bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E30 318is / seldur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=44832 |
Page 1 of 3 |
Author: | jens [ Mon 17. May 2010 22:40 ] |
Post subject: | E30 318is / seldur |
Til sölu ef viðunandi verð fæst þessi forláta E30 sem hefur verði í heimsókn í innkeyrslunni hjá mér í smá tíma. Fæðingarvottorð: Skráningarnúmer: PI019 Fastanúmer: PI019 :: Árgerð/framleiðsluár: 1991/1990 Verksmiðjunúmer: WBAAF931XMEE68967 Tegund: BMW Undirtegund: 318 Framleiðsluland: Þýskaland Litur: Svartur Farþ./hjá ökum.: 4/1 Innflutningsástand: Nýtt Fyrsta skráning: 03.12.1990 Forskráning: Nýskráning: 03.12.1990 Skráningarflokkur: Almenn merki Notkunarflokkur: Almenn notkun Ökut. flokkur: Fólksbifreið (M1) Orkugjafi: Bensín Slagrými: 1796 Helsti búnaður: Handvirk topplúga. Sport innrétting tau með hauspúðum afturí. Filmaður. Rafmagn í rúðum, en eitthvað vesen á þeim. Central, virka ekki eins og er en 2 nýjir central mótorar. Þokuljós, sama og ný. KW lækkunargormar og demparar. 15" álfelgur + ágæt dekk. lip á skottloki. Tvílit afturljós, oem ljós fylgja. Brúnir yfir framljós. ECU chip. Og eitthvað fl. Bíllinn hefur verið í eigu núverandi eiganda síðan 2004 og er ekinn c.a 125 þús mílur en hefur verið í geymslu svo gott sem síðan 2005 haust en þá fór hann í TB í nýja fjöðrun og í leiðinni var skipt um allt í kringum tímagír ( tímakeðju, stýringar og sleða ). Einnig voru settir nýjir bremsudiskar allan hringinn, púst er nýlegt og oem. Bíllinn er í ágætu standi en það er auðvita rið og fl sem hrjáir hann, hraðamælistengi í drifi er lélegt og dettur mælir út. Engar græjur/hátalarar fylgja með. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Verð: 400 þús 8681912 Heiðar Ingi. TILBOÐ 250 ÞÚS EF BÍLLINN FER Í ÞESSARI VIKU ! |
Author: | agustingig [ Tue 18. May 2010 02:53 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Var þessi einhverntímann með einkanúmerið S1967 eða eitthvað slíkt? |
Author: | ingo_GT [ Tue 18. May 2010 03:10 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
agustingig wrote: Var þessi einhverntímann með einkanúmerið S1967 eða eitthvað slíkt? Sá er 325ix sjálfskiftur Gamal kall hérna í keflavík á hann flutti hann inn í fyrra minnir mig.....Vonlaust að reyna að fá að kaupa hann af honum reyndi það ![]() Annars væri ég allveg til í þennan e30 ![]() |
Author: | agustingig [ Tue 18. May 2010 03:30 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
ingo_GT wrote: agustingig wrote: Var þessi einhverntímann með einkanúmerið S1967 eða eitthvað slíkt? Sá er 325ix sjálfskiftur Gamal kall hérna í keflavík á hann flutti hann inn í fyrra minnir mig.....Vonlaust að reyna að fá að kaupa hann af honum reyndi það ![]() Annars væri ég allveg til í þennan e30 ![]() viewtopic.php?f=5&t=24642&p=285343#p285343 ![]() |
Author: | Árni S. [ Tue 18. May 2010 05:05 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
agustingig wrote: ingo_GT wrote: agustingig wrote: Var þessi einhverntímann með einkanúmerið S1967 eða eitthvað slíkt? Sá er 325ix sjálfskiftur Gamal kall hérna í keflavík á hann flutti hann inn í fyrra minnir mig.....Vonlaust að reyna að fá að kaupa hann af honum reyndi það ![]() Annars væri ég allveg til í þennan e30 ![]() http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 43#p285343 ![]() þetta er Rv048 |
Author: | jens [ Tue 18. May 2010 09:23 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Þið eruð ágætir ![]() |
Author: | jens [ Tue 18. May 2010 21:38 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Jæja strákar nú er að standa við stóru orðinn og kaupa E30 ![]() |
Author: | Bandit79 [ Wed 19. May 2010 00:24 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Frábært verð ! ![]() (kaldhæðni) |
Author: | T-bone [ Wed 19. May 2010 01:43 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
