bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 318i (E36) 1994 (Seldur)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=46003
Page 1 of 1

Author:  donson [ Wed 21. Jul 2010 20:01 ]
Post subject:  BMW 318i (E36) 1994 (Seldur)

BMW 318i
1994
Ljósblár
Aflgjafi: Bensín
1796cc - 115 hestöfl -
Skipting: sjálfskipting
Ekinn 242.000 km.
Skoðaður 2010.

Búnaður:

Græjur m/geislaspilara og magnari í skotti
þjófavörn (Viper)
Fjarstart
samlæsingar
Angel eyes að framan
Dökk afturljós

Viðhald:

Nýsmurður
Nýtt púströr

Ástand (þarfnast lagfæringar):

gat á bensínsröri
balansstangarendi að framan í ólagi
klossar að framan
öxulhosa að framan
bremsuslöngur að framan
handbremsa í ólagi
pakkhús í drifi að framan í ólagi
Ryð (sjá myndir)

Frekari upplýsingar:

Bifvélavirki sem athugaði bílinn fyrir mig í seinustu viku sagði að ef bílinn ætti að standast skoðun þyrfti að kaupa varahluti fyrir ca. 100 þúsund krónur. Það er meira en ég er tilbúinn að eyða í hann. Hann er því til sölu. Læt fylgja með gamlar myndir (fjögura ára), tek aðrar myndir af honum á morgun og pósta annað kvöld.

Álfelgur sem sjást á eldri myndum geta fylgt með á réttu verði.

Verð: 150 þúsund krónur eða tilboð.

Myndir:

http://picasaweb.google.com/peturst/BMW318iNyjarMyndir?feat=directlink Nýjar myndir

http://picasaweb.google.com/peturst/BMW318i?feat=directlink Myndir frá 2006 (á álfelgum)

Author:  ellipjakkur [ Wed 21. Jul 2010 20:10 ]
Post subject:  Re: BMW 318i (E36) 1994

donson wrote:
BMW 318i
öxulhosa að framan
pakkhús í drifi að framan í ólagi


þú veist að þetta er afturdrifinn bíll ?

Author:  bimminn [ Wed 21. Jul 2010 20:24 ]
Post subject:  Re: BMW 318i (E36) 1994

Þarf að kíkja á hann hjá þér :D

Hringdu með staðsetningu á morgun :D 896-4616

Author:  donson [ Wed 21. Jul 2010 20:37 ]
Post subject:  Re: BMW 318i (E36) 1994

ellipjakkur wrote:
donson wrote:
BMW 318i
öxulhosa að framan
pakkhús í drifi að framan í ólagi


þú veist að þetta er afturdrifinn bíll ?


Já, ég hef augljóslega heyrt eitthvað vitlaust þegar bifvélavirkinn taldi upp hvað amaði að honum.. Hann gæti þá hafa sagt pakkhús að aftan, eða hreinlega bara pakkhús í drifi...

kv,
Pétur

Author:  bimminn [ Thu 22. Jul 2010 19:34 ]
Post subject:  Re: BMW 318i (E36) 1994

Ég myndi taka framm að það er eitthvað um ryð utan á bílnum ;)

Author:  donson [ Thu 22. Jul 2010 22:53 ]
Post subject:  Re: BMW 318i (E36) 1994

bimminn wrote:
Ég myndi taka framm að það er eitthvað um ryð utan á bílnum ;)


Búinn að laga það og bæta við myndum :)

Lagaði líka kílómetrastöðuna á, rétt tala var 242k, ekki 240k. Bætti fjarstart inn í búnað. Einnig að bílinn er skoðaður 2010, ekki 2009!

kv,
Pétur

Author:  bimminn [ Fri 23. Jul 2010 20:41 ]
Post subject:  Re: BMW 318i (E36) 1994

donson wrote:
bimminn wrote:
Ég myndi taka framm að það er eitthvað um ryð utan á bílnum ;)


Búinn að laga það og bæta við myndum :)

Lagaði líka kílómetrastöðuna á, rétt tala var 242k, ekki 240k. Bætti fjarstart inn í búnað. Einnig að bílinn er skoðaður 2010, ekki 2009!

kv,
Pétur


Hallar bíllinn eitthvað bílstjóramegin ?

Langar að benda þér á það að það var ég sem kom áðan með pabba mínum ef það fór frammhjá þér :)
Langar líka að seigja þetta er mjög svo flottur bíll að mínu mati 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/