bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

[seldur] 1986 BMW 520ia (e28)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=46206
Page 1 of 1

Author:  ///M [ Tue 03. Aug 2010 11:12 ]
Post subject:  [seldur] 1986 BMW 520ia (e28)

Þessi er seldur.


Ætla að athuga áhuga áður en bíllinn fer í geymslu.

Þetta er sem sagt 1986 árgerð af 520ia. Hann er bronzit beige metallic og er brún leður innrétting í honum.

Hann er ekinn ca 185 þús og er með nýlegan 11 miða. Um áramótin verður hann fornbíll og falla þá niður bifreiðargjöld, ódýrari tryggingar og þarf bara að skoða annað hvert ár.

Ég er búinn að græja hann aðeins til síðan ég keypti hann:

16x8 style 5 undan e38 á góðum 205/55/16 michellin vetradekkjum
Ný controlarm fóðring bílstjóra megin (fylgir með ný farþega megin en hún er samt í lagi þar)
Ný Walbro 255 bensín dæla
Ný bensín sía
Viscous læst drif úr e30 325ix með nýrri olíu
Skipti um bremsuklossa að aftan
Skipti um bremsuvökva
Nýleg kerti
Svo á ég nýjan aftasta kút sem er ekki búið að setja undir ennþá
Einnig lagaði ég flautu, hanskahólf, gúmmílista í kringum bílstjórarúðu, olíusmit frá ventlalokspakkningu ásamt allskonar öðrum smáhlutum.

Bíllinn er góður og frábær miðað við aldur. Fáir ef einhverjir sem slá hann út hérna heima.

Hér er þráður um bílinn: viewtopic.php?f=5&t=40272

Frekari upplýsingar í PM

Image

Author:  ///M [ Thu 05. Aug 2010 09:33 ]
Post subject:  Re: 1986 BMW 520ia (e28)

Verðið er 350.000 og hann selst aðeins á gott heimili.

Hægt að kíkja á hann mán/þri. eftir það fer hann í geymslu :)

Author:  Búster [ Thu 05. Aug 2010 11:30 ]
Post subject:  Re: 1986 BMW 520ia (e28)

Hvað er bíllinn mörg hp ?

Author:  ///M [ Thu 05. Aug 2010 11:44 ]
Post subject:  Re: 1986 BMW 520ia (e28)

129 hö

Author:  srr [ Fri 27. Apr 2012 22:47 ]
Post subject:  Re: [seldur] 1986 BMW 520ia (e28)

Er eigandinn af þessum bíl í dag á kraftinum ?

Author:  ///M [ Fri 27. Apr 2012 22:48 ]
Post subject:  Re: [seldur] 1986 BMW 520ia (e28)

srr wrote:
Er eigandinn af þessum bíl í dag á kraftinum ?

Jebb, var einmitt að senda honum pm í morgun um hvort ég gæti ekki farið að nýta mér forkaupsréttinn :lol:

Held að hann sé nú ekki mikið hérna samt.

Author:  srr [ Fri 27. Apr 2012 22:53 ]
Post subject:  Re: [seldur] 1986 BMW 520ia (e28)

///M wrote:
srr wrote:
Er eigandinn af þessum bíl í dag á kraftinum ?

Jebb, var einmitt að senda honum pm í morgun um hvort ég gæti ekki farið að nýta mér forkaupsréttinn :lol:

Held að hann sé nú ekki mikið hérna samt.

Er til mynd af stýrinu í honum,,,,mér fannst það nefnilega svolítið sérstakt,,,,,var að spá hvaða tegund það væri,,,,,,

Author:  ///M [ Fri 27. Apr 2012 22:55 ]
Post subject:  Re: [seldur] 1986 BMW 520ia (e28)

srr wrote:
///M wrote:
srr wrote:
Er eigandinn af þessum bíl í dag á kraftinum ?

Jebb, var einmitt að senda honum pm í morgun um hvort ég gæti ekki farið að nýta mér forkaupsréttinn :lol:

Held að hann sé nú ekki mikið hérna samt.

Er til mynd af stýrinu í honum,,,,mér fannst það nefnilega svolítið sérstakt,,,,,var að spá hvaða tegund það væri,,,,,,


Já, á svoleiðis einhverstaðar... held að þetta hafi verið e21 sport stýri. Skal sjá hvort ég finni ekki mynd

edit:
Hann fékk samt stýrið sem ég keypti hjá þér og ætlaði að setja það í síðast þegar að ég vissi :)

Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/