bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E36 316i Seldur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=46641
Page 1 of 1

Author:  Stebbimj [ Sun 29. Aug 2010 12:43 ]
Post subject:  BMW E36 316i Seldur

Seldur

BMW E36 316i
05/1997
Cosmosschwarz-metallic
Aflgjafi: Bensín
1600cc - 101 hestöfl -
Skipting: Beinskipting
Ekinn 155.000 km.

Búnaður:

*Rafmagn í öllum rúðum
*Sportsæti með rauðu áklæði og alcantara slitflötum.
*Tvískipt digital miðstöð með air condition
*Orginal M-tech kit allan hringinn
*Map/reading-light
*Auto-dimmer í baksýnisspegli
*Leðrað stýri með loftpúða
*Fjarstýrar samlæsingar (OEM)

Myndir:
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Ástand:

Body-ið sjálft er rosalega heilt en það eru dældir og rispur á hlutum sem er hægt að skipta um. Ekkert sem er ekki hægt að gera við samt.
Miðstöðvarmótorinn virkar ekki.
Bremsuljósið í mælaborðinu logar stöðugt en hann rann samt í gegnum skoðun með það kveikt.
Bensínljósið kviknar ekki, líklegast spruning pera.
Það vantar kastarana, grindina og lippið á framstuðarann en þetta fylgir allt. Það sem vantar til að setja þetta á er: Kastarafesting öðrumegin fyrir kastarana, festingar fyrir grindina og skrúfur fyrir lippið.
Það eru tvær skemmdir í sætunum, göt á alcantara slitflötunum á báðum framsætum, algengt á þessum sætum.
Listarnir sem eru ekki á bílnum á myndunum eru komnir á og allir hinir fylgja með auka. Ég keypti kit með listum allan hringinn af M3 Sedan frá USA.
Ekkert útvarp fylgir með bílnum.

Frekari upplýsingar:

Ég er til í skipti, þó helst á öðrum BMW. Er heitastur fyrir sjálfskiptum E34 eða E32. Skoða bæði ódýrari og aðeins dýrari, ekki mikið dýrari.

Dreg 50þús af verðinu ef 17" felgurnar seljast ekki með, en sel felgurnar ekki á 50þús. Þær fást bara á þessu verði með bílnum.

Skoða skipti á dýrari og ódýrari.

Verð: 500.000 kr.

Hafið samband í síma 869-2365.

- Stefán

PS. Vil þakka SteinaDJ fyrir frábært auglýsingartól!

Author:  kalli* [ Sun 29. Aug 2010 21:35 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i

Bara gott verð og þessir bílar eru ÓTRÚLEGA skemmtilegir í snjónum. 8)

Author:  Danni [ Wed 01. Sep 2010 16:49 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i

Þetta er rosalega góður bíll.

Það fylgja kastarar í framstuðarann, þeir eru ekki í vegna þess að það vantar kastarafestingu öðru megin.
Listarnir sem vantar á aðra hliðina á þessum myndum eru komnir á og það fylgja allir hinir með auka, keypti sem sagt lista af M3 sedan úti í Ameríku.
Grindin inn í stuðarann er til en ekki festingarskinnurnar, allir pinnarnir eru ennþá á stuðaranum.
Það er til OEM lip á framstuðarann sem fylgir.
Það eru fjarstýrðar samlæsingar.
Rafmagn í öllum rúðum.
Alcantara slitfletir í sætum.

Þetta er geggjaður bíll og ég hreinlega botna ekkert í honum bróður minum að vilja skipta þessum bíl í eitthvað annað. Þetta er besti bíllinn sem hann hefur átt og hann fær ekki betri bíl á þessu verði.

Síðan er þetta perfect skel fyrir M50B25 swap. All go að utan no go undir húddinu.

Author:  EggertD [ Wed 01. Sep 2010 17:11 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i

hvaða árgerð er billinn ?

Author:  rockstone [ Wed 01. Sep 2010 17:14 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i

EggertD wrote:
hvaða árgerð er billinn ?


1998

Author:  Danni [ Wed 01. Sep 2010 17:20 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i

Hann er reyndar skráður 09/1997 úr verksmiðju BMW. En skráður 05/1998 á Íslandi því að hann seldist ekki úr umboðinu fyrr en þá.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/