Mig langar ekki endilega að selja hann, er helst að skoða hvort einhver sé spenntur fyrir skiptum á einhverjum bmw. Verður að vera 325/525 eða stærra.
Ef einhverjum skildi langa að kaupa þá er það hægt líka, verðið er 650.000 íslenskar kreppukrónur. En ég tek það fram að ég er heitari fyrir skiptum.

Bmw E36 325i coupe (318is með M50B25 mótor)
Beinskiptur
'93 árgerð
Akstur er óvitaður því ég er enn með gamla 4cyl mælaborðið, það er keyrt 290þúsund, en vélin er keyrð undir 200þúsund.
Coilovers
Leður
M-stuðari (í sprautun)
Framstuðari, frambretti og húdd er allt nýsprautað.
17" álfelgur á glænýjum dekkjum
Læsing + stórt drif fylgir með
Glænýr rafgeymir
Alpine græjur
Búið að taka allan botninn gjörsamlega í gegn. M3 styrkingar voru soðnar við subframefestingarnar, allt ryð pússað í burtu og slæmir hlutar skornir út og soðin ný plata í. Grunnað, ryðvarið, málað. Nýjar tjörumottur lagðar yfir allt.
Svo er ég nýbúinn að skipta um ventlalokspakkningu sem og allar fóðringar og dótarí í skiptingunni.
Gallar:
Lakkið hefur verið betra, einstaka ryðbólur farnar að myndast en það verður blettað í það á næstu dögum. Það er helst topplúgan sem er orðin léleg.
Gangurinn er örlítið rokkandi, 98% viss um að það sé MAF-skynjarinn og því verður reddað sem fyrst. Ætti ekki að vera neitt alvarlegt stuff.
M-stýrið er ljótt, leðrið var orðið götótt svo ég skar bút af því
Hurðarspjaldið er svo gott sem ónýtt, eins og í 90% e36 bifreiða.
Upplýsingar í PM.