bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ein sher gut siebenhundert und fiertzig (E-38 740ia 1995)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=4507
Page 1 of 1

Author:  Wolf [ Fri 13. Feb 2004 02:15 ]
Post subject:  Ein sher gut siebenhundert und fiertzig (E-38 740ia 1995)

Sælir, ég er með 740ia 1995 E-38, Þetta er mjög gott eintak, einn eigandi í Þýskalandi og 3 hér.

Þjónustubók. Stimluð í þýskalandi og af TB hér.
Velour áklæði, rafdrifin sæti m/minni
BMW Sound System, 6diska magasín í skotti.
Cruise control
Innb. BMW GSM sími, þ.e tól í miðjustokk innb. mic og stjórntakkar í stýri.
ASC+T, ABS, PDC (park distance control)
Xenon ljós
16" orginal BMW álfelgur

Vél: 3900cc V8 32 Ventla 286 bhp, og er ekinn um 155 þús, hann er á góðum heilsárs dekkjum.

Hann er ekki með lúgu (ekki ræða það frekar í þessum pósti)

Verðhugmynd er 1.8 mill (ekkert áhvílandi á bílnum)

Hugmyndin er að minnka við sig/yngja upp í E39 "97-01" (5 lína) eða E46 (3 lína) Passat eða Avensis 2.0 ssk yngri en "00 kæmu til greina.
Athuga dýrari/ódýrari, verða að vera ssk.

Danke.





Image

Author:  Jói [ Fri 13. Feb 2004 09:19 ]
Post subject: 

Held þetta sé gamli bíllinn hans Eyþórs Arnalds.

Var til sölu á Grensásveginum fyrir 1-2 árum síðan og var lengi þar. Hlítur að vera þessi, því hann var hvítur, með sömu felgur og ekkert leður. Ekki til margir hvítir e38 hér á landi.

Verðið á honum þá var ekki 1,8 m. :roll:

En mér finnst þetta flottur bíll, ég fékk að sitja í honum þegar kunningji minn var að pæla í honum og ég var mjög hrifinn. Langt í frá verra að mínu mati að hafa Velour áklæði.

Author:  Wolf [ Fri 13. Feb 2004 11:47 ]
Post subject:  .

Þetta er ekki bíllinn sem stóð á Grensás sölunni, man ekki betur en það hafi verið 730 bíll. Þessi var keyptur af Trausta hjá Bílfangi fyrir ca 2 árum.

Author:  Jói [ Fri 13. Feb 2004 17:19 ]
Post subject: 

Þetta er ekki sá bíll sem ég hélt, ég fattaði það stuttu eftir að ég skrifaði þetta í morgun. Það var eins og þú sagðir 730 og sá bíll var líka mun meira ekinn.

Author:  Spiderman [ Fri 13. Feb 2004 18:49 ]
Post subject: 

Bíllinn sem Eyþór átti var steingrár 730 bíll og reyndar minna ekinn. Verðið á honum var ansi gott eða 1490 þúsund. Ég skoðaði þann bíl ansi vel árið 2002 þegar hann var til sölu.

Author:  Wolf [ Fri 13. Feb 2004 20:25 ]
Post subject:  .

OK Ok, Þá er það komið á hreint með bílinn hans Eyþórs, Snúum okkur þá að mínum :!:

Author:  Wolf [ Mon 22. Mar 2004 02:33 ]
Post subject:  .

Bara að minna á sumar cruiser-inn í ár :wink:

Author:  Just [ Mon 22. Mar 2004 14:32 ]
Post subject: 

Þú ert allavega frekar slappur í þýskunni!! :lol:

Author:  Wolf [ Wed 24. Mar 2004 13:02 ]
Post subject: 

Ég vona að þýsku kunnátta mín spilli ekki fyrir sölunni á bílnum, annars finnst mér að þegar menn þurfa að vera röfla svona eins og "just" þá ættu þeir að drullast til að koma þá allavega með leiðréttingu á minni slæmu þýsku, sem var nú meira meint í djóki.......

Author:  saemi [ Wed 24. Mar 2004 13:19 ]
Post subject: 

Já, ég myndi nú ekkert segja að þú værir eitthvað rosalega slappur í þýskunni. Eina sem ég rak augun í er viertzig.

Má alveg ræða eitthvað málefnalegra hérna, ehemm.

Author:  Just [ Wed 24. Mar 2004 15:49 ]
Post subject: 

Sehr og viertzig... ef menn geta ekki þolað smá skot sem var nú aðallega í djóki ætti þeir að skjótast uppí næsta apótek og kaupa sér þunglyndislyf!

peace out!¨ :wink:

Author:  Wolf [ Thu 25. Mar 2004 03:18 ]
Post subject: 

Málið er bara að það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér, þegar menn hafa ekkert betra að gera heldur en að skjóta á söluþræði, þ.e einhverju kjaftæði eins og að benda á stafsetningar villur, eða einhverju rugli sem kemur sölunni á bílnum EKKERT við. Það eru nokkrir hérna sem hafa mjög gaman af að reyna upphefja sjálfa sig, með því að benda á hin minnstu smámistök sem aðrir gera, og eru fyrir vikið snillingar í að snúa söluþráðum uppí eitthvað allt annað en söluna á bílnum. Ég held að allir muni eftir einhverjum söluþráðum sem hafa farið útí bullshit. Ég vona að þið vitið hvað ég er að meina, t.d þegar einhver auglýsir bílinn sinna á 500 þús, þá kemur einhver og segir að samkvæmt bgs.is þá eigi hann bara að kosta 200 þús, ég er að tala um komment í þessum dúr. Að sjálfsögðu eiga rökréttar leiðréttingar fullkomlega rétt á sér, og málefnaleg umræða, en skíta komment eru óþarfi. Pís át :D

Author:  Just [ Thu 25. Mar 2004 18:55 ]
Post subject: 

ég var nú ekki með neitt skítakomment kallinn minn, bara að benda á þýskar stafsetningavillur.... en ég læt allavega ekki sjá mig aftur og gangi þér vel að selja bílinn

peace out! :wink:

Author:  saemi [ Sat 27. Mar 2004 18:43 ]
Post subject: 

Just wrote:
Þú ert allavega frekar slappur í þýskunni!! :lol:


Er nú ekki smá skítalykt af þessu kommenti ....

Kurteis maður hefði sent PM og bent á þetta :wink:

Author:  Wolf [ Sun 28. Mar 2004 02:48 ]
Post subject:  .

Nákvæmlega :D Ég vil koma því á framfæri að ég er ekki tjúllaður yfir þessu eina kommenti, mér finnst bara oft að það sé allskyns óþarfa bögg á söluþráðunum hér almennt, svona eitthvað sem á miklu betur heima í PM. Góðar stundir :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/