jens wrote: Jæja strákar nú er að standa við stóru orðinn og kaupa E30 ![]() Ég þoli ekki þegar menn röfla yfir verðinu á bílum, en ég bara get ekki orða bundist. Já, í þetta skiptið þurfa menn að eiga stórann sparibauk til að standa við stóru orðin. Ég bara spyr vinsamlega, og með fullri virðingu: er 400.000 kall ekki frekar mikið fyrir sjúskaðann 318, þó að þetta sé is? Miðað við það sem maður sér á þessum myndum, þ.e. framsvuntan bókstaflega horfin, eitthvað ryð í sílsum, hurðarnar örugglega ónýtar af ryði og bæði frambretti illa farin, þá getur ástandið á botninum ekki verið gott. Miðað við ryðið sem sést þarna, þá er hægt að ganga út frá því að botninn sé horfinn bílstjóramegin, vinstramegin við petalana, og á sama stað hinu megin. og einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir því að hafa 3 sett af ilmandi táslum í baksýnisspeglinum. Sorry. Þetta er í fullri virðingu og vinsemd, og endilega leiðréttu mig ef að ég hef rangt fyrir mér með þetta ryð. Kv: Anton Örn. |
Author: | Vlad [ Wed 19. May 2010 02:06 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Ég segi bara verði honum/henni að því sem kaupir þennan bíl á þennan pening. ![]() |
Author: | gstuning [ Wed 19. May 2010 08:46 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Ef þetta er of mikið þá er enginn að fara kaupa þetta er það ekki? Ég hélt að allir væru komnir með það á hreinu og skildu hvernig bílaviðskipti gerast þar sem að flestir ef ekki allir hérna hafa verslað bíl. Það er held ég ekkert sem vantar í lýsinguna sem leyfir fólki ekki að ákvarða verðið. |
Author: | jens [ Wed 19. May 2010 09:23 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Auðvita er mönnum frjálst að bjóða það sem þeir treysta sér í miðað við ástand og hafa gert í pm. Það vantar bara hjá þér Anton Örn hvað þú ert með margar háskólagráður! Það er sem sagt gefið að ef þú ert með lyktarspjald þá er botninn vinstra megin við pedala sé riðgaður. Ef þú ert ekki að spá í að kaupa bílinn haltu þá kjafti og láttu þráðinn vera. Þeir sem hafa áhuga er velkomið að koma og skoða bílinn, en eigandinn er til í að lækka verðið. Í þessum bíl eru einhver verðmæti eins og t.d nýtt fjöðrunarkerfi frá KW demparar og gormar með 51mm strutta ekið c.a 2-3 þús, ný þokuljós, nýir bremsudiskar eknir svipað, nýupptekinn efri hluti mótors frá TB og vel með farin og lítið rifin sportinnrétting. |
Author: | 20"Tommi [ Wed 19. May 2010 10:57 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Sama ruglið endalaust með þetta e30 dót. Menn halda að þetta sé úr gulli. ![]() ![]() Gangi þér vel með söluna þvi þetta á eftir að taka tíma nema þú takir 10-11 á þetta og bjóðir 50% afsl. eins og á nammibarnum um helgar. ![]() ![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Wed 19. May 2010 11:05 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
20"Tommi wrote: Sama ruglið endalaust með þetta e30 dót. Menn halda að þetta sé úr gulli. ![]() ![]() Gangi þér vel með söluna þvi þetta á eftir að taka tíma nema þú takir 10-11 á þetta og bjóðir 50% afsl. eins og á nammibarnum um helgar. ![]() ![]() Eru þeir að selja útrunnið nammi ![]() |
Author: | arnibjorn [ Wed 19. May 2010 11:14 ] |
Post subject: | Re: E30 318is us |
Shit hvað menn eru steiktir. Ef þú ert á röltinu á Laugarveginum og tekur eftir því að peysa í einhverjum búðarglugga kostar 100.000kr þá geriru þér ekki ferð inní búðina og byrjar að grenja í afgreiðslumanninum af því að þetta sé allt of hátt verð, þó svo að þú hafir engan áhuga á þessari peysu. Þú bara einfaldlega labbar framhjá búðinni og spáir ekki í þessu því að þetta kemur þér ekkert við. So what ef að einhver vill borga 100k fyrir peysu. Er þetta ekki góð líking. ![]() Menn þurfa síðan að kynna sér framboð og eftirspurn. Lítið framboð af E30 og mikil eftirspurn = hærra verð. En ef að hlutur er hinsvegar verðlagður of hátt þá einfaldlega selst hann ekki og eigandinn heldur áfram að eiga hann eða hann lækkar verðið þangað til að hluturinn selst. Hættið að hafa þessar áhyggjur. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |