Jæja.
Það er komið að því að ég þarf að selja Herra Þrettán.
Hann var keyptur sem vetrar bíll til að druslast á
a) yfir veturinn, og
b) Meðan blæju bíllinn var vélarlaus.
Núna eru hvorugt þessarar atriða lengur í gildi (meira um b) seinna)
og þar af leiðandi er elsku kúturinn til sölu.
Hann er nokkuð heillegur, en því miður lenti ég í því að vélin fór að stríða mér á seinustu dögum.
Það hefur alltaf verið svolítið pústhljóð ofan í vélarsalnum og var ég búinn að rekja það til þess að pústpakkningin væri sennilega að fara.
Svo magnaðist þessi hávaði núna um daginn svakalega, bíllinn pústar ofan í húddi og heldur sér ekki í gangi!
Ég hef ekki hugmynd um hvað er að, kannski er það bara pústpakkningin farin en ég hef ekki minnstu, og ég ætla mér ekki að gera neitt í því.
Bíllinn er (að mínu mati) sæmilega fallegur og gæti hentað ágætlega
í eitthvað project, eða bara fyrir einhvern duglegan til að finna út hvað er að og selja svo aftur.
Ég á bara eina temmilega góða mynd af honum:
en ég ætti að geta reddað fleirum ef einhver hefur áhuga.
Það er ekki leður eða slíkt í honum, en innréttingin er ágæt sem slík.
Nánari upplýsingar og
Tilboð óskast í PM