bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Rauður e36 '96
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=45975
Page 1 of 1

Author:  Irizh [ Tue 20. Jul 2010 16:20 ]
Post subject:  Rauður e36 '96

Er með rauðann e36 316 '96 árgerð sem þarf virkilega á handlögnum og góðum eiganda.

Bíllinn er keyrður um 272xxx en vélin mun minna, þegar ég keypti hann var mér að sagt að það væri nýleg vél úr e46 316 í honum sem væri bara keyrð einhvað i kringum 100.000 km. Bíllinn hefur verið keyrður um 30 þúsund í minni eigu.
Hann er rauður, með topplúgu, 4 dyra sedan.

Það sem er búið að gera:
Skipta um alternator
Skipta um rafgeymi
Skipta um startara
Nýlega búið að skipta um borða að aftan og allar bremsuslöngur og skipt um vökva á kerfinu.

Síðan er það sem þarf að gera, bíllinn er óskoðaður en átti að vera skoðaður í mars, hinsvegar fékk ég frestun þangað til um þessi mánaðarmót en ég á eeeeeeengann pening til þess að gera meira við bílinn svo mögulega tek ég hann bara af númerum þangað til einhvað er hægt að gera.
En samkvæmt skoðunarvottorði er sett útá:
Lýsingu aðalljósa - lági geisli v/m
Hemlaljós - b/m
Útblásturskerfi (það er í sundur og vantar hvarfakút, gaurinn sagði mér að það væri um 30þ fyrir nýjann kút)
Jafnvægisstöng - framan h/m

Að öðru leiti er bílinn núna á sumar og heilsársdekkjum og fylgja með nagladekk.
Lakkið er engan veginn uppá sitt besta, byrjað aðeins að flagna og í þokkabót straujaði einhvað ógeð mig þegar ég var lögð svo það er lakkskemmd á afturstuðaranum. Þetta eru aðallega fram og afturstuðararnir sem eru ekki mjög góðir.
Þokuljósin er í rugli, þ.e.a.s. þarf að skipta um víra og tengja þau.
Síðan tókst vini mínum að hella bóni yfir aftursætið mitt en ég hyggst gera góða tilraun til að þrífa það fyrir sölu, ef hann selst þ.e.a.s.


Ég ætla ekki að koma með myndir fyrren ég er búin að þrífa hann. En hann er mjög venjulegur (en fallegur) rauður e36 sedan.

Ef þið hafið áhuga á að hugsa um þessa elsku endilega látið mig vita, ég er alls ekki ánægð að þurfa að gefa hann upp en hann þarf á einhverjum sem hefur aðstöðu og kunnáttu eða pening til að hugsa um sig.

Sendið mér bara einkaskilaboð það er ágætt.
Og ef ég er að gleyma einhverju bendið mér bara á það.

Author:  gardara [ Thu 22. Jul 2010 10:48 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

Irizh wrote:
Er með rauðann e36 316 '96 árgerð sem þarf virkilega á handlögnum og góðum eiganda.

Bíllinn er keyrður um 272xxx en vélin mun minna, þegar ég keypti hann var mér að sagt að það væri nýleg vél úr e46 316 í honum sem væri bara keyrð einhvað i kringum 100.000 km. Bíllinn hefur verið keyrður um 30 þúsund í minni eigu.
Hann er rauður, með topplúgu, 4 dyra sedan.


Eina swap sinnar tegundar á íslandi? :shock:

Author:  bimminn [ Thu 22. Jul 2010 13:07 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

Hvaða verð hefðirðu hugsað þér?
Bsk...Ssk?
4wd rwd?
Gangfær?

Author:  Irizh [ Fri 23. Jul 2010 19:58 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

Ég ætla að bíða með sölu þangað til ég er búin að láta meta viðgerðina á honum. Ég gleymdi líka að nefna í auglýsingunni að hann er beinskiptur og það er bremsuljós á honum sem við eigum eftir að athuga útaf hverju stafar.
Hann er rwd og gangfær já en pústið er í tvennt og vantar hvarfakútinn svo lætin í honum eru ekki skemmtileg.
En ég hef alveg verið að keyra hann.

Ég ætla að fara með hann að láta meta ástandið á honum og fá lista yfir heildina sem þarf að gera við hann.
Set það síðan hingað inn þegar ég hef tekið ákvörðun. Mér finnst líklegast að ég eigi eftir að þurfa að selja hann og set þá inn betri auglýsingu og svara einkaskilaboðunum aftur.

Author:  Irizh [ Fri 23. Jul 2010 19:59 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

Ég hef líka ekki sett inn neitt verð því mér finnst voðalega erfitt að gera það þegar ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið þarf að gera við hann.

Author:  bimminn [ Fri 23. Jul 2010 20:02 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

Irizh wrote:
Ég hef líka ekki sett inn neitt verð því mér finnst voðalega erfitt að gera það þegar ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið þarf að gera við hann.



Ég held að fólki myndi líka við mynd af honum :D

Author:  kalli* [ Sat 24. Jul 2010 01:36 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

Irizh wrote:
Ég hef líka ekki sett inn neitt verð því mér finnst voðalega erfitt að gera það þegar ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið þarf að gera við hann.


Ástandsskoðun :) ?

Author:  Einari [ Mon 26. Jul 2010 19:23 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

Vélin í þessum bíl er M43B18 sem kemur úr E36 318

Author:  eiddz [ Tue 17. Aug 2010 15:46 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

PD-XXX ??

Author:  Einari [ Tue 17. Aug 2010 21:01 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

nei...OP-843

Author:  Coney [ Wed 18. Aug 2010 10:41 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

myndir?

Author:  rockstone [ Thu 02. Sep 2010 01:23 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

þessi seldur???

Author:  agustingig [ Thu 02. Sep 2010 01:30 ]
Post subject:  Re: Rauður e36 '96

rockstone wrote:
þessi seldur???


Stendur allaveganna ennþá á sama stað og þegar auglýsingin var sett inn..

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/