

Annars hlýtur Gunni að skoða þetta og velta þessu fyrir sér.


Ekki bendla mér við neitt svona,

Hugsaðu þetta eins og að þú værir að leita þér að 100% E21,
myndirru klippa toppinn?
eða vilja annað en 100%

Ég hef keyrt Herra 13 og hann er fín gaur,
Það er alltaf fínt að keyra BMW,, og þessi situr ekki á eftir þar,
mjög fínn bíll,

Author:  Tommi Camaro [ Sun 29. Feb 2004 21:31 ]
Post subject: 

það hlítur að meiga brenna gúmmi á þessu svona þegar rignir eða snjóar

Author:  arnib [ Mon 01. Mar 2004 09:32 ]
Post subject: 

Tommi Camaro wrote:
það hlítur að meiga brenna gúmmi á þessu svona þegar rignir eða snjóar


Rétt Tommi :)

Þessi bíll fer allavega fyrir frekar lítið, ég þarf að losa mig við hann :P

Author:  Aron [ Thu 11. Mar 2004 13:20 ]
Post subject: 

Ég skal taka hann og borga hann í sumar :D

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